Sköpum öryggi og hlúum að börnum og ungmennum: Skólahald og tilvera með breyttu sniði Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 27. mars 2020 18:53 Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Þessa dagana erum við að mæta breyttri samfélagsgerð, dagsskipulagi, vinnulagi, fjölskyldu- og félagslífi. Það er krefjandi og getur skapað óöryggi, leiða, kvíða og einmannakennd. Á breytinga- og óvissutímum höfum við gjarnan þörf fyrir að skapa okkur öryggi í gegnum rútínu og festu, en um leið hæfilega tilbreytingu sem brýtur upp tilveruna, gefur gleði og ferskleika. Gott dagsskipulag er mikilvægt svo og umhyggja og samvera nánustu í þeirri mynd sem ákjósanlegt er, jafnvel með rafrænum hætti. Andrúmsloft á heimili Hegðun foreldra og líðan þeirra hefur mikil áhrif á börn og ungmenni og andrúmsloftið á heimilinu. Því þurfum við að taka ábyrgð á eigin líðan og því sem við sköpum með nærveru okkar. Margir hafa tekið fram ,,nýjar“ – en þó kunnuglegar - leiðir til samveru og slökunar svo sem púsl, lita- og föndurbækur, bakstur og hannyrðir, meðan aðrir taka til í veiði- sauma-, eða smíðakassanum. Þetta geta verið skemmtileg samstarfsverkefni. Víða er vinnan komin heim og hugsanlega er hægt að tengja vinnuna við heimanám þannig að það séu ,,vinnu- og námslotur“ á heimilinu yfir daginn og svo hlé og samvera á milli. Látum börnin okkar finna að þau tilheyra kærleiksríkri fjölskyldu og ábyrgu samfélagi sem kemst í gegnum álag. Þegar samvera er mikil er ekki farsælt að láta litlu hlutina t.d. í umgengni ungmenna pirra sig um of. Rútína, dagleg útivera og hreyfing, hvíld, æðruleysi og samvera, en um leið svigrúm til persónulegs rýmis, eru þættir sem vert er að gefa gaum. Mikilvægt starf skólanna Stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla eiga hrós skilið fyrir að hafa unnið hörðum höndum að því að skipuleggja skólastarfið sem best á óvissutímum. Skólastarf með breyttu sniði hefur gengið vel í Garðabæ það sem af er og ber að þakka skólastjórnendum og starfsmönnum öllum sem hafa nálgast verkefnið á lausnamiðaðan og jákvæðan hátt. Á lausnamiðaðan hátt og með jákvæðni að leiðarljósi eru fundnar leiðir til mæta öryggi og hagsmunum barna og ungmenna, fjölskyldna og samfélagsins. Foreldrar og forráðamenn eru þó í lykilhlutverki varðandi vellíðan, festu og heimanám barna sinna nú sem áður. Verum til staðar fyrir börnin okkar Tölum við börnin okkar á jákvæðan og ábyrgan hátt um stöðuna og skólastarfið, öflum okkur upplýsinga ef við upplifum skort á þeim. Hægjum á okkur og einbeitum okkur að nánd og samveru, verum til staðar og sköpum börnum öryggistilfinningu. Þau upplifa líðan okkar sterkar en orð okkar, veljum að vera fyrirmyndir þannig að þau læri að efla með sér seiglu og úthald. Við vitum ekki hve lengi þessar breytingar vara og jafnvel er erfitt að segja fyrir um hvort frekari breytingar séu í farvatninu. Það sem við vitum þó er nauðsyn þess fyrir okkur hvert og eitt að styðja við eigin styrk og rósemd. Þannig sköpum við börnum okkar öryggi, betri aðstæður til umönnunar og auðveldum þeim að stunda námið. Persónulegur stöðugleiki Á óvissutímum hjálpar okkur að velja viðhorf og hugsanir sem skapa innra öryggi og persónulegan stöðugleika. Til dæmis felst vöxtur í því að taka meðvitaða ákvörðun um að efla með sér seiglu og styðja við aðra. Samkvæmt rannsóknum eru leiðir til að efla seiglu nokkrar, s.s. að hugsa til lengri tíma en taka þó einn dag fyrir í einu, leitast við að hafa ákveðna stjórn á eigin tilfinningum og hugsunum þannig að við veljum skynsemi og lausnamiðað hugarfar. Rútína skapar festu og styður við seiglu og vellíðan, þá er gott að setja á dagskrá það sem veitir ánægju en ögrar ekki örygginu. Hjálpumst að, verum skynsöm, ábyrg en bjartsýn. Tökum einn dag í einu og styðjum við börnin okkar með því að velja að efla eigin styrk og þrautseigju. Lóan er komin og sól hækkar á lofti. Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Þessa dagana erum við að mæta breyttri samfélagsgerð, dagsskipulagi, vinnulagi, fjölskyldu- og félagslífi. Það er krefjandi og getur skapað óöryggi, leiða, kvíða og einmannakennd. Á breytinga- og óvissutímum höfum við gjarnan þörf fyrir að skapa okkur öryggi í gegnum rútínu og festu, en um leið hæfilega tilbreytingu sem brýtur upp tilveruna, gefur gleði og ferskleika. Gott dagsskipulag er mikilvægt svo og umhyggja og samvera nánustu í þeirri mynd sem ákjósanlegt er, jafnvel með rafrænum hætti. Andrúmsloft á heimili Hegðun foreldra og líðan þeirra hefur mikil áhrif á börn og ungmenni og andrúmsloftið á heimilinu. Því þurfum við að taka ábyrgð á eigin líðan og því sem við sköpum með nærveru okkar. Margir hafa tekið fram ,,nýjar“ – en þó kunnuglegar - leiðir til samveru og slökunar svo sem púsl, lita- og föndurbækur, bakstur og hannyrðir, meðan aðrir taka til í veiði- sauma-, eða smíðakassanum. Þetta geta verið skemmtileg samstarfsverkefni. Víða er vinnan komin heim og hugsanlega er hægt að tengja vinnuna við heimanám þannig að það séu ,,vinnu- og námslotur“ á heimilinu yfir daginn og svo hlé og samvera á milli. Látum börnin okkar finna að þau tilheyra kærleiksríkri fjölskyldu og ábyrgu samfélagi sem kemst í gegnum álag. Þegar samvera er mikil er ekki farsælt að láta litlu hlutina t.d. í umgengni ungmenna pirra sig um of. Rútína, dagleg útivera og hreyfing, hvíld, æðruleysi og samvera, en um leið svigrúm til persónulegs rýmis, eru þættir sem vert er að gefa gaum. Mikilvægt starf skólanna Stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla eiga hrós skilið fyrir að hafa unnið hörðum höndum að því að skipuleggja skólastarfið sem best á óvissutímum. Skólastarf með breyttu sniði hefur gengið vel í Garðabæ það sem af er og ber að þakka skólastjórnendum og starfsmönnum öllum sem hafa nálgast verkefnið á lausnamiðaðan og jákvæðan hátt. Á lausnamiðaðan hátt og með jákvæðni að leiðarljósi eru fundnar leiðir til mæta öryggi og hagsmunum barna og ungmenna, fjölskyldna og samfélagsins. Foreldrar og forráðamenn eru þó í lykilhlutverki varðandi vellíðan, festu og heimanám barna sinna nú sem áður. Verum til staðar fyrir börnin okkar Tölum við börnin okkar á jákvæðan og ábyrgan hátt um stöðuna og skólastarfið, öflum okkur upplýsinga ef við upplifum skort á þeim. Hægjum á okkur og einbeitum okkur að nánd og samveru, verum til staðar og sköpum börnum öryggistilfinningu. Þau upplifa líðan okkar sterkar en orð okkar, veljum að vera fyrirmyndir þannig að þau læri að efla með sér seiglu og úthald. Við vitum ekki hve lengi þessar breytingar vara og jafnvel er erfitt að segja fyrir um hvort frekari breytingar séu í farvatninu. Það sem við vitum þó er nauðsyn þess fyrir okkur hvert og eitt að styðja við eigin styrk og rósemd. Þannig sköpum við börnum okkar öryggi, betri aðstæður til umönnunar og auðveldum þeim að stunda námið. Persónulegur stöðugleiki Á óvissutímum hjálpar okkur að velja viðhorf og hugsanir sem skapa innra öryggi og persónulegan stöðugleika. Til dæmis felst vöxtur í því að taka meðvitaða ákvörðun um að efla með sér seiglu og styðja við aðra. Samkvæmt rannsóknum eru leiðir til að efla seiglu nokkrar, s.s. að hugsa til lengri tíma en taka þó einn dag fyrir í einu, leitast við að hafa ákveðna stjórn á eigin tilfinningum og hugsunum þannig að við veljum skynsemi og lausnamiðað hugarfar. Rútína skapar festu og styður við seiglu og vellíðan, þá er gott að setja á dagskrá það sem veitir ánægju en ögrar ekki örygginu. Hjálpumst að, verum skynsöm, ábyrg en bjartsýn. Tökum einn dag í einu og styðjum við börnin okkar með því að velja að efla eigin styrk og þrautseigju. Lóan er komin og sól hækkar á lofti. Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun