Fjöldi tilkynninga mikil vonbrigði Andri Eysteinsson skrifar 28. mars 2020 15:25 Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Ég sé ekki af hverju við ættum að fara í hertari aðgerðir ef það þarf ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Víðir sagði að ljóst væri að þörf væri á að gengið yrði harðar eftir því að tilmælum væri fylgt. „Þær skipta hundruðum tilkynningarnar eftir nóttina, um það sem hefði mátt betur fara í samfélaginu síðasta sólarhring. Það kallar á að við endurskoðum hvernig við fylgjum þessu eftir sem eru mikil vonbrigði,“ sagði Víðir. Samkomubann hefur verið í gildi hér á landi síðan 15. mars síðastliðinn og gert ráð fyrir að það standi hið minnsta til 13. apríl. Í fyrstu miðaðist bannið við 100 manns en hefur síðan verið hert og stendur nú í 20. Bæði Víðir og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, sögðu að ekki væri þörf á að beita hertari aðgerðum, svo sem útgöngubanni, að svo stöddu. „Hver breyting á hertum aðgerðum hefur mikil samfélagsleg áhrif og mikið samfélagslegt tjón og á meðan við teljum hertari aðgerðir ekki skila sérstökum árangri sem þróunin myndi kalla á er engin ástæða til að skemma samfélagið meira en við þurfum. Við erum að valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu með þessum aðgerðum,“ sagði Víðir. Þó verði ekki hikað við að taka þær ákvarðanir ef þess þarf seinna meir. „Við höfum sagt það, að ef við lokum landinu eða lokum landshlutum er það eina sem gerist þá að við fáum faraldurinn seinna, við seinkum honum. Við getum ekki sloppið við hann. Ég tel að við séum að fylgja öllum ráðleggingum með því að gera ekki of mikið og ekki of lítið. Reyna að komast eins vel út úr þessu og mögulegt er og með sem minnstum skaða,“ sagði Þórólfur sóttvarnarlæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
„Ég sé ekki af hverju við ættum að fara í hertari aðgerðir ef það þarf ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Víðir sagði að ljóst væri að þörf væri á að gengið yrði harðar eftir því að tilmælum væri fylgt. „Þær skipta hundruðum tilkynningarnar eftir nóttina, um það sem hefði mátt betur fara í samfélaginu síðasta sólarhring. Það kallar á að við endurskoðum hvernig við fylgjum þessu eftir sem eru mikil vonbrigði,“ sagði Víðir. Samkomubann hefur verið í gildi hér á landi síðan 15. mars síðastliðinn og gert ráð fyrir að það standi hið minnsta til 13. apríl. Í fyrstu miðaðist bannið við 100 manns en hefur síðan verið hert og stendur nú í 20. Bæði Víðir og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, sögðu að ekki væri þörf á að beita hertari aðgerðum, svo sem útgöngubanni, að svo stöddu. „Hver breyting á hertum aðgerðum hefur mikil samfélagsleg áhrif og mikið samfélagslegt tjón og á meðan við teljum hertari aðgerðir ekki skila sérstökum árangri sem þróunin myndi kalla á er engin ástæða til að skemma samfélagið meira en við þurfum. Við erum að valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu með þessum aðgerðum,“ sagði Víðir. Þó verði ekki hikað við að taka þær ákvarðanir ef þess þarf seinna meir. „Við höfum sagt það, að ef við lokum landinu eða lokum landshlutum er það eina sem gerist þá að við fáum faraldurinn seinna, við seinkum honum. Við getum ekki sloppið við hann. Ég tel að við séum að fylgja öllum ráðleggingum með því að gera ekki of mikið og ekki of lítið. Reyna að komast eins vel út úr þessu og mögulegt er og með sem minnstum skaða,“ sagði Þórólfur sóttvarnarlæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira