Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 10:42 Jamal Khashoggi var gagnrýninn á stjórnvöld í Sádi-Arabíu. Hann var myrtur á ræðisskrifstofu landsins í Istanbúl í október árið 2018. Vísir/Getty Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. Átján sádi-arabískir ríkisborgarar eru ákærðir fyrir morð að yfirlögðu ráði og tveir fyrir að „hvetja til“ morðs, að sögn DHA-frétastofunnar tyrknesku. Frekari upplýsingar um ákærurnar liggja ekki fyrir. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann bjó í Bandaríkjunum í sjálfskipaðri útlegð og skrifaði pistla fyrir Washington Post sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandi hans. Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður þegar hann leitaði til ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl til að sækja skjöl svo að hann gæti gift sig í október árið 2018. Lík hans hefur aldrei fundist. Sjá einnig: Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Stjórnvöld í Sádi-Arabíu þóttust lengi framan af ekki vita um afdrif Khashoggi en viðurkenndu um síðir að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Hluti af fimmtán manna teymi sem var sent til Istanbúl var dregið fyrir dóm í Sádi-Arabíu vegna dauða Khashoggi. Saksóknarar þar fullyrtu að morðið hefði verið að þeirra eigin frumkvæði. Fimm þeirra sem voru ákærðir voru dæmdir til dauða í desember. Niðurstöður rannsakanda Sameinuðu þjóðanna benda til þess að í teyminu hafi verið réttarmeinafræðingur, leyniþjónustumenn, liðsmenn öryggissveita og einstaklingar sem unnu fyrir skrifstofu Salman krónprins. Morðið á Khashoggi hafi verið aftaka „utan dóms og laga“. Morðið á Khashoggi Tyrkland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Handteknir prinsar sagðir hafa skipulagt valdarán Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. 7. mars 2020 20:23 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. Átján sádi-arabískir ríkisborgarar eru ákærðir fyrir morð að yfirlögðu ráði og tveir fyrir að „hvetja til“ morðs, að sögn DHA-frétastofunnar tyrknesku. Frekari upplýsingar um ákærurnar liggja ekki fyrir. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann bjó í Bandaríkjunum í sjálfskipaðri útlegð og skrifaði pistla fyrir Washington Post sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandi hans. Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður þegar hann leitaði til ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl til að sækja skjöl svo að hann gæti gift sig í október árið 2018. Lík hans hefur aldrei fundist. Sjá einnig: Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Stjórnvöld í Sádi-Arabíu þóttust lengi framan af ekki vita um afdrif Khashoggi en viðurkenndu um síðir að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Hluti af fimmtán manna teymi sem var sent til Istanbúl var dregið fyrir dóm í Sádi-Arabíu vegna dauða Khashoggi. Saksóknarar þar fullyrtu að morðið hefði verið að þeirra eigin frumkvæði. Fimm þeirra sem voru ákærðir voru dæmdir til dauða í desember. Niðurstöður rannsakanda Sameinuðu þjóðanna benda til þess að í teyminu hafi verið réttarmeinafræðingur, leyniþjónustumenn, liðsmenn öryggissveita og einstaklingar sem unnu fyrir skrifstofu Salman krónprins. Morðið á Khashoggi hafi verið aftaka „utan dóms og laga“.
Morðið á Khashoggi Tyrkland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Handteknir prinsar sagðir hafa skipulagt valdarán Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. 7. mars 2020 20:23 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Handteknir prinsar sagðir hafa skipulagt valdarán Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. 7. mars 2020 20:23