Velferð á neyðarstigi Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 22. mars 2020 07:09 Frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir hefur farið fram stórfelld endurskipulagning á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þjónustan er margvísleg allt frá foreldranámskeiðum yfir í hjúkrunarheimili og í mörg horn að líta. þjónustuþegar eru um fimmtán þúsund á hverju ári og þeir frá þjónustu frá 120 starfsstöðum, þar af 64 sem veita sólarhringsþjónustu. Verkefnið hefur verið að tryggja órofna þjónustu eins og hægt en fylgja á sama tíma leiðbeiningum og fyrirmælum landlæknis og almannavarna til hins ítrasta. Á þjónustumiðstöðvum er áfam hægt að sækja fjölbreyttan stuðning og þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur en þjónustan fer í auknu mæli fram í gegnum netið. Skólaþjónusta þarf að starfa með öðru sniði sem og allt almennt félagsstarf fyrir fullorðið fólk sem og dagdvalir og virkniúrræði fyrir börn, fullorðna og fólk með fatlanir eða aðrar áskoranir. Við höfum lagt áherslu á einstaklingsbundnar lausnir, upplýsingar og samtal við hvern og einn. Einstaklingsbundin þjónusta Loka þurfti nær öllum starfsstöðvum velferðarsviðs sem halda úti opinni starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu; eldri borgara eðafólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það þýðir þó ekki að þjónustan hafi fallið niður heldur er unnið að því að veita hverjum og einum, sem áður sótti starfsstaði borgarinnar, einstaklingsbundna þjónustu. Sama má segja um þær þúsund fjölskyldur sem fá stuðningsþjónustu á vegum velferðarsviðs, s.s. stuðningsfjölskyldur, skammtímadvalir, námskeið og fl. Mötuneyti félagsmiðstöðva fullorðinna eru lokuð en auglýsingar um hvernig sækja má um að fá heimsendan mat í staðinn hafa skilað því að nær tvöhundruð fleiri Reykvíkingar hafa bæst í þá þjónustu. Þjónusta við heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir hefur verið endurskipulögð og aukin. Takk umönnunarstarfsfólk! þúsundir Reykvíkinga fá áfram heimahjúkrun eða heimaþjónustu og þessa mikilvægu þjónustu þarf að tryggja á öllum tímum. Sama er að segja um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, í íbúðakjörnum og sambýlum. Fólk sem starfar við umönnun sinnir sínu starfi áfram og þarf að gera jafnvel þó einstaklingur sé í sóttkví eða með covid 19 smit. Meðan margar aðrar starfsstéttir geta lokað sig af, þá er það ekki val fyrir þessar mikilvægu umönnunarstéttir sem mér finnst reyndar að mættu fá mun meira hrós og athygli frá okkur hinum því rétt eins og hjá heilbrigðisstarfsfólki hefur álagið margfaldast í þeirra mikilvæga starfi. Takk, takk og aftur takk fyrir ykkar ómetanlega starf! Áfram velferð Við erum að upplifa nýjar áskoranir á degi hverjum en samstaðan um að vernda þá samborgara okkar sem tilheyra áhættuhópum er nánast áþreifanleg, bæði meðal þeirra sem starfa við umönnun og almennt í samfélaginu. Sannarlega mun þetta óvenulega tímabil reyna á, en við sem vinnum í velferðarmálum á vegum Reykjavíkurborgar erum staðráðin í að gera okkar besta. Við erum hér til þjónustu reiðubúin eins og alltaf. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir hefur farið fram stórfelld endurskipulagning á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þjónustan er margvísleg allt frá foreldranámskeiðum yfir í hjúkrunarheimili og í mörg horn að líta. þjónustuþegar eru um fimmtán þúsund á hverju ári og þeir frá þjónustu frá 120 starfsstöðum, þar af 64 sem veita sólarhringsþjónustu. Verkefnið hefur verið að tryggja órofna þjónustu eins og hægt en fylgja á sama tíma leiðbeiningum og fyrirmælum landlæknis og almannavarna til hins ítrasta. Á þjónustumiðstöðvum er áfam hægt að sækja fjölbreyttan stuðning og þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur en þjónustan fer í auknu mæli fram í gegnum netið. Skólaþjónusta þarf að starfa með öðru sniði sem og allt almennt félagsstarf fyrir fullorðið fólk sem og dagdvalir og virkniúrræði fyrir börn, fullorðna og fólk með fatlanir eða aðrar áskoranir. Við höfum lagt áherslu á einstaklingsbundnar lausnir, upplýsingar og samtal við hvern og einn. Einstaklingsbundin þjónusta Loka þurfti nær öllum starfsstöðvum velferðarsviðs sem halda úti opinni starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu; eldri borgara eðafólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það þýðir þó ekki að þjónustan hafi fallið niður heldur er unnið að því að veita hverjum og einum, sem áður sótti starfsstaði borgarinnar, einstaklingsbundna þjónustu. Sama má segja um þær þúsund fjölskyldur sem fá stuðningsþjónustu á vegum velferðarsviðs, s.s. stuðningsfjölskyldur, skammtímadvalir, námskeið og fl. Mötuneyti félagsmiðstöðva fullorðinna eru lokuð en auglýsingar um hvernig sækja má um að fá heimsendan mat í staðinn hafa skilað því að nær tvöhundruð fleiri Reykvíkingar hafa bæst í þá þjónustu. Þjónusta við heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir hefur verið endurskipulögð og aukin. Takk umönnunarstarfsfólk! þúsundir Reykvíkinga fá áfram heimahjúkrun eða heimaþjónustu og þessa mikilvægu þjónustu þarf að tryggja á öllum tímum. Sama er að segja um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, í íbúðakjörnum og sambýlum. Fólk sem starfar við umönnun sinnir sínu starfi áfram og þarf að gera jafnvel þó einstaklingur sé í sóttkví eða með covid 19 smit. Meðan margar aðrar starfsstéttir geta lokað sig af, þá er það ekki val fyrir þessar mikilvægu umönnunarstéttir sem mér finnst reyndar að mættu fá mun meira hrós og athygli frá okkur hinum því rétt eins og hjá heilbrigðisstarfsfólki hefur álagið margfaldast í þeirra mikilvæga starfi. Takk, takk og aftur takk fyrir ykkar ómetanlega starf! Áfram velferð Við erum að upplifa nýjar áskoranir á degi hverjum en samstaðan um að vernda þá samborgara okkar sem tilheyra áhættuhópum er nánast áþreifanleg, bæði meðal þeirra sem starfa við umönnun og almennt í samfélaginu. Sannarlega mun þetta óvenulega tímabil reyna á, en við sem vinnum í velferðarmálum á vegum Reykjavíkurborgar erum staðráðin í að gera okkar besta. Við erum hér til þjónustu reiðubúin eins og alltaf. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun