Einar tekur við norsku liði: „Markmiðið að komast í úrvalsdeildina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2020 16:09 Einar þjálfar í Noregi næstu þrjú árin. vísir/daníel Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska C-deildarliðið Bergsøy. „Þetta er mjög spennandi,“ sagði Einar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Þeir hafa mikinn metnað að komast hærra og það býr mikið í liðinu og félaginu. Það stendur vel fjárhagslega. Markmiðið er að komast upp í 1. deildina og svo úrvalsdeildina ef allt gengur að óskum. Við lítum á þetta sem þriggja ára verkefni.“ Í vetur hefur Einar þjálfað H71 í Færeyjum með afar góðum árangri. Þar áður var hann þjálfari karlaliðs Gróttu. Einar þekkir ágætlega til í Noregi en hann þjálfaði kvennalið Molde á árunum 2013-15 og kom liðinu upp um tvær deildir. Einar hefur einnig þjálfað karla- og kvennalið Fram og karlalið Stjörnunnar. Hann gerði karlalið Fram að Íslandsmeisturum 2013 og kvennaliðið að bikarmeisturum 2010 og 2011. Einar segir að það komi til greina að fá íslenska eða færeyska leikmenn til Bergsøy. „Það gæti alveg gerst. Við erum að velta leikmannamálunum fyrir okkur. Leikmannahópurinn er góður fyrir en við erum bæði að skoða Íslendinga og Færeyinga,“ sagði Einar sem segist hlakka til starfa aftur í Noregi. „Mér leið mjög vel í Noregi þegar ég var þar síðast. Þetta verkefni er ekkert ósvipað. Ég tók við kvennaliði Molde á sama stað og þetta lið er á. Ég hef mikla trú á þessu. Noregur er á gríðarlega mikilli uppleið í handboltanum eins og allir vita. Svo eru vonandi ákveðnir möguleikar í framhaldinu. Þetta er miklu stærri en hér heima.“ Viðtalið við Einar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Einar fer til Noregs Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Norski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska C-deildarliðið Bergsøy. „Þetta er mjög spennandi,“ sagði Einar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Þeir hafa mikinn metnað að komast hærra og það býr mikið í liðinu og félaginu. Það stendur vel fjárhagslega. Markmiðið er að komast upp í 1. deildina og svo úrvalsdeildina ef allt gengur að óskum. Við lítum á þetta sem þriggja ára verkefni.“ Í vetur hefur Einar þjálfað H71 í Færeyjum með afar góðum árangri. Þar áður var hann þjálfari karlaliðs Gróttu. Einar þekkir ágætlega til í Noregi en hann þjálfaði kvennalið Molde á árunum 2013-15 og kom liðinu upp um tvær deildir. Einar hefur einnig þjálfað karla- og kvennalið Fram og karlalið Stjörnunnar. Hann gerði karlalið Fram að Íslandsmeisturum 2013 og kvennaliðið að bikarmeisturum 2010 og 2011. Einar segir að það komi til greina að fá íslenska eða færeyska leikmenn til Bergsøy. „Það gæti alveg gerst. Við erum að velta leikmannamálunum fyrir okkur. Leikmannahópurinn er góður fyrir en við erum bæði að skoða Íslendinga og Færeyinga,“ sagði Einar sem segist hlakka til starfa aftur í Noregi. „Mér leið mjög vel í Noregi þegar ég var þar síðast. Þetta verkefni er ekkert ósvipað. Ég tók við kvennaliði Molde á sama stað og þetta lið er á. Ég hef mikla trú á þessu. Noregur er á gríðarlega mikilli uppleið í handboltanum eins og allir vita. Svo eru vonandi ákveðnir möguleikar í framhaldinu. Þetta er miklu stærri en hér heima.“ Viðtalið við Einar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Einar fer til Noregs Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Norski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira