Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Kjartan Kjartansson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 20. mars 2020 20:09 Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. Fleiri en tvö hundruð starfsmenn Landspítalans eru nú í sóttkví og tuttugu og fimm hafa greinst með veiruna. Á bráðadeild eru 33 starfsmenn annað hvort veikir eða í sóttkví. Að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítalanum, hafa fjarvistirnar haft töluverð áhrif á starfsemina. „Þetta hefur áhrif en aðrir starfsmenn stíga inn og taka upp þær vaktir sem á þarf að halda þannig að við höfum getað haldið fullri starfsemi,“ sagði Jón Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spálíkön sem almannavarnir hafa stuðst við benda til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá verði álag jafnframt mest á heilbrigðisþjónustuna. Jón Magnús segir að hluti þeirra starfsmanna bráðadeildarinnar verði kominn aftur til starfa þá en þó ekki allir. Alls hafa nú rúmlega fjögur hundruð manns greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi og eru um 4.000 manns í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að faraldurinn væri enn í vexti en þó ekki endilega eins miklum og óttast hafði verið. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. 20. mars 2020 15:11 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. 20. mars 2020 11:27 Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á annað hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. 20. mars 2020 15:16 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. Fleiri en tvö hundruð starfsmenn Landspítalans eru nú í sóttkví og tuttugu og fimm hafa greinst með veiruna. Á bráðadeild eru 33 starfsmenn annað hvort veikir eða í sóttkví. Að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítalanum, hafa fjarvistirnar haft töluverð áhrif á starfsemina. „Þetta hefur áhrif en aðrir starfsmenn stíga inn og taka upp þær vaktir sem á þarf að halda þannig að við höfum getað haldið fullri starfsemi,“ sagði Jón Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spálíkön sem almannavarnir hafa stuðst við benda til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá verði álag jafnframt mest á heilbrigðisþjónustuna. Jón Magnús segir að hluti þeirra starfsmanna bráðadeildarinnar verði kominn aftur til starfa þá en þó ekki allir. Alls hafa nú rúmlega fjögur hundruð manns greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi og eru um 4.000 manns í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að faraldurinn væri enn í vexti en þó ekki endilega eins miklum og óttast hafði verið.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. 20. mars 2020 15:11 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. 20. mars 2020 11:27 Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á annað hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. 20. mars 2020 15:16 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. 20. mars 2020 15:11
Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22
Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. 20. mars 2020 11:27
Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á annað hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. 20. mars 2020 15:16