Bogi lækkar eigin laun um þrjátíu prósent og segir samheldni mikla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2020 12:01 Bogi Nils Bogason segir að Icelandair muni reyna að halda einhverjum tengingum á milli Evrópu, Íslands og Ameríku. Vísir/BaldurHrafnkell Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir alla hjá fyrirtækinu standa þétt saman. Forstjórinn tilkynnti um 240 uppsagnir á starfsmannafundi í morgun og 92% starfsmanna fara í skert starfshlutfall. Þeir starfsmenn sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun Boga forstjóra og stjórnar lækka um 30 prósent. Bogi segist ekki geta útskýrt nákvæmlega hvernig talan 240 hafi verið fundin út varðandi uppsagnirnar. Þær nái því miður til fólks bæði hjá flugfélaginu og samstæðunni Icelandair Group. Ekkert útilokað á tímum sem þessum „Á sama tíma erum við að óska eftir því að mjög stór hluti starfsfólks fari í hlutastörf eða tímabundin lausnalaus leyfi. Þar sem mikið er að gera, þeir starfsmenn taki á sig tímabundanr launalækkanir.“ Þetta séu þær aðgerðir sem farið sé í núna. Engar aðrar séu á teikniborðinu. Starfsfólk Icelandair var boðað á starfsmannafund klukkan 9:30 í morgun.Vísir/Vilhelm „Aðstæður eru mjög krefjandi í okkar geira og heiminum öllum núna. Það er ekkert útilokað.“ Umhverfið breytist dag frá degi eins og heimurinn. Taka þurfi ákvarðarnir með reglubundnum hætti. „Þessar aðgerðir miða að því að búa okkur undir það versta en tryggja ákveðinn sveigjanleika svo við getum stokkið af stað þegar markaðir opna aftur og eftirspurnin kallar á framboðið.“ Fljúga áfram á meðan það skilar krónum í kassann Bogi segir flug lítið sem ekkert í dag. Það sé um 14% af upphaflegri áætlun í dag og minnki dag frá degi. Ekki sjái fyrir endann á minnkuninni. „Það er enn þá einhver eftirspurn og svo hjálpa fraktflutningar. Við erum að fylla fraktpláss farþegavélanna með frakt. Við fljúgum áfram meðan það er fjárhagslega hagkvæmt,“ segir Bogi. Öllum þessum flugferðum var aflýst í morgun. Um daglegar fregnir er að ræða á meðan ferðabanni stendur. Skjáskot af vef Keflavíkurflugvallar í morgun. „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu.“ Hann minnir á að ferðabann sé víða í gildi en það þýði ekki það sama og flugbönn. Icelandair og önnur flugfélög geti áfram flogið með frakt. Hann segir Icelandair í sömu aðstæðum og önnur flugfélög í dag, og ferðaþjónustufyrirtæki. Sambærileg staða í flugheiminum öllum „Markaðurinn, bæði flug- og ferðamannamarkaðurinn hafa horfið á augabragði. Allavega til skamms tíma. Við vonum og reiknum með að birti til aftur,“ segir Bogi Nils. Hann muni ekki eftir sambærilegu ástandi eða hliðstæðu. „Þetta er ekkert erfiðara hjá okkur en öðrum. Þetta er sama staða í löndunum í kringum okkur. Þetta er hagkerfið í heild sinni sem er að glíma við þessa stöðu en auðvitað kemur þetta kannski þyngst niður á þessum greinum því fólk er eiginlega hætt að ferðast.“ Icelandair fylgist dag frá degi með stöðu mála en eigi erfitt með að spá fram í tímann. Starfseminni sé stillt upp þannig að hægt verði að stökkva til. Tryggja ákveðinn sveigjanleika. Allir leggjast á eitt Hann segir starfsfólk Icelandair hafa verið viðbúið leiðinlegum tíðindum í morgun. „Það er búið að vera óvissa hjá okkar fyrirtæki, öðrum hér á landi og í heiminum öllum. Auðvitað er þetta sjokk þegar fréttirnar koma fram en hér standa allir mjög þétt saman, höfum gert undanfarna daga og fólk alls staðar í fyrritækinu verið að stökkva til í þeim einingum þar sem þarf fleiri hendur, til dæmis í þjónustuverinu,“ segir Bogi Nils. „Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgast með því. Samheldnin er mikil þrátt fyrir þessa stöðu.“ Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir alla hjá fyrirtækinu standa þétt saman. Forstjórinn tilkynnti um 240 uppsagnir á starfsmannafundi í morgun og 92% starfsmanna fara í skert starfshlutfall. Þeir starfsmenn sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun Boga forstjóra og stjórnar lækka um 30 prósent. Bogi segist ekki geta útskýrt nákvæmlega hvernig talan 240 hafi verið fundin út varðandi uppsagnirnar. Þær nái því miður til fólks bæði hjá flugfélaginu og samstæðunni Icelandair Group. Ekkert útilokað á tímum sem þessum „Á sama tíma erum við að óska eftir því að mjög stór hluti starfsfólks fari í hlutastörf eða tímabundin lausnalaus leyfi. Þar sem mikið er að gera, þeir starfsmenn taki á sig tímabundanr launalækkanir.“ Þetta séu þær aðgerðir sem farið sé í núna. Engar aðrar séu á teikniborðinu. Starfsfólk Icelandair var boðað á starfsmannafund klukkan 9:30 í morgun.Vísir/Vilhelm „Aðstæður eru mjög krefjandi í okkar geira og heiminum öllum núna. Það er ekkert útilokað.“ Umhverfið breytist dag frá degi eins og heimurinn. Taka þurfi ákvarðarnir með reglubundnum hætti. „Þessar aðgerðir miða að því að búa okkur undir það versta en tryggja ákveðinn sveigjanleika svo við getum stokkið af stað þegar markaðir opna aftur og eftirspurnin kallar á framboðið.“ Fljúga áfram á meðan það skilar krónum í kassann Bogi segir flug lítið sem ekkert í dag. Það sé um 14% af upphaflegri áætlun í dag og minnki dag frá degi. Ekki sjái fyrir endann á minnkuninni. „Það er enn þá einhver eftirspurn og svo hjálpa fraktflutningar. Við erum að fylla fraktpláss farþegavélanna með frakt. Við fljúgum áfram meðan það er fjárhagslega hagkvæmt,“ segir Bogi. Öllum þessum flugferðum var aflýst í morgun. Um daglegar fregnir er að ræða á meðan ferðabanni stendur. Skjáskot af vef Keflavíkurflugvallar í morgun. „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu.“ Hann minnir á að ferðabann sé víða í gildi en það þýði ekki það sama og flugbönn. Icelandair og önnur flugfélög geti áfram flogið með frakt. Hann segir Icelandair í sömu aðstæðum og önnur flugfélög í dag, og ferðaþjónustufyrirtæki. Sambærileg staða í flugheiminum öllum „Markaðurinn, bæði flug- og ferðamannamarkaðurinn hafa horfið á augabragði. Allavega til skamms tíma. Við vonum og reiknum með að birti til aftur,“ segir Bogi Nils. Hann muni ekki eftir sambærilegu ástandi eða hliðstæðu. „Þetta er ekkert erfiðara hjá okkur en öðrum. Þetta er sama staða í löndunum í kringum okkur. Þetta er hagkerfið í heild sinni sem er að glíma við þessa stöðu en auðvitað kemur þetta kannski þyngst niður á þessum greinum því fólk er eiginlega hætt að ferðast.“ Icelandair fylgist dag frá degi með stöðu mála en eigi erfitt með að spá fram í tímann. Starfseminni sé stillt upp þannig að hægt verði að stökkva til. Tryggja ákveðinn sveigjanleika. Allir leggjast á eitt Hann segir starfsfólk Icelandair hafa verið viðbúið leiðinlegum tíðindum í morgun. „Það er búið að vera óvissa hjá okkar fyrirtæki, öðrum hér á landi og í heiminum öllum. Auðvitað er þetta sjokk þegar fréttirnar koma fram en hér standa allir mjög þétt saman, höfum gert undanfarna daga og fólk alls staðar í fyrritækinu verið að stökkva til í þeim einingum þar sem þarf fleiri hendur, til dæmis í þjónustuverinu,“ segir Bogi Nils. „Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgast með því. Samheldnin er mikil þrátt fyrir þessa stöðu.“
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent