Framkvæmdastjóri Breiðabliks blæs á sögusagnir um æfingar innan félagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2020 18:01 Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla. vísir/bára Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greindi frá því í dag að lögreglan hefði fengið tilkynningar um að nokkur félög á landinu séu með skipulagðar æfingar þrátt fyrir að ÍSÍ hafi gefið út svokallað æfingabann á dögunum. Víðir nefndi ekki hvaða félög um ræðir en Fótbolti.net barst ábendingar um að Breiðablik ætti í hlut. Þar hefði meistaraflokkur félagsins í fótbolta átt að hafa æft í hópum sem og yngri iðkendum hafi verið boðið upp á markvarðaæfingar. Eysteinn segir þetta af og frá. „Engar skipulagðar æfingar eru á vegum deilda Breiðabliks og liggur allt starf niðri. Hins vegar eru iðkendur í deildum hvattir til að sinna sínum heimaæfingum og einstaklingsprógrammi sem þjálfarar hafa útbúið enda mikilvægt að halda áfram að stunda holla og góða hreyfingu eins og aðilar hafa hvatt til," segir Eysteinn. „Margir hafa nýtt sér gervigrasvelli og sparkvelli bæjarins fyrir þessar heimaæfingar og mætt þangað ásamt foreldrum og jafnvel vinum og félögum." Eins og í fleiri félögum hefur Kópavogsbær nú ákveðið að skella í lás á knattvöllum bæjarins vegna þess hve margir safnist saman á völlunum. „Hins vegar er nú þannig komið fyrir að fjöldi iðkenda sem sækir á þessa velli er orðinn það mikill að bærinn hefur ákveðið að loka þessum völlum fyrir almenningi þar sem því verður við komið og ítreka tilmæli almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við hjá Breiðabliki tökum þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu mjög alvarlega og fylgjum þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Þá skal það einnig tekið fram að Breiðablik hefur enga aðvörun fengið frá yfirvöldum," sagði Eysteinn. Arnar Sveinn Geirsson, einn leikmaður Breiðabliks, greindi svo frá því á Twitter-síðu sinni að leikmenn liðsins hlaupi saman fjórir og fjórir en virði allar takmarkanir sem hafa verið settar fram. Það er alrangt. Við hittumst fjórir og fjórir saman og hlaupum og virðum 2 m reglu. Það hefur verið þannig síðan æfingabannið kom. Það er ekki bannað skv reglunum að hlaupa úti saman í litlum hópum. Þannig heimildirnar þínar lugu að þér, myndi finna mér nýja heimildarmenn.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 29, 2020 Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greindi frá því í dag að lögreglan hefði fengið tilkynningar um að nokkur félög á landinu séu með skipulagðar æfingar þrátt fyrir að ÍSÍ hafi gefið út svokallað æfingabann á dögunum. Víðir nefndi ekki hvaða félög um ræðir en Fótbolti.net barst ábendingar um að Breiðablik ætti í hlut. Þar hefði meistaraflokkur félagsins í fótbolta átt að hafa æft í hópum sem og yngri iðkendum hafi verið boðið upp á markvarðaæfingar. Eysteinn segir þetta af og frá. „Engar skipulagðar æfingar eru á vegum deilda Breiðabliks og liggur allt starf niðri. Hins vegar eru iðkendur í deildum hvattir til að sinna sínum heimaæfingum og einstaklingsprógrammi sem þjálfarar hafa útbúið enda mikilvægt að halda áfram að stunda holla og góða hreyfingu eins og aðilar hafa hvatt til," segir Eysteinn. „Margir hafa nýtt sér gervigrasvelli og sparkvelli bæjarins fyrir þessar heimaæfingar og mætt þangað ásamt foreldrum og jafnvel vinum og félögum." Eins og í fleiri félögum hefur Kópavogsbær nú ákveðið að skella í lás á knattvöllum bæjarins vegna þess hve margir safnist saman á völlunum. „Hins vegar er nú þannig komið fyrir að fjöldi iðkenda sem sækir á þessa velli er orðinn það mikill að bærinn hefur ákveðið að loka þessum völlum fyrir almenningi þar sem því verður við komið og ítreka tilmæli almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við hjá Breiðabliki tökum þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu mjög alvarlega og fylgjum þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Þá skal það einnig tekið fram að Breiðablik hefur enga aðvörun fengið frá yfirvöldum," sagði Eysteinn. Arnar Sveinn Geirsson, einn leikmaður Breiðabliks, greindi svo frá því á Twitter-síðu sinni að leikmenn liðsins hlaupi saman fjórir og fjórir en virði allar takmarkanir sem hafa verið settar fram. Það er alrangt. Við hittumst fjórir og fjórir saman og hlaupum og virðum 2 m reglu. Það hefur verið þannig síðan æfingabannið kom. Það er ekki bannað skv reglunum að hlaupa úti saman í litlum hópum. Þannig heimildirnar þínar lugu að þér, myndi finna mér nýja heimildarmenn.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 29, 2020
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira