Bakveikir og verkjaðir verða bara að bíta á jaxlinn Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2020 14:18 Sjúkraþjálfarar eru nú að loka stofum sínum um land allt. Aðeins er hægt að sinna bráðatilfellum. visir/jakob Þúsundir manna sem njóta þjónustu sjúkraþjálfara verða nú að finna út úr þessu með sína verki og stoðkerfisvanda sjálfir. Um 650 sjúkraþjálfarar starfa á landinu öllu veita ómetanlega þjónustu. Þjóðin er að eldast og á við margvíslegan lífstílstengdan vanda að etja. En sjúkraþjálfarar hafa nú flestir lagt niður störf vegna kórónuveirunnar. Nema, þeir sinna takmarkaðri neyðarþjónustu en hvað þýðir það? Hvar á að setja línuna? Hér eru augljóslega grá svæði. „Þú ert ekki einn um það að vera spurningarmerki með þetta. Langt frá því að vera einfalt mál,“ segir Unnur Pétursdóttir formaður Félags sjúkraþjálfara í samtali við Vísi. Loðin tilmæli frá landlækni Í ljósi samkomubanns og almennra tilmæla sem sóttvarnarlæknir hefur gefið út með það fyrir augum að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar er sjúkraþjálfurum nokkur vandi á höndum. Sundstöðum og líkamsræktarstöðvum hefur til að mynda verið lokað. Í skjali sem gefið var út um síðustu helgi segir að sjúkraþjálfun sé mikilvæg vegna endurhæfingar og sé í slíkum tilvikum heimil með skilyrðum um öflugar sóttvarnarráðstafanir. „Þetta þótti okkur sjúkraþjálfurum fullloðið,“ segir Unnur og bendir á að þeir telja allt sem þeir gera mikilvægt. Annars væru þeir ekki að standa í því. Unnur Pétursdóttir formaður Félags sjúkraþjálfara segir þetta skrýtna tíma. En, þetta er klemma og svo virðist sem sjúkraþjálfarar og skjólstæðingar þurfi að einhverju leyti að meta þetta. Í þeirri jöfnu skiptir öllu hversu lengi þetta árstand varir. Snúnir tímar fyrir alla. „Við báðum um nánari skýringar. Embætti landlæknis er á hliðinni. Við áttum okkur á því að þau hafa ekki svigrúm til að fara út í smáatriði, en þá var það gefið út að ef viðkomandi getur beðið í nokkrar vikur án þess að bíða varanlegan skaða af, þá á hann að bíða.“ Öflugar sóttvarnir Tilkynning hefur verið gefin út á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara vegna hertra aðgerða gegn Covid-19 faraldri. Þar segir meðal annars að sjúkraþjálfun sem sé mikilvæg vegna endurhæfingar er heimil með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir. Þá segir að aldrei skuli vera fleiri en 20 manns í sama rými, gætt skuli að 2 metra fjarlægð milli fólks en einnig er sagt að „takmörkunin gildir ekki um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem ekki getur beðið”. Fátt er á stofum sjúkraþjálfara nú um stundir. Fjölmargar stofur hafa lokað og aðeins er tekið á móti bráðatilfellum. Þetta þýðir bakslag fyrir marga sem hafa með aðstoð sjúkraþjálfara verið að vinna að meinum sínum.visir/jakob Sjúkraþjálfarar hafa óskað eftir nánari skýringu á því hvað þetta þýðir. „Margir geta ekki beðið og við erum að reyna að tryggja það að þeir fái þjónustu og þá að ýtrustu sóttvarna sé gætt. Það er alveg ljóst að þeir eru misjafnir kúnnahóparnir á stofunum,“ segir Unnur. Glufa fyrir þá sem geta ekki beðið Í vikunni hafa sumar stofurnar hreinlega ákveðið að loka en margar hafa ákveðið að reyna að halda opinni einhverri þjónustu fyrir þá hópa einmitt sem ekki geta beðið, en skipta þá á milli sín dögum þannig að sem fæstir séu á staðnum, takmarkaðan opnunartíma, hver stofa þarf að meta það eftir því hverjir kúnnarnir eru sem þeir eru mest að þjónusta. „Engum blöðum er um það að fletta að margir munu verða fyrir miklu áhrifum; fatlaðir, langveikir, aldraðir sem eru fljótir að tapa færni ef hlé verður á þjálfun. Fötluð börn. En við erum að vona að þau áhrif verða sem minnst og það fólk fljótt á stjá þegar það nýtur þjónustu á ný. En það fer vitaskuld eftir því hversu langt þetta tímabil verður,“ segir Unnur. Á heimasíðu félagsins má finna upplýsingar um það hvert fólk getur leitað ef það þarf bráðaþjónustu sjúkraþjálfara og þá er verið að horfa til fólks sem hefur farið í liðskiptaaðgerð, fólk að losna úr gifsi, fólk sem ekki má bíða í margar vikur eftir meðhöndlun sjúkraþjálfara. Skrýtnir tímar „Þetta er skrýtnir tímar,“ segir Unnur en nú er unnið að því baki brotnu innan vébanda félagsins að fá leyfi til að stunda fjarsjúkraþjálfun. „Slíkt hefur aldrei verið inni í greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. En við erum að reyna að fá það í gegn í ljósi aðstæðna,“ segir Unnur en slíkt fyrirkomulag hefur þegar verið leyft í Danmörku sem og Noregi. Jakob Már Gunnarsson sjúkraþjálfari á Stjá afgreiddi sinn síðasta sjúkling í dag. Í bili. Stjá hefur lokað meðan sóttin gengur yfir. Jakob er einn af fjölmörgum sjúkraþjálfurum sem hefur vegna ástandsins neyðst til að gera hlé á störfum sínum.Visir/Jakob „Við vonum að yfirvöld gefi grænt ljós á það til að við getum verið með eftirfylgni til okkar skjólstæðinga. Eftirfylgni við þeirri meðferð sem hefur verið í gangi, fræðslu og hvatningu.“ Já, skrítnir tímar segir Unnur og það er rétt. Nú ætti að vera farið að vora en þjóðin er að leggjast í híði. Eins og áður sagði eru starfandi um sjúkraþjálfarar á landinu öllu um 650. Sá hópur skiptist gróflega í tvennt, þeir sem starfa á spítölum endurhæfingastofnunum og öldrunarheimilum en svo er það hinn helmingurinn sem starfar á einkastofum út um allt land. Unnur segir ánægjulegt að sjá hversu mjög eftirspurn eftir sjúkraþjálfurum hefur aukist. Heilsugæslan er í miklum mæli að kalla eftir þekkingu sjúkraþjálfara, stoðtækjafyrirtæki og íþróttafélög… „Starfsvettvangurinn víkkar og víkkar og enn hefur ekki sést atvinnulaus sjúkraþjálfari á okkar skrám. Reyndar sárvantar sjúkraþjálfara. Heilbrigðiskerfið og almenningur að vakan upp til vitundar um hvers megnuð þessi stétt er,“ segir Unnur. Frumgriðungsgall og hrossamergur Þá er að vita hvort gömul húsráð dugi? Á Stjá Sjúkraþjálfun í Hátúni kennir ýmissa grasa. Þar á vegg má meðal annars sjá innrammaðan kafla úr Íslenzkum þjóðháttum eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Þar er meðal annars fjallað um bakverk og veitt ráð við slíkum kvillum. Tilvitnun hefst: Kafla úr Íslenzkum þjóðháttum eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. „Volg kúamykja var góð, ef hún var lögð við, sömuleiðis geitatað; bera kaplamjólk á bakið á hverjum föstudegi kvölds og morgna, en aðrar bækur segja, að sjúklingur eigi að skríða á fjórum fótum inn undir kviðinn á einlitri meri með hestfolaldi, og skal mjólka hana ofan á bert bak honum. Eitt var að taka band og leggja yfir um bak á líki, áður en því var sökkt í gröfina, og binda svo bandið yfir um sig. Þá má og smyrja með frumgriðungsgalli og hrossamerg, eða brenna hundhöfuð til ösku og bera á bakið. Gall úr þrevetrum griðungi kvað og vera gott. Gott er og að leggja arnarkló við bakið, hægri kló hægra megin og vinstri kló vindstra megin, eftir því hvoru megin verkurinn er; eða leggja álsroð við bakið, sumir segja roð af bjartál, snúa holdrosunni að og láta sitja 9 eða 11 nætur. Bezta ráðið er að gera band úr hári af „óspjallaðri persónu eða vandaðri manneskju“ og bera það á bakið; annað ráð er að taka óspillta jómfrú og leggja hana eða binda við bakið; „það bætir vel“. Líklega gæti orðið snúið að taka þessi ráð í gagnið á Íslandi dagsins í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsa Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Þúsundir manna sem njóta þjónustu sjúkraþjálfara verða nú að finna út úr þessu með sína verki og stoðkerfisvanda sjálfir. Um 650 sjúkraþjálfarar starfa á landinu öllu veita ómetanlega þjónustu. Þjóðin er að eldast og á við margvíslegan lífstílstengdan vanda að etja. En sjúkraþjálfarar hafa nú flestir lagt niður störf vegna kórónuveirunnar. Nema, þeir sinna takmarkaðri neyðarþjónustu en hvað þýðir það? Hvar á að setja línuna? Hér eru augljóslega grá svæði. „Þú ert ekki einn um það að vera spurningarmerki með þetta. Langt frá því að vera einfalt mál,“ segir Unnur Pétursdóttir formaður Félags sjúkraþjálfara í samtali við Vísi. Loðin tilmæli frá landlækni Í ljósi samkomubanns og almennra tilmæla sem sóttvarnarlæknir hefur gefið út með það fyrir augum að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar er sjúkraþjálfurum nokkur vandi á höndum. Sundstöðum og líkamsræktarstöðvum hefur til að mynda verið lokað. Í skjali sem gefið var út um síðustu helgi segir að sjúkraþjálfun sé mikilvæg vegna endurhæfingar og sé í slíkum tilvikum heimil með skilyrðum um öflugar sóttvarnarráðstafanir. „Þetta þótti okkur sjúkraþjálfurum fullloðið,“ segir Unnur og bendir á að þeir telja allt sem þeir gera mikilvægt. Annars væru þeir ekki að standa í því. Unnur Pétursdóttir formaður Félags sjúkraþjálfara segir þetta skrýtna tíma. En, þetta er klemma og svo virðist sem sjúkraþjálfarar og skjólstæðingar þurfi að einhverju leyti að meta þetta. Í þeirri jöfnu skiptir öllu hversu lengi þetta árstand varir. Snúnir tímar fyrir alla. „Við báðum um nánari skýringar. Embætti landlæknis er á hliðinni. Við áttum okkur á því að þau hafa ekki svigrúm til að fara út í smáatriði, en þá var það gefið út að ef viðkomandi getur beðið í nokkrar vikur án þess að bíða varanlegan skaða af, þá á hann að bíða.“ Öflugar sóttvarnir Tilkynning hefur verið gefin út á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara vegna hertra aðgerða gegn Covid-19 faraldri. Þar segir meðal annars að sjúkraþjálfun sem sé mikilvæg vegna endurhæfingar er heimil með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir. Þá segir að aldrei skuli vera fleiri en 20 manns í sama rými, gætt skuli að 2 metra fjarlægð milli fólks en einnig er sagt að „takmörkunin gildir ekki um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem ekki getur beðið”. Fátt er á stofum sjúkraþjálfara nú um stundir. Fjölmargar stofur hafa lokað og aðeins er tekið á móti bráðatilfellum. Þetta þýðir bakslag fyrir marga sem hafa með aðstoð sjúkraþjálfara verið að vinna að meinum sínum.visir/jakob Sjúkraþjálfarar hafa óskað eftir nánari skýringu á því hvað þetta þýðir. „Margir geta ekki beðið og við erum að reyna að tryggja það að þeir fái þjónustu og þá að ýtrustu sóttvarna sé gætt. Það er alveg ljóst að þeir eru misjafnir kúnnahóparnir á stofunum,“ segir Unnur. Glufa fyrir þá sem geta ekki beðið Í vikunni hafa sumar stofurnar hreinlega ákveðið að loka en margar hafa ákveðið að reyna að halda opinni einhverri þjónustu fyrir þá hópa einmitt sem ekki geta beðið, en skipta þá á milli sín dögum þannig að sem fæstir séu á staðnum, takmarkaðan opnunartíma, hver stofa þarf að meta það eftir því hverjir kúnnarnir eru sem þeir eru mest að þjónusta. „Engum blöðum er um það að fletta að margir munu verða fyrir miklu áhrifum; fatlaðir, langveikir, aldraðir sem eru fljótir að tapa færni ef hlé verður á þjálfun. Fötluð börn. En við erum að vona að þau áhrif verða sem minnst og það fólk fljótt á stjá þegar það nýtur þjónustu á ný. En það fer vitaskuld eftir því hversu langt þetta tímabil verður,“ segir Unnur. Á heimasíðu félagsins má finna upplýsingar um það hvert fólk getur leitað ef það þarf bráðaþjónustu sjúkraþjálfara og þá er verið að horfa til fólks sem hefur farið í liðskiptaaðgerð, fólk að losna úr gifsi, fólk sem ekki má bíða í margar vikur eftir meðhöndlun sjúkraþjálfara. Skrýtnir tímar „Þetta er skrýtnir tímar,“ segir Unnur en nú er unnið að því baki brotnu innan vébanda félagsins að fá leyfi til að stunda fjarsjúkraþjálfun. „Slíkt hefur aldrei verið inni í greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. En við erum að reyna að fá það í gegn í ljósi aðstæðna,“ segir Unnur en slíkt fyrirkomulag hefur þegar verið leyft í Danmörku sem og Noregi. Jakob Már Gunnarsson sjúkraþjálfari á Stjá afgreiddi sinn síðasta sjúkling í dag. Í bili. Stjá hefur lokað meðan sóttin gengur yfir. Jakob er einn af fjölmörgum sjúkraþjálfurum sem hefur vegna ástandsins neyðst til að gera hlé á störfum sínum.Visir/Jakob „Við vonum að yfirvöld gefi grænt ljós á það til að við getum verið með eftirfylgni til okkar skjólstæðinga. Eftirfylgni við þeirri meðferð sem hefur verið í gangi, fræðslu og hvatningu.“ Já, skrítnir tímar segir Unnur og það er rétt. Nú ætti að vera farið að vora en þjóðin er að leggjast í híði. Eins og áður sagði eru starfandi um sjúkraþjálfarar á landinu öllu um 650. Sá hópur skiptist gróflega í tvennt, þeir sem starfa á spítölum endurhæfingastofnunum og öldrunarheimilum en svo er það hinn helmingurinn sem starfar á einkastofum út um allt land. Unnur segir ánægjulegt að sjá hversu mjög eftirspurn eftir sjúkraþjálfurum hefur aukist. Heilsugæslan er í miklum mæli að kalla eftir þekkingu sjúkraþjálfara, stoðtækjafyrirtæki og íþróttafélög… „Starfsvettvangurinn víkkar og víkkar og enn hefur ekki sést atvinnulaus sjúkraþjálfari á okkar skrám. Reyndar sárvantar sjúkraþjálfara. Heilbrigðiskerfið og almenningur að vakan upp til vitundar um hvers megnuð þessi stétt er,“ segir Unnur. Frumgriðungsgall og hrossamergur Þá er að vita hvort gömul húsráð dugi? Á Stjá Sjúkraþjálfun í Hátúni kennir ýmissa grasa. Þar á vegg má meðal annars sjá innrammaðan kafla úr Íslenzkum þjóðháttum eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Þar er meðal annars fjallað um bakverk og veitt ráð við slíkum kvillum. Tilvitnun hefst: Kafla úr Íslenzkum þjóðháttum eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. „Volg kúamykja var góð, ef hún var lögð við, sömuleiðis geitatað; bera kaplamjólk á bakið á hverjum föstudegi kvölds og morgna, en aðrar bækur segja, að sjúklingur eigi að skríða á fjórum fótum inn undir kviðinn á einlitri meri með hestfolaldi, og skal mjólka hana ofan á bert bak honum. Eitt var að taka band og leggja yfir um bak á líki, áður en því var sökkt í gröfina, og binda svo bandið yfir um sig. Þá má og smyrja með frumgriðungsgalli og hrossamerg, eða brenna hundhöfuð til ösku og bera á bakið. Gall úr þrevetrum griðungi kvað og vera gott. Gott er og að leggja arnarkló við bakið, hægri kló hægra megin og vinstri kló vindstra megin, eftir því hvoru megin verkurinn er; eða leggja álsroð við bakið, sumir segja roð af bjartál, snúa holdrosunni að og láta sitja 9 eða 11 nætur. Bezta ráðið er að gera band úr hári af „óspjallaðri persónu eða vandaðri manneskju“ og bera það á bakið; annað ráð er að taka óspillta jómfrú og leggja hana eða binda við bakið; „það bætir vel“. Líklega gæti orðið snúið að taka þessi ráð í gagnið á Íslandi dagsins í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsa Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira