Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Andri Eysteinsson skrifar 21. mars 2020 18:48 Víðir Reynisson greindi frá komandi aðgerðum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sóttvarnarlæknir hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra sem er þar í vinnslu og verður kynnt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það verður væntanlega gefið út annað kvöld og tekur gildi frá miðnætti á mánudaginn. Víðir segist ekki búast við að farið verði jafn langt niður og gert var í Vestmannaeyjum og í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum annars vegar og lögreglunni á Norðurlandi vestra hins vegar var greint frá því að ekki mættu fleiri koma saman en tíu í Vestmannaeyjum og fimm í Húnaþingi vestra en í síðarnefnda sveitarfélaginu skulu allir íbúar sæta úrvinnslusóttkví frá og með klukkan 22:00 í kvöld. Endanleg tala liggur ekki fyrir en Víðir telur að hún verði á bilinu 20-30. Þá munu hertar aðgerðir einnig fela í sér lokanir á stöðum þar sem þjónusta er „einn á einn“ til að mynda hárgreiðslustöðvar. Víðir segir þá að aðgerðirnar muni hafa áhrif á sundlaugar og líkamsræktarstöðvar landsins, spurður hvort að líkamsræktarstöðvum og sundlaugum verði lokað vegna aðgerðanna segir Víðir það teljast mjög líklegt. Þrátt fyrir hertar aðgerðir segist Víðir ekki búast við því að breytingar verði gerðar á skóla- og leikskólahaldi á næstu dögum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sóttvarnarlæknir hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra sem er þar í vinnslu og verður kynnt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það verður væntanlega gefið út annað kvöld og tekur gildi frá miðnætti á mánudaginn. Víðir segist ekki búast við að farið verði jafn langt niður og gert var í Vestmannaeyjum og í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum annars vegar og lögreglunni á Norðurlandi vestra hins vegar var greint frá því að ekki mættu fleiri koma saman en tíu í Vestmannaeyjum og fimm í Húnaþingi vestra en í síðarnefnda sveitarfélaginu skulu allir íbúar sæta úrvinnslusóttkví frá og með klukkan 22:00 í kvöld. Endanleg tala liggur ekki fyrir en Víðir telur að hún verði á bilinu 20-30. Þá munu hertar aðgerðir einnig fela í sér lokanir á stöðum þar sem þjónusta er „einn á einn“ til að mynda hárgreiðslustöðvar. Víðir segir þá að aðgerðirnar muni hafa áhrif á sundlaugar og líkamsræktarstöðvar landsins, spurður hvort að líkamsræktarstöðvum og sundlaugum verði lokað vegna aðgerðanna segir Víðir það teljast mjög líklegt. Þrátt fyrir hertar aðgerðir segist Víðir ekki búast við því að breytingar verði gerðar á skóla- og leikskólahaldi á næstu dögum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira