Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. mars 2020 11:05 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á einum af mörgum upplýsingafundum almannavarna. Vísir/Vilhelm Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. Þær fela meðal annars í sér að töluvert færri geta komið saman en áður. Þá verður sundlaugum og líkamsræktarstöðvum væntanlega lokað. Samkomubannið sem nú er í gildi felur í sér að ekki mega fleiri en eitt hundrað manns koma saman og þá þurfa að vera tveir metrar á milli manna. Til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar frekar vill sóttvarnalæknir að aðgerðir stjórnvalda verði hertar. Hann sendi í gær minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem þetta er lagt til og fundar ríkisstjórnin um málið klukkan fimm. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að aðgerðirnar muni hafa víðtækari áhrif en þær sem nú eru í gildi. „Það er verið að fækka úr hundrað. Endanleg tala liggur ekki fyrir enn þá hver hún verður en þetta er veruleg hersla á þessu. Á sama skapi er verið að leggja til lokanir á ýmissi starfsemi eins og starfsemi þar sem að hérna er svona einn og einn, hárgreiðslustofur og slíkt. Þannig að það er margt sem að mun herðast við þessar breytingar,“ sagði Víðir. Víðir á von á að miðað verði við að ekki megi fleiri koma saman en tuttugu til þrjátíu. Þrátt fyrir hertar reglur munu matvöruverslanir og apótek geta starfað áfram. Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því og ítreka almannavarnir að birgðastaða í landinu sé góð og ekki merki um að breyting verði á því. Þá á Víðir ekki von á að aðgerðirnar hafi frekari áhrif á skóla- og leikskólastarf sem gæti þá væntanlega verið óbreytt frá því sem nú er. Hins vegar telur hann líklegt að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað. „Við höfum alveg fundið það núna síðustu daga að hundrað hefur oft verið erfitt í framkvæmd fyrir marga og núna þegar við lækkum þetta verulega þá verður þetta náttúrulega enn þá erfiðara fyrir marga aðila en við erum líka að horfa einmitt á þessa staði þar sem að smithættan er talin vera meiri. Þar sem nándin er meiri og þar sem menn eru að nota sömu tólin og annað slíkt,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. Þær fela meðal annars í sér að töluvert færri geta komið saman en áður. Þá verður sundlaugum og líkamsræktarstöðvum væntanlega lokað. Samkomubannið sem nú er í gildi felur í sér að ekki mega fleiri en eitt hundrað manns koma saman og þá þurfa að vera tveir metrar á milli manna. Til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar frekar vill sóttvarnalæknir að aðgerðir stjórnvalda verði hertar. Hann sendi í gær minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem þetta er lagt til og fundar ríkisstjórnin um málið klukkan fimm. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að aðgerðirnar muni hafa víðtækari áhrif en þær sem nú eru í gildi. „Það er verið að fækka úr hundrað. Endanleg tala liggur ekki fyrir enn þá hver hún verður en þetta er veruleg hersla á þessu. Á sama skapi er verið að leggja til lokanir á ýmissi starfsemi eins og starfsemi þar sem að hérna er svona einn og einn, hárgreiðslustofur og slíkt. Þannig að það er margt sem að mun herðast við þessar breytingar,“ sagði Víðir. Víðir á von á að miðað verði við að ekki megi fleiri koma saman en tuttugu til þrjátíu. Þrátt fyrir hertar reglur munu matvöruverslanir og apótek geta starfað áfram. Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því og ítreka almannavarnir að birgðastaða í landinu sé góð og ekki merki um að breyting verði á því. Þá á Víðir ekki von á að aðgerðirnar hafi frekari áhrif á skóla- og leikskólastarf sem gæti þá væntanlega verið óbreytt frá því sem nú er. Hins vegar telur hann líklegt að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað. „Við höfum alveg fundið það núna síðustu daga að hundrað hefur oft verið erfitt í framkvæmd fyrir marga og núna þegar við lækkum þetta verulega þá verður þetta náttúrulega enn þá erfiðara fyrir marga aðila en við erum líka að horfa einmitt á þessa staði þar sem að smithættan er talin vera meiri. Þar sem nándin er meiri og þar sem menn eru að nota sömu tólin og annað slíkt,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43
Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34