Stormur í vatnsglasi en lækka um sjö prósent í launum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 22:00 Mágarnir töluðu frá suður Svíþjóð í dag þar sem fer vel um þá á þessum erfiðu tímum en unnusta Ólafs er systir Bjarna. vísir/skjáskot Sænska handboltaliðið Kristianstad komst í fréttirnar á dögunum er liðið virtist ætla að lækka alla leikmenn liðsins verulega í launum vegna kórónuveirunnar enda er ekkert spilað í sænska handboltanum um þessar mundir. Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður, leikur með liðinu en hann segir að fréttin hafi verið stormur í vatnsglasi en Ólafur var í viðtali í Sportið í dag. „Það kom grein í blaðinu hér í Svíþjóð sem var stormur í vatnsglasi. Þetta var ekki alveg jafn hræðilegt og það leit út fyrir að vera. Formaðurinn fór í viðtal og sagði að búið væri að setja starfsmenn á þessi neyðarúrlög,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Hann var að meina að hann væri búinn að setja fólkið á skrifstofunni og alla þá sem vinna í kringum félagið á þessi laun. Þau minnkuðu vinnuna niður í 40% og þá var ekki búið að ganga frá samningum við leikmannasamtökin að leikmenn færu á þessa samninga.“ „Þeir létu það líta fyrir það að við værum komnir á þessa samninga sem var ekki raunin. Allt saman einn misskilningur og það er búið að ná þessum samningi núna. Hann hefur tekið gildi bæði í handbolta og fótbolta þar sem launin eru aðeins dregin niður.“ „Leikmennirnir lækka í launum um sjö prósent en klúbbarnir eru að spara sér næstum því meira en helming. Það er góð lausn fyrir báða aðila.“ Hann segir að lausnin hafi verið afar góð að endingu, því mörg félög eiga í miklum erfiðleikum. „Við eigum þannig séð að vinna 40% vinnu og ríkið tekur þá þessi 60% á móti. Leikmenn enduðu í mesta lagi með sjö prósent launalækkun. Í þessari stöðu er þetta bara frábær lausn því það eru klúbbar hérna sem eru að ströggla gríðarlega og myndu ekki lifa af ef það væri ekki fyrir þessa hjálp.“ Bjarni Mark Duffield, sem leikur með Brage í sænsku B-deildinni, tekur undir orð mág síns og segir að það sama gildi um fótboltann. Hann fái útborgað það sem hann eigi að fá útborgað um mánaðarmótin. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá hér neðar í fréttinni. Klippa: Óli Guðmundss og Bjarni Mark um launamálin hjá sér Sænski boltinn Sænski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira
Sænska handboltaliðið Kristianstad komst í fréttirnar á dögunum er liðið virtist ætla að lækka alla leikmenn liðsins verulega í launum vegna kórónuveirunnar enda er ekkert spilað í sænska handboltanum um þessar mundir. Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður, leikur með liðinu en hann segir að fréttin hafi verið stormur í vatnsglasi en Ólafur var í viðtali í Sportið í dag. „Það kom grein í blaðinu hér í Svíþjóð sem var stormur í vatnsglasi. Þetta var ekki alveg jafn hræðilegt og það leit út fyrir að vera. Formaðurinn fór í viðtal og sagði að búið væri að setja starfsmenn á þessi neyðarúrlög,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Hann var að meina að hann væri búinn að setja fólkið á skrifstofunni og alla þá sem vinna í kringum félagið á þessi laun. Þau minnkuðu vinnuna niður í 40% og þá var ekki búið að ganga frá samningum við leikmannasamtökin að leikmenn færu á þessa samninga.“ „Þeir létu það líta fyrir það að við værum komnir á þessa samninga sem var ekki raunin. Allt saman einn misskilningur og það er búið að ná þessum samningi núna. Hann hefur tekið gildi bæði í handbolta og fótbolta þar sem launin eru aðeins dregin niður.“ „Leikmennirnir lækka í launum um sjö prósent en klúbbarnir eru að spara sér næstum því meira en helming. Það er góð lausn fyrir báða aðila.“ Hann segir að lausnin hafi verið afar góð að endingu, því mörg félög eiga í miklum erfiðleikum. „Við eigum þannig séð að vinna 40% vinnu og ríkið tekur þá þessi 60% á móti. Leikmenn enduðu í mesta lagi með sjö prósent launalækkun. Í þessari stöðu er þetta bara frábær lausn því það eru klúbbar hérna sem eru að ströggla gríðarlega og myndu ekki lifa af ef það væri ekki fyrir þessa hjálp.“ Bjarni Mark Duffield, sem leikur með Brage í sænsku B-deildinni, tekur undir orð mág síns og segir að það sama gildi um fótboltann. Hann fái útborgað það sem hann eigi að fá útborgað um mánaðarmótin. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá hér neðar í fréttinni. Klippa: Óli Guðmundss og Bjarni Mark um launamálin hjá sér
Sænski boltinn Sænski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira