„Erum töluvert fjær nýjum þjóðarleikvangi núna en fyrir nokkrum vikum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 07:00 Lárus Blöndal var gestur Sportið í dag í gær. vísir/skjáskot Lárus Blöndal, formaður ÍSÍ, segir að sérsamböndin séu fjær því að fá nýjan þjóðarleikvang nú en fyrir nokkrum vikum síðan. Þar sé kórónuveiran stærsta skýringin. Mikið hefur verið rætt og ritað um nýjan þjóðaleikvang. Handbolta og körfuboltalandsliðin eru á undanþágu frá EHF og FIBA og búningsklefarnir og önnur umgengis aðstaða á Laugardalsvelli er ekki boðleg. Lárus var gestur þáttarins Sportið í dag hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna á nýjum þjóðarleikvangi. „Ég hef þá trú á að þeir sem komi að þessu; frá ríki og borg eða sveitarfélagi hafi verulegan áhuga á því að gera bragarbót í þessum málum. Við getum hins vegar sagt að við erum töluvert fjær því núna en við vorum fyrir nokkrum vikum.“ „Við erum með starfshópa varðandi þjóðarleikvang fyrir handbolta og körfubolta og innanhúsíþróttir. Ég hef rætt þetta við bæði ráðherra og fleiri. Það er ljóst að ríkið er að fara í mjög erfiða og mikla dýfu í sínum málum. Það er ljóst að það verður mikið tekjutap hjá ríkinu á þessu ári.“ „Það mun nema 100-200 milljörðum og svo er kostnaður við þessar aðgerðir risa peningar. Það er augljóst að þetta setur málið í aðeins aðra stöðu. Ég held að menn muni taka þetta mál upp þegar um hægist eftir þennan farald.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um nýjan þjóðarleikvang Lárus var spurður að því hvað honum finndist besta lausnin í þessu öllu saman. Hvort það væri best að búa til einn risa leikvang fyrir allar íþróttirnar eða skipta þessu niður? „Ég held að það hljóti að vera skoðað áður en menn ráðist í þessar framkvæmdir. Það er lógískt og hagvkæmara að byggja eitt hús en fleiri, það þarf þó samt ekki endilega vera þannig. Þetta hefur eitthvað verið skoðað en spurningin er hvað samnýtist og það er ljóst að einhvern hluta er hægt að nýta saman.“ „Þetta er verkefni sem þarf að ýta úr vör. Það hefur verið mikil vinna hjá KSÍ og þeir eru komnir töluvert langt með sitt. Hin vinnan er á byrjunarreit. Menn eru að skoða hús af þeirri stærðargráðu sem við erum að tala um; körfu-, handboltann og innanhús íþróttirnar.“ Lárus fór svo ítarlega yfir hús sem hafa verið byggð í Noregi og einnig afhverju þessi vinna væri ekki fyrir löngu komin lenra á veg. Innslagið má sjá hér að ofan. Laugardalsvöllur Reykjavík KSÍ Sportið í dag Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjá meira
Lárus Blöndal, formaður ÍSÍ, segir að sérsamböndin séu fjær því að fá nýjan þjóðarleikvang nú en fyrir nokkrum vikum síðan. Þar sé kórónuveiran stærsta skýringin. Mikið hefur verið rætt og ritað um nýjan þjóðaleikvang. Handbolta og körfuboltalandsliðin eru á undanþágu frá EHF og FIBA og búningsklefarnir og önnur umgengis aðstaða á Laugardalsvelli er ekki boðleg. Lárus var gestur þáttarins Sportið í dag hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna á nýjum þjóðarleikvangi. „Ég hef þá trú á að þeir sem komi að þessu; frá ríki og borg eða sveitarfélagi hafi verulegan áhuga á því að gera bragarbót í þessum málum. Við getum hins vegar sagt að við erum töluvert fjær því núna en við vorum fyrir nokkrum vikum.“ „Við erum með starfshópa varðandi þjóðarleikvang fyrir handbolta og körfubolta og innanhúsíþróttir. Ég hef rætt þetta við bæði ráðherra og fleiri. Það er ljóst að ríkið er að fara í mjög erfiða og mikla dýfu í sínum málum. Það er ljóst að það verður mikið tekjutap hjá ríkinu á þessu ári.“ „Það mun nema 100-200 milljörðum og svo er kostnaður við þessar aðgerðir risa peningar. Það er augljóst að þetta setur málið í aðeins aðra stöðu. Ég held að menn muni taka þetta mál upp þegar um hægist eftir þennan farald.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um nýjan þjóðarleikvang Lárus var spurður að því hvað honum finndist besta lausnin í þessu öllu saman. Hvort það væri best að búa til einn risa leikvang fyrir allar íþróttirnar eða skipta þessu niður? „Ég held að það hljóti að vera skoðað áður en menn ráðist í þessar framkvæmdir. Það er lógískt og hagvkæmara að byggja eitt hús en fleiri, það þarf þó samt ekki endilega vera þannig. Þetta hefur eitthvað verið skoðað en spurningin er hvað samnýtist og það er ljóst að einhvern hluta er hægt að nýta saman.“ „Þetta er verkefni sem þarf að ýta úr vör. Það hefur verið mikil vinna hjá KSÍ og þeir eru komnir töluvert langt með sitt. Hin vinnan er á byrjunarreit. Menn eru að skoða hús af þeirri stærðargráðu sem við erum að tala um; körfu-, handboltann og innanhús íþróttirnar.“ Lárus fór svo ítarlega yfir hús sem hafa verið byggð í Noregi og einnig afhverju þessi vinna væri ekki fyrir löngu komin lenra á veg. Innslagið má sjá hér að ofan.
Laugardalsvöllur Reykjavík KSÍ Sportið í dag Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjá meira