Sjúkraliðar standa vaktina - en hvað svo? Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 19. apríl 2020 20:32 Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Alþekkt er að mönnun starfsgreina sem sinna hjúkrun og umönnun á Íslandi er ábótavant. Sjúkraliðar þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Til fjölda ára hafa þeir tekist á við stöðugar aðhaldsaðgerðir ásamt miklu og vaxandi álagi. Sjúkraliðafélag Íslands stóð nýlega að sameiginlegri yfirlýsingu með Læknafélagi Íslands og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem núverandi og fyrrverandi félagsmenn voru hvattir til að skrá sig í bakvarðasveitina vegna Covid-19 faraldursins. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og um 230 sjúkraliðar skráðu sig sem bakverði. Mjög margir úr þeirra röðum eru nú að störfum til að létta álagi af kerfinu. Yfirlýsingin var gerð í samvinnu við heilbrigðisráðherra, landlækni, ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlækni, þar sem álag vegna COVID-19 var að óbreyttu talið óviðráðanlegt. Jákvæð viðbrögð við henni undirstrika í senn fórnfýsi starfsmanna í fagstéttum heilbrigðiskerfisins en um leið álagið á þeim sem sinna sérhæfðum verkefnum við líkn og umönnun sjúklinga. Sjúkraliðar standa vaktina, klæddir grænu með grímur fyrir andliti og berjast gegn COVID-19. Þeir stofnar lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnu sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. En hvert er endurgjaldið sem sjúkraliðar fá fyrir íþyngjandi og erfiðar starfsaðstæður? Í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands við ríkissjóð er fjallað um heimild til að greiða sjúkraliðum sérstakar greiðslur t.d. vegna starfstengds álags. Við núverandi aðstæður telja sjúkraliðar sjálfsagt og eðlilegt að nýta þessa heimild. Sú leið hefur nú þegar verið farin í Noregi og Svíþjóð þar sem álagsgreiðslur fyrir starfsfólk sem vinnur við umönnun og hjúkrun hafa verið hækkaðar. Stjórnvöld þurfa í samvinnu við heilbrigðisstofnanir að meta sérstaklega vinnuframlag sjúkraliða og verða við réttlátum óskum þeirra. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Alþekkt er að mönnun starfsgreina sem sinna hjúkrun og umönnun á Íslandi er ábótavant. Sjúkraliðar þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Til fjölda ára hafa þeir tekist á við stöðugar aðhaldsaðgerðir ásamt miklu og vaxandi álagi. Sjúkraliðafélag Íslands stóð nýlega að sameiginlegri yfirlýsingu með Læknafélagi Íslands og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem núverandi og fyrrverandi félagsmenn voru hvattir til að skrá sig í bakvarðasveitina vegna Covid-19 faraldursins. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og um 230 sjúkraliðar skráðu sig sem bakverði. Mjög margir úr þeirra röðum eru nú að störfum til að létta álagi af kerfinu. Yfirlýsingin var gerð í samvinnu við heilbrigðisráðherra, landlækni, ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlækni, þar sem álag vegna COVID-19 var að óbreyttu talið óviðráðanlegt. Jákvæð viðbrögð við henni undirstrika í senn fórnfýsi starfsmanna í fagstéttum heilbrigðiskerfisins en um leið álagið á þeim sem sinna sérhæfðum verkefnum við líkn og umönnun sjúklinga. Sjúkraliðar standa vaktina, klæddir grænu með grímur fyrir andliti og berjast gegn COVID-19. Þeir stofnar lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnu sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. En hvert er endurgjaldið sem sjúkraliðar fá fyrir íþyngjandi og erfiðar starfsaðstæður? Í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands við ríkissjóð er fjallað um heimild til að greiða sjúkraliðum sérstakar greiðslur t.d. vegna starfstengds álags. Við núverandi aðstæður telja sjúkraliðar sjálfsagt og eðlilegt að nýta þessa heimild. Sú leið hefur nú þegar verið farin í Noregi og Svíþjóð þar sem álagsgreiðslur fyrir starfsfólk sem vinnur við umönnun og hjúkrun hafa verið hækkaðar. Stjórnvöld þurfa í samvinnu við heilbrigðisstofnanir að meta sérstaklega vinnuframlag sjúkraliða og verða við réttlátum óskum þeirra. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun