Engin merki um að ónæmissvar eða veikindi séu ólík milli L- og S-afbrigða kórónuveirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2020 18:29 Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða Vísir/Vilhelm Þegar fregnir fóru að berast af kórónuveirunni leið ekki langur tími þar til greint var frá því að hún hefði stökkbreyst. Annars vegar var S-afbrigði veirunnar og L-afbrigði veirunnar. S-afbrigðið átti að vera vægara afbrigðið, það er að segja að þeir sem smituðust af því áttu ekki að veikjast eins mikið og þeir sem smituðust af L-afbrigðinu. Í framhaldinu vöknuðu spurningar um hvort þeir sem hefðu náð sér eftir að hafa smitast af S-afbrigðinu gætu í framhaldinu smitast af L-afbrigðinu og öfugt. Við þessu er ekki fullnægjandi svar. Hins vegar er ekkert hingað til sem bendir til þess að hægt sé að sýkjast aftur af nýju kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Óljóst hvort hægt er að skipta veirunni í tvo flokka Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður á upplýsingafundi almannavarna í gær hvort möguleiki væri á því að smitast af báðum afbrigðum veirunnar, bæði saman og í sitthvoru lagi. „Það er kannski óljóst hvort það er hægt að skipta veirunni upp í þessa tvo flokka,“ svaraði Þórólfur og bætti við: „Hún hefur greinilega meiri breytileika í sér en bara L og S. Hvað það þýðir nákvæmlega er ekki vitað.“ Þá sé heldur ekki vitað nákvæmlega hvort ónæmi gegn einni tegund af þessari veiru, ef hægt er að skilgreina hana þannig, valdi ónæmi gegn annarri að sögn Þórólfs. „Þetta á eftir að skýrast betur en það virðist ekki vera eins og Kína og á þeim stöðum þar sem faraldurinn er genginn yfir, allavega enn sem komið er, það er allavega ekki kominn annar faraldur til dæmis. Þetta bara vitum við ekki nákvæmlega hvernig verður,“ sagði Þórólfur. Mikil gagnrýni á þessa „uppgötvun" Undir þetta tekur Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem ritaði grein á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem hann svaraði spurningunni hvort hægt sé að smitast tvisvar af kórónuveirunni? Jón Magnús segir í samtali við Vísi að vísindamenn við Peking-háskólann í Kína, Xialou Tang og kollegar hans, hefðu rannsakað erfðamengi veirunni úr 103 sýnum og fundið tvær algengar stökkbreytingar og skilgreindu út frá því tvö afbrigði: L og S. „Hins vegar hefur mikil gagnrýni komið fram eftir að greinin birtist og, í stuttu máli, eru ekki næg gögn til staðar sem styðja að um mismunandi afbrigði sé að ræða,“ segir Jón Magnús. Hann bendir á að munurinn á milli veiranna felist í einum tilteknum stað í erfðamenginu með óljósa þýðingu. „Það eru engin gögn sem sýna að munurinn á milli „afbrigðanna“ breyti nokkru varðandi dreifingu, enn síður einkenni og alvarleika veikinda. Það er að sama skapi engin merki um að ónæmi sé mismunandi milli þessara „afbrigða”,“ segir Jón Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Þegar fregnir fóru að berast af kórónuveirunni leið ekki langur tími þar til greint var frá því að hún hefði stökkbreyst. Annars vegar var S-afbrigði veirunnar og L-afbrigði veirunnar. S-afbrigðið átti að vera vægara afbrigðið, það er að segja að þeir sem smituðust af því áttu ekki að veikjast eins mikið og þeir sem smituðust af L-afbrigðinu. Í framhaldinu vöknuðu spurningar um hvort þeir sem hefðu náð sér eftir að hafa smitast af S-afbrigðinu gætu í framhaldinu smitast af L-afbrigðinu og öfugt. Við þessu er ekki fullnægjandi svar. Hins vegar er ekkert hingað til sem bendir til þess að hægt sé að sýkjast aftur af nýju kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Óljóst hvort hægt er að skipta veirunni í tvo flokka Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður á upplýsingafundi almannavarna í gær hvort möguleiki væri á því að smitast af báðum afbrigðum veirunnar, bæði saman og í sitthvoru lagi. „Það er kannski óljóst hvort það er hægt að skipta veirunni upp í þessa tvo flokka,“ svaraði Þórólfur og bætti við: „Hún hefur greinilega meiri breytileika í sér en bara L og S. Hvað það þýðir nákvæmlega er ekki vitað.“ Þá sé heldur ekki vitað nákvæmlega hvort ónæmi gegn einni tegund af þessari veiru, ef hægt er að skilgreina hana þannig, valdi ónæmi gegn annarri að sögn Þórólfs. „Þetta á eftir að skýrast betur en það virðist ekki vera eins og Kína og á þeim stöðum þar sem faraldurinn er genginn yfir, allavega enn sem komið er, það er allavega ekki kominn annar faraldur til dæmis. Þetta bara vitum við ekki nákvæmlega hvernig verður,“ sagði Þórólfur. Mikil gagnrýni á þessa „uppgötvun" Undir þetta tekur Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem ritaði grein á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem hann svaraði spurningunni hvort hægt sé að smitast tvisvar af kórónuveirunni? Jón Magnús segir í samtali við Vísi að vísindamenn við Peking-háskólann í Kína, Xialou Tang og kollegar hans, hefðu rannsakað erfðamengi veirunni úr 103 sýnum og fundið tvær algengar stökkbreytingar og skilgreindu út frá því tvö afbrigði: L og S. „Hins vegar hefur mikil gagnrýni komið fram eftir að greinin birtist og, í stuttu máli, eru ekki næg gögn til staðar sem styðja að um mismunandi afbrigði sé að ræða,“ segir Jón Magnús. Hann bendir á að munurinn á milli veiranna felist í einum tilteknum stað í erfðamenginu með óljósa þýðingu. „Það eru engin gögn sem sýna að munurinn á milli „afbrigðanna“ breyti nokkru varðandi dreifingu, enn síður einkenni og alvarleika veikinda. Það er að sama skapi engin merki um að ónæmi sé mismunandi milli þessara „afbrigða”,“ segir Jón Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira