Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2020 09:14 Róbert Marshall, fyrrverandi fjölmiðla- og alþingismaður, göngugarpur og verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Íslands. stjórnarráðið Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. Nær allir meðlimir hópsins hafa ýmist sýnt einkenni eða greinst með kórónuveirusmit og segir Róbert ljóst að um mikla óværu sé að ræða, enda hafi hópurinn hugað vel að smitvörnum. Í hópnum voru 24 göngugarpar sem gengu á gönguskíðum við Mývatni helgina 13. til 15. mars og gistu á hóteli í nágrenninu. Sjá einnig. Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi „Þarna var verið að fara eftir öllum þeim ráðleggingum sem voru í gildi, þetta er náttúrulega fyrir samkomubann. Enginn heilsaðist með handabandi, engin faðmlög, engar hópmyndatökur þar sem fólk var ofan í hvort öðru og svo framvegis,“ segir Róbert Marshall og tekur þar í sama streng og Andrea Sigurðardóttir, samferðakona hans, sem ritaði til að mynda pistil í gær þar sem hún rekur ferð hópsins. Hópurinn í góðum gír í Jarðböðunum. Myndatakan tók aðeins nokkrar sekúndur að sögn Andreu Sigurðardóttur sem var á meðal ferðalanganna. Annars var leitast við að halda tveggja metra bili. Róbert er nú í sóttkví eftir ferðina, segist vera einkennalaus að frátöldu kvefi sem hann hefur burðast með undanfarnar vikur. Hann segir að á þriðjudag eftir heimkomu hafi fólk í hópnum farið að finna fyrir einkennum. Tvær drifu sig þá í sýnatöku sem báðar sýndu fram á smit. Nú hefur komið á daginn að hið minnsta 20 af 24 göngugörpum hafa greinst með kórónuveiru. Þegar fréttastofa ræddi við Róbert um helgina sagðist hann vonast til að geta komist sjálfur í sýnatöku í dag, mánudag. „Ég talaði við mína heilsugæslu á föstudag og var tjáð að ég væri ekki með nógu mikil einkenni til þess að það væri forsvaranlegt,“ segir Róbert. Sjá einnig: „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Hann segist ekki hafa getað gert sér í hugarlund hversu smitandi veiran er í raun. „Það rennur upp fyrir manni, þegar maður hefur orðið vitni að þessu, að þetta er bráðsmitandi. Eiginlega miklu meira en maður hafði ímyndað sér vegna þess að maður var að þvo sér um hendur, hvað maður snerti og hélt höndunum frá andlitinu,“ segir Róbert. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig gönguhópurinn smitaðist, en fyrrnefnd Andrea telur að uppruna smitsins megi mögulega rekja til hótelsins þar sem hópurinn gisti. Ferðamennska á Íslandi Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48 Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. 20. mars 2020 12:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. Nær allir meðlimir hópsins hafa ýmist sýnt einkenni eða greinst með kórónuveirusmit og segir Róbert ljóst að um mikla óværu sé að ræða, enda hafi hópurinn hugað vel að smitvörnum. Í hópnum voru 24 göngugarpar sem gengu á gönguskíðum við Mývatni helgina 13. til 15. mars og gistu á hóteli í nágrenninu. Sjá einnig. Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi „Þarna var verið að fara eftir öllum þeim ráðleggingum sem voru í gildi, þetta er náttúrulega fyrir samkomubann. Enginn heilsaðist með handabandi, engin faðmlög, engar hópmyndatökur þar sem fólk var ofan í hvort öðru og svo framvegis,“ segir Róbert Marshall og tekur þar í sama streng og Andrea Sigurðardóttir, samferðakona hans, sem ritaði til að mynda pistil í gær þar sem hún rekur ferð hópsins. Hópurinn í góðum gír í Jarðböðunum. Myndatakan tók aðeins nokkrar sekúndur að sögn Andreu Sigurðardóttur sem var á meðal ferðalanganna. Annars var leitast við að halda tveggja metra bili. Róbert er nú í sóttkví eftir ferðina, segist vera einkennalaus að frátöldu kvefi sem hann hefur burðast með undanfarnar vikur. Hann segir að á þriðjudag eftir heimkomu hafi fólk í hópnum farið að finna fyrir einkennum. Tvær drifu sig þá í sýnatöku sem báðar sýndu fram á smit. Nú hefur komið á daginn að hið minnsta 20 af 24 göngugörpum hafa greinst með kórónuveiru. Þegar fréttastofa ræddi við Róbert um helgina sagðist hann vonast til að geta komist sjálfur í sýnatöku í dag, mánudag. „Ég talaði við mína heilsugæslu á föstudag og var tjáð að ég væri ekki með nógu mikil einkenni til þess að það væri forsvaranlegt,“ segir Róbert. Sjá einnig: „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Hann segist ekki hafa getað gert sér í hugarlund hversu smitandi veiran er í raun. „Það rennur upp fyrir manni, þegar maður hefur orðið vitni að þessu, að þetta er bráðsmitandi. Eiginlega miklu meira en maður hafði ímyndað sér vegna þess að maður var að þvo sér um hendur, hvað maður snerti og hélt höndunum frá andlitinu,“ segir Róbert. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig gönguhópurinn smitaðist, en fyrrnefnd Andrea telur að uppruna smitsins megi mögulega rekja til hótelsins þar sem hópurinn gisti.
Ferðamennska á Íslandi Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48 Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. 20. mars 2020 12:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
„Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48
Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44
Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. 20. mars 2020 12:49