Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 11:57 Íbúar í Yichang í Hubei-héraði bíða í röðum eftir að kaupa lestarmiða. Áttatíu járnbrautarstöðvar opnuðu aftur fyrir ferðir innan héraðsins í gær eftir tveggja mánaða lokun vegna faraldursins. Ferðalög út úr héraðinu verða leyfð aftur 8. apríl. Vísir/EPA Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. Byrjað er að opna fyrirtæki sem hafa verið lokuð í tvo mánuði vegna útgöngu- og samgöngubanns sem var komið á í Hubei-héraði í Kína vegna faraldursins í vetur. Enn eru þó verulegar takmarkanir í gildi. Grein sem birtist í læknaritinu Lancet bendir til þess að ef útgöngubannið yrði framlengt í Wuhan fram í apríl væri hægt að seinka mögulegri seinni bylgju kórónuveirusmita þangað til seinna á árinu. Þannig væri hægt að kaupa heilbrigðiskerfinu tíma til að jafna sig á álaginu og undirbúa sig fyrir næstu bylgju. Það gæti mögulega bjargað mannslífum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Borgin verður núna að fara virkilega varlega í að forðast að aflétta félagslegri forðun of snemma vegna þess að það gæti leitt til þess að annar toppur í tilfellum komi fyrr,“ segir Kiesha Prem, sérfræðingur við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í Lundúnum (LSHTM) sem er einn höfunda greinarinnar. Rannsókn Prem og félaga hennar byggðist á niðurstöðum spálíkana um hvaða áhrif það hefði að framlengja eða slaka á lokunum skóla og vinnustaða í Wuhan. Verði takmörkunum aflétt nú gæti seinni bylgja smita átt sér stað seint í ágúst. Verði aðgerðirnar framlengdar fram í apríl væri líklega hægt að seinka því þangað til í október. Félagsleg forðun virkar Yang Liu, annar sérfræðingur LSHTM sem vann að rannsókninni, segir að ekki sé hægt að færa niðurstöðurnar fyrir Wuhan beint yfir á önnur lönd. Það sé þó víst að aðgerðir til að takmarka samneyti fólks skili árangri alls staðar. Fara verði varlega í að slaka á slíkum aðgerðum. „Ef þessar bylgjur koma of fljótt gæti það þyrmt yfir heilbrigðiskerfin,“ segir Yang. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur enda varað við því að ríki aflétti takmörkunum eins og samkomubönnum sem eiga að hefta útbreiðslu faraldursins. „Það síðasta sem nokkuð ríki þarf á að halda er að opna skóla og fyrirtæki en þurfa svo að loka þeim aftur vegna þess að þetta kemur upp aftur,“ segir Tedros Ghabreyesus, forstjóri WHO. Engu að síður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst hugmyndum sínum um að slaka á tilmælum til fólks þar um páskana, þvert á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga. WHO hefur varað við því að Bandaríkin gætu orðið næsti miðpunktur faraldursins vegna þess hversu hratt smituðum fjölgar þar nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. Byrjað er að opna fyrirtæki sem hafa verið lokuð í tvo mánuði vegna útgöngu- og samgöngubanns sem var komið á í Hubei-héraði í Kína vegna faraldursins í vetur. Enn eru þó verulegar takmarkanir í gildi. Grein sem birtist í læknaritinu Lancet bendir til þess að ef útgöngubannið yrði framlengt í Wuhan fram í apríl væri hægt að seinka mögulegri seinni bylgju kórónuveirusmita þangað til seinna á árinu. Þannig væri hægt að kaupa heilbrigðiskerfinu tíma til að jafna sig á álaginu og undirbúa sig fyrir næstu bylgju. Það gæti mögulega bjargað mannslífum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Borgin verður núna að fara virkilega varlega í að forðast að aflétta félagslegri forðun of snemma vegna þess að það gæti leitt til þess að annar toppur í tilfellum komi fyrr,“ segir Kiesha Prem, sérfræðingur við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í Lundúnum (LSHTM) sem er einn höfunda greinarinnar. Rannsókn Prem og félaga hennar byggðist á niðurstöðum spálíkana um hvaða áhrif það hefði að framlengja eða slaka á lokunum skóla og vinnustaða í Wuhan. Verði takmörkunum aflétt nú gæti seinni bylgja smita átt sér stað seint í ágúst. Verði aðgerðirnar framlengdar fram í apríl væri líklega hægt að seinka því þangað til í október. Félagsleg forðun virkar Yang Liu, annar sérfræðingur LSHTM sem vann að rannsókninni, segir að ekki sé hægt að færa niðurstöðurnar fyrir Wuhan beint yfir á önnur lönd. Það sé þó víst að aðgerðir til að takmarka samneyti fólks skili árangri alls staðar. Fara verði varlega í að slaka á slíkum aðgerðum. „Ef þessar bylgjur koma of fljótt gæti það þyrmt yfir heilbrigðiskerfin,“ segir Yang. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur enda varað við því að ríki aflétti takmörkunum eins og samkomubönnum sem eiga að hefta útbreiðslu faraldursins. „Það síðasta sem nokkuð ríki þarf á að halda er að opna skóla og fyrirtæki en þurfa svo að loka þeim aftur vegna þess að þetta kemur upp aftur,“ segir Tedros Ghabreyesus, forstjóri WHO. Engu að síður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst hugmyndum sínum um að slaka á tilmælum til fólks þar um páskana, þvert á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga. WHO hefur varað við því að Bandaríkin gætu orðið næsti miðpunktur faraldursins vegna þess hversu hratt smituðum fjölgar þar nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22