Eru barnaréttindagleraugun við hendina? Bergsteinn Jónsson skrifar 23. mars 2020 11:00 Það sem einkennir helst krísur er nauðsyn þess að forgangsraða þeim björgum sem til staðar eru. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa notið stuðnings hingað til, en það er ómetanlegt þegar almenningur ber slíkt traust til yfirvalda. En framundan er langhlaup þar sem vinna verður úr hverjum áhrifum heimsfaraldursins á fætur öðrum. Það verður flókið verkefni og mun reyna á dug og seiglu okkar allra. Í þeim svörum sem samfélagið mun finna við áföllunum, verður að huga sérstaklega að yngstu kynslóðunum. Þeim virðist ekki stafa hætta af veirunni, en munu svo sannarlega finna fyrir áhrifum viðbragðanna við henni. UNICEF hefur nú þegar bent stjórnvöldum heimsins á áhrifin sem faraldurinn hefur á jaðarsettustu börn þessa heims. Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, segir heimsfaraldurinn kalla á stuðning við þær milljónir barna á flótta, og barna sem búa við mikla neyð, sem aldrei fyrr. UNICEF hefur jafnframt gefið út leiðbeiningar til stjórnvalda um vernd barna fyrir þeim hættum sem að þeim steðjar við þessar aðstæður. Til viðbótar við að skólar og ýmis þjónusta fyrir börn liggur niðri eða er í lágmarki, eru börn nú í aðstæðum sem gerir þau viðkvæmari fyrir hvers kyns ofbeldi, misnotkun og félagslegri einangrun. Og dæmin sýna að ofbeldi og misnotkun gegn börnum eykst við þessar aðstæður, þegar álag er á heimilum og efnahagsleg staða fjölskyldna versnar. Það hefur því sjaldnar verið mikilvægara að setja börn í forgang í áætlunum stjórnvalda, en einmitt nú þegar börn búa við skerta opnun leik-, grunn-, og framhaldsskóla og færri tækifæri til að hitta vini og ættingja. Minnug þess að hér á landi hefur 16 prósent barna orðið fyrir ofbeldi eða orðið vitni að ofbeldi á heimilum sínum fyrir 18 ára aldur, samkvæmt tölfræði um ofbeldi gegn börnum sem UNICEF á Íslandi gaf út á síðasta ári. Sem betur fer býr stærstur hluti barna á Íslandi við góðar aðstæður og margar fjölskyldur munu njóta aukinnar samveru næstu vikur. Verkefni stjórnvalda er þess vegna að líta til jaðarsettustu barna samfélagsins, barna sem búa við ofbeldi, barna sem búa á efnaminni heimilum, barna sem eiga fáa að og barna á flótta. Nú þurfa stjórnvöld að finna til barnaréttindagleraugun og setja það sem börnum er fyrir bestu í forgang. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það sem einkennir helst krísur er nauðsyn þess að forgangsraða þeim björgum sem til staðar eru. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa notið stuðnings hingað til, en það er ómetanlegt þegar almenningur ber slíkt traust til yfirvalda. En framundan er langhlaup þar sem vinna verður úr hverjum áhrifum heimsfaraldursins á fætur öðrum. Það verður flókið verkefni og mun reyna á dug og seiglu okkar allra. Í þeim svörum sem samfélagið mun finna við áföllunum, verður að huga sérstaklega að yngstu kynslóðunum. Þeim virðist ekki stafa hætta af veirunni, en munu svo sannarlega finna fyrir áhrifum viðbragðanna við henni. UNICEF hefur nú þegar bent stjórnvöldum heimsins á áhrifin sem faraldurinn hefur á jaðarsettustu börn þessa heims. Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, segir heimsfaraldurinn kalla á stuðning við þær milljónir barna á flótta, og barna sem búa við mikla neyð, sem aldrei fyrr. UNICEF hefur jafnframt gefið út leiðbeiningar til stjórnvalda um vernd barna fyrir þeim hættum sem að þeim steðjar við þessar aðstæður. Til viðbótar við að skólar og ýmis þjónusta fyrir börn liggur niðri eða er í lágmarki, eru börn nú í aðstæðum sem gerir þau viðkvæmari fyrir hvers kyns ofbeldi, misnotkun og félagslegri einangrun. Og dæmin sýna að ofbeldi og misnotkun gegn börnum eykst við þessar aðstæður, þegar álag er á heimilum og efnahagsleg staða fjölskyldna versnar. Það hefur því sjaldnar verið mikilvægara að setja börn í forgang í áætlunum stjórnvalda, en einmitt nú þegar börn búa við skerta opnun leik-, grunn-, og framhaldsskóla og færri tækifæri til að hitta vini og ættingja. Minnug þess að hér á landi hefur 16 prósent barna orðið fyrir ofbeldi eða orðið vitni að ofbeldi á heimilum sínum fyrir 18 ára aldur, samkvæmt tölfræði um ofbeldi gegn börnum sem UNICEF á Íslandi gaf út á síðasta ári. Sem betur fer býr stærstur hluti barna á Íslandi við góðar aðstæður og margar fjölskyldur munu njóta aukinnar samveru næstu vikur. Verkefni stjórnvalda er þess vegna að líta til jaðarsettustu barna samfélagsins, barna sem búa við ofbeldi, barna sem búa á efnaminni heimilum, barna sem eiga fáa að og barna á flótta. Nú þurfa stjórnvöld að finna til barnaréttindagleraugun og setja það sem börnum er fyrir bestu í forgang. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun