Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2020 18:43 Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. Með því hefur Spánn tekið fram úr Kína varðandi fjölda látinna, þar sem opinberar tölur segja að 3.285 hafi dáið. Það ríki sem er hvað verst statt er Ítalía, þar sem tala látinna er 6.820. Á heimsvísu er búið að staðfesta um 450 þúsund smit og hafa rúmlega 20 þúsund látið lífið. Rúmlega 110 þúsund manns hafa smitast og náð sér, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC mun ríkisstjórn Spánar falast eftir því í kvöld að þingmenn framlengi neyðarástandsyfirlýsingu um tvær vikur. Samkvæmt neyðaraðgerðum á Spáni hefur fólki verið meinað að yfirgefa heimili sín, nema til að versla nauðsynjar eða fara til vinnu. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika og er hún með Covid-19. Kórónuveiran hefur komið verulega niður á heilbrigðisstarfsfólki á heimsvísu en hvergi verr en á Ítalíu og Spáni. Þar hefur verið skortur á hlífðarbúnaði um margra vikna skeið. Á spáni hafa um 6.500 heilbrigðisstarfsmenn smitast og samsvarar það 13,6 prósentum allra tilfella í landinu. Minnst þrír heilbrigðisstarfsmenn hafa dáið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Við erum að hruni komin. Við þurfum meira fólk,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Lidia Perera. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir þremur mánuðum að við yrðum að vinna við þessar kringumstæður á Spáni, hefði ég ekki trúað þér.“ Á Ítalíu er heilbrigðisstarfsfólk um tíu prósent allra smitaðra munu minnst 19 hafa dáið. Hjúkrunarfræðingar og læknar hafa grátbeðið ríkisstjórn landsins um fleiri grímur, hanska og gleraugu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Kína Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. Með því hefur Spánn tekið fram úr Kína varðandi fjölda látinna, þar sem opinberar tölur segja að 3.285 hafi dáið. Það ríki sem er hvað verst statt er Ítalía, þar sem tala látinna er 6.820. Á heimsvísu er búið að staðfesta um 450 þúsund smit og hafa rúmlega 20 þúsund látið lífið. Rúmlega 110 þúsund manns hafa smitast og náð sér, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC mun ríkisstjórn Spánar falast eftir því í kvöld að þingmenn framlengi neyðarástandsyfirlýsingu um tvær vikur. Samkvæmt neyðaraðgerðum á Spáni hefur fólki verið meinað að yfirgefa heimili sín, nema til að versla nauðsynjar eða fara til vinnu. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika og er hún með Covid-19. Kórónuveiran hefur komið verulega niður á heilbrigðisstarfsfólki á heimsvísu en hvergi verr en á Ítalíu og Spáni. Þar hefur verið skortur á hlífðarbúnaði um margra vikna skeið. Á spáni hafa um 6.500 heilbrigðisstarfsmenn smitast og samsvarar það 13,6 prósentum allra tilfella í landinu. Minnst þrír heilbrigðisstarfsmenn hafa dáið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Við erum að hruni komin. Við þurfum meira fólk,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Lidia Perera. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir þremur mánuðum að við yrðum að vinna við þessar kringumstæður á Spáni, hefði ég ekki trúað þér.“ Á Ítalíu er heilbrigðisstarfsfólk um tíu prósent allra smitaðra munu minnst 19 hafa dáið. Hjúkrunarfræðingar og læknar hafa grátbeðið ríkisstjórn landsins um fleiri grímur, hanska og gleraugu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Kína Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira