Sköpum öryggi og hlúum að börnum og ungmennum: Skólahald og tilvera með breyttu sniði Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 27. mars 2020 18:53 Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Þessa dagana erum við að mæta breyttri samfélagsgerð, dagsskipulagi, vinnulagi, fjölskyldu- og félagslífi. Það er krefjandi og getur skapað óöryggi, leiða, kvíða og einmannakennd. Á breytinga- og óvissutímum höfum við gjarnan þörf fyrir að skapa okkur öryggi í gegnum rútínu og festu, en um leið hæfilega tilbreytingu sem brýtur upp tilveruna, gefur gleði og ferskleika. Gott dagsskipulag er mikilvægt svo og umhyggja og samvera nánustu í þeirri mynd sem ákjósanlegt er, jafnvel með rafrænum hætti. Andrúmsloft á heimili Hegðun foreldra og líðan þeirra hefur mikil áhrif á börn og ungmenni og andrúmsloftið á heimilinu. Því þurfum við að taka ábyrgð á eigin líðan og því sem við sköpum með nærveru okkar. Margir hafa tekið fram ,,nýjar“ – en þó kunnuglegar - leiðir til samveru og slökunar svo sem púsl, lita- og föndurbækur, bakstur og hannyrðir, meðan aðrir taka til í veiði- sauma-, eða smíðakassanum. Þetta geta verið skemmtileg samstarfsverkefni. Víða er vinnan komin heim og hugsanlega er hægt að tengja vinnuna við heimanám þannig að það séu ,,vinnu- og námslotur“ á heimilinu yfir daginn og svo hlé og samvera á milli. Látum börnin okkar finna að þau tilheyra kærleiksríkri fjölskyldu og ábyrgu samfélagi sem kemst í gegnum álag. Þegar samvera er mikil er ekki farsælt að láta litlu hlutina t.d. í umgengni ungmenna pirra sig um of. Rútína, dagleg útivera og hreyfing, hvíld, æðruleysi og samvera, en um leið svigrúm til persónulegs rýmis, eru þættir sem vert er að gefa gaum. Mikilvægt starf skólanna Stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla eiga hrós skilið fyrir að hafa unnið hörðum höndum að því að skipuleggja skólastarfið sem best á óvissutímum. Skólastarf með breyttu sniði hefur gengið vel í Garðabæ það sem af er og ber að þakka skólastjórnendum og starfsmönnum öllum sem hafa nálgast verkefnið á lausnamiðaðan og jákvæðan hátt. Á lausnamiðaðan hátt og með jákvæðni að leiðarljósi eru fundnar leiðir til mæta öryggi og hagsmunum barna og ungmenna, fjölskyldna og samfélagsins. Foreldrar og forráðamenn eru þó í lykilhlutverki varðandi vellíðan, festu og heimanám barna sinna nú sem áður. Verum til staðar fyrir börnin okkar Tölum við börnin okkar á jákvæðan og ábyrgan hátt um stöðuna og skólastarfið, öflum okkur upplýsinga ef við upplifum skort á þeim. Hægjum á okkur og einbeitum okkur að nánd og samveru, verum til staðar og sköpum börnum öryggistilfinningu. Þau upplifa líðan okkar sterkar en orð okkar, veljum að vera fyrirmyndir þannig að þau læri að efla með sér seiglu og úthald. Við vitum ekki hve lengi þessar breytingar vara og jafnvel er erfitt að segja fyrir um hvort frekari breytingar séu í farvatninu. Það sem við vitum þó er nauðsyn þess fyrir okkur hvert og eitt að styðja við eigin styrk og rósemd. Þannig sköpum við börnum okkar öryggi, betri aðstæður til umönnunar og auðveldum þeim að stunda námið. Persónulegur stöðugleiki Á óvissutímum hjálpar okkur að velja viðhorf og hugsanir sem skapa innra öryggi og persónulegan stöðugleika. Til dæmis felst vöxtur í því að taka meðvitaða ákvörðun um að efla með sér seiglu og styðja við aðra. Samkvæmt rannsóknum eru leiðir til að efla seiglu nokkrar, s.s. að hugsa til lengri tíma en taka þó einn dag fyrir í einu, leitast við að hafa ákveðna stjórn á eigin tilfinningum og hugsunum þannig að við veljum skynsemi og lausnamiðað hugarfar. Rútína skapar festu og styður við seiglu og vellíðan, þá er gott að setja á dagskrá það sem veitir ánægju en ögrar ekki örygginu. Hjálpumst að, verum skynsöm, ábyrg en bjartsýn. Tökum einn dag í einu og styðjum við börnin okkar með því að velja að efla eigin styrk og þrautseigju. Lóan er komin og sól hækkar á lofti. Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Sjá meira
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Þessa dagana erum við að mæta breyttri samfélagsgerð, dagsskipulagi, vinnulagi, fjölskyldu- og félagslífi. Það er krefjandi og getur skapað óöryggi, leiða, kvíða og einmannakennd. Á breytinga- og óvissutímum höfum við gjarnan þörf fyrir að skapa okkur öryggi í gegnum rútínu og festu, en um leið hæfilega tilbreytingu sem brýtur upp tilveruna, gefur gleði og ferskleika. Gott dagsskipulag er mikilvægt svo og umhyggja og samvera nánustu í þeirri mynd sem ákjósanlegt er, jafnvel með rafrænum hætti. Andrúmsloft á heimili Hegðun foreldra og líðan þeirra hefur mikil áhrif á börn og ungmenni og andrúmsloftið á heimilinu. Því þurfum við að taka ábyrgð á eigin líðan og því sem við sköpum með nærveru okkar. Margir hafa tekið fram ,,nýjar“ – en þó kunnuglegar - leiðir til samveru og slökunar svo sem púsl, lita- og föndurbækur, bakstur og hannyrðir, meðan aðrir taka til í veiði- sauma-, eða smíðakassanum. Þetta geta verið skemmtileg samstarfsverkefni. Víða er vinnan komin heim og hugsanlega er hægt að tengja vinnuna við heimanám þannig að það séu ,,vinnu- og námslotur“ á heimilinu yfir daginn og svo hlé og samvera á milli. Látum börnin okkar finna að þau tilheyra kærleiksríkri fjölskyldu og ábyrgu samfélagi sem kemst í gegnum álag. Þegar samvera er mikil er ekki farsælt að láta litlu hlutina t.d. í umgengni ungmenna pirra sig um of. Rútína, dagleg útivera og hreyfing, hvíld, æðruleysi og samvera, en um leið svigrúm til persónulegs rýmis, eru þættir sem vert er að gefa gaum. Mikilvægt starf skólanna Stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla eiga hrós skilið fyrir að hafa unnið hörðum höndum að því að skipuleggja skólastarfið sem best á óvissutímum. Skólastarf með breyttu sniði hefur gengið vel í Garðabæ það sem af er og ber að þakka skólastjórnendum og starfsmönnum öllum sem hafa nálgast verkefnið á lausnamiðaðan og jákvæðan hátt. Á lausnamiðaðan hátt og með jákvæðni að leiðarljósi eru fundnar leiðir til mæta öryggi og hagsmunum barna og ungmenna, fjölskyldna og samfélagsins. Foreldrar og forráðamenn eru þó í lykilhlutverki varðandi vellíðan, festu og heimanám barna sinna nú sem áður. Verum til staðar fyrir börnin okkar Tölum við börnin okkar á jákvæðan og ábyrgan hátt um stöðuna og skólastarfið, öflum okkur upplýsinga ef við upplifum skort á þeim. Hægjum á okkur og einbeitum okkur að nánd og samveru, verum til staðar og sköpum börnum öryggistilfinningu. Þau upplifa líðan okkar sterkar en orð okkar, veljum að vera fyrirmyndir þannig að þau læri að efla með sér seiglu og úthald. Við vitum ekki hve lengi þessar breytingar vara og jafnvel er erfitt að segja fyrir um hvort frekari breytingar séu í farvatninu. Það sem við vitum þó er nauðsyn þess fyrir okkur hvert og eitt að styðja við eigin styrk og rósemd. Þannig sköpum við börnum okkar öryggi, betri aðstæður til umönnunar og auðveldum þeim að stunda námið. Persónulegur stöðugleiki Á óvissutímum hjálpar okkur að velja viðhorf og hugsanir sem skapa innra öryggi og persónulegan stöðugleika. Til dæmis felst vöxtur í því að taka meðvitaða ákvörðun um að efla með sér seiglu og styðja við aðra. Samkvæmt rannsóknum eru leiðir til að efla seiglu nokkrar, s.s. að hugsa til lengri tíma en taka þó einn dag fyrir í einu, leitast við að hafa ákveðna stjórn á eigin tilfinningum og hugsunum þannig að við veljum skynsemi og lausnamiðað hugarfar. Rútína skapar festu og styður við seiglu og vellíðan, þá er gott að setja á dagskrá það sem veitir ánægju en ögrar ekki örygginu. Hjálpumst að, verum skynsöm, ábyrg en bjartsýn. Tökum einn dag í einu og styðjum við börnin okkar með því að velja að efla eigin styrk og þrautseigju. Lóan er komin og sól hækkar á lofti. Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun