Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af verðbólguskoti Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2020 12:23 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði óundirbúnum fyrirspurnum úr pontu á Alþingi í morgun. Vísir/vilhelm Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu heimilanna og fyrirtækja sem væru að missa allar tekjur sínar þessa dagana á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra segir fleiri aðgerðir eiga eftir að líta dagsins ljós og ekkert benti til að verðbólga færi úr böndunum. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun lýsti Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins yfir stuðningi við þær aðgerðir sem þegar hefði verið ákveðið að grípa til. Mörg fyrirtæki væru hins vegar í þeirri stöðu að hafa engar tekjur á meðan á þessu ástandi varir. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, varpaði spurningu sinni til fjármálaráðherra.vísir/hanna „Ég velti því fyrir mér hvernig þessir aðilar eiga að eiga við það ef þeir eiga að borga 25 prósent af launum til að halda í starfsmenn. Þau hafa enga innkomu. Hafa skuldbindingar, hafa fjárfestingar. En það er ekkert að koma í kassann,“ segir Gunnar Bragi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þakkaði stuðninginn við þær aðgerðir sem komanr væru fram. „En þeim er ekki fylgt eftir með orðunum þetta er nóg. Þeim er fylgt eftir með orðunum þetta er það sem við teljum rétt að gera á þessu stigi málsins. Þannig að ég vil ítreka að við erum ekki að fulyrða eitt eða neitt um að þetta sé nóg. Það eru sterk rök fyrir því að ef þessi krísa dregst á langinn þurfi að gera meira," sagði Bjarni. Ríkisstjórnin hafi boðað að bæta þurfi í og endurskoða allar áætlanir. Guðmundur Ingi Kristinsson hefur áhyggjur af verðtryggingunni.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins lýsti miklum áhyggjum af stöðu heimilanna í landinu ef verðbólgan færi á skrifð. „Og ég vil bara spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað ætlar hann að gera í sambandi við verðbólguna. Vegna þess að verðbólgudraugurinn mun koma upp og það mun koma stökkbreyting á verðtryggð lán heimilanna," sagði Guðmundur Ingi. Fjármálaráðherra sagði að enn sem komið væri hægt að lesa annað út úr viðbrögðum markaðarins en ekki væri búist við miklu verðbólguskoti. „Ég vek athygli á því að eftir yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í núll, núll prósent. Ekki bara til skamms tíma heldur allt fram til ársins 2026. Markaðurinn er að gera ráð fyrir því að vextir verði lágir ekki bara á þessu ári heldur mörg næstu ár," sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu heimilanna og fyrirtækja sem væru að missa allar tekjur sínar þessa dagana á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra segir fleiri aðgerðir eiga eftir að líta dagsins ljós og ekkert benti til að verðbólga færi úr böndunum. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun lýsti Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins yfir stuðningi við þær aðgerðir sem þegar hefði verið ákveðið að grípa til. Mörg fyrirtæki væru hins vegar í þeirri stöðu að hafa engar tekjur á meðan á þessu ástandi varir. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, varpaði spurningu sinni til fjármálaráðherra.vísir/hanna „Ég velti því fyrir mér hvernig þessir aðilar eiga að eiga við það ef þeir eiga að borga 25 prósent af launum til að halda í starfsmenn. Þau hafa enga innkomu. Hafa skuldbindingar, hafa fjárfestingar. En það er ekkert að koma í kassann,“ segir Gunnar Bragi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þakkaði stuðninginn við þær aðgerðir sem komanr væru fram. „En þeim er ekki fylgt eftir með orðunum þetta er nóg. Þeim er fylgt eftir með orðunum þetta er það sem við teljum rétt að gera á þessu stigi málsins. Þannig að ég vil ítreka að við erum ekki að fulyrða eitt eða neitt um að þetta sé nóg. Það eru sterk rök fyrir því að ef þessi krísa dregst á langinn þurfi að gera meira," sagði Bjarni. Ríkisstjórnin hafi boðað að bæta þurfi í og endurskoða allar áætlanir. Guðmundur Ingi Kristinsson hefur áhyggjur af verðtryggingunni.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins lýsti miklum áhyggjum af stöðu heimilanna í landinu ef verðbólgan færi á skrifð. „Og ég vil bara spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað ætlar hann að gera í sambandi við verðbólguna. Vegna þess að verðbólgudraugurinn mun koma upp og það mun koma stökkbreyting á verðtryggð lán heimilanna," sagði Guðmundur Ingi. Fjármálaráðherra sagði að enn sem komið væri hægt að lesa annað út úr viðbrögðum markaðarins en ekki væri búist við miklu verðbólguskoti. „Ég vek athygli á því að eftir yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í núll, núll prósent. Ekki bara til skamms tíma heldur allt fram til ársins 2026. Markaðurinn er að gera ráð fyrir því að vextir verði lágir ekki bara á þessu ári heldur mörg næstu ár," sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira