Skaut óvopnaðan mann þrisvar sinnum og vísað úr hernum átta árum seinna Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 15:50 Maðurinn var óvopnaður og hlýddi tilæmlum þegar hann var skotinn þrisvar sinnum. Stjórnendur hers Ástralíu hafa vikið sérsveitarmanni úr hernum og varnarmálaráðherra hefur vísað máli hans til lögreglu eftir að myndband af hermanninum skjóta óvopnaðan mann til bana í Afganistan var gert opinbert. Hermaðurinn gæti verið ákærður fyrir stríðsglæp. Myndband úr hjálmi eins hermanns sýnir atvikið en það var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu í vikunni og hefur það vakið mikla hneykslun. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki útskýrt af hverju ekki var gripið til aðgerða fyrr og af hverju umræddur hermaður var í hernum þar til í vikunni. Málið á rætur að rekja til ársins 2012 þegar sérsveitarmenn úr hinum áströlsku SAS-sérsveitum voru að leita sprengjugerðarmanns í þorpi í Oruzganhéraði. Á einum tímapunkti komu hermennirnir að manni út á akri og var hann að verjast hundi hermannanna sem hafði ráðist á hann. Þegar hermennirnir kölluðu hundinn til þeirra, lagðist maðurinn niður og á myndbandinu virðist sem hann sé alfarið óvopnaður og hlýði hermönnunum. „Viltu að ég felli þennan aumingja?“ spyr hermaðurinn er hann stendur yfir manninum. Hermaðurinn með myndavélina segist ekki viss. Hinn hermaðurinn kallar því á yfirmann þeirra. Svarið heyrist ekki en hermaðurinn skýtur óvopnaða manninn þrisvar sinnum. Sögðu banaskotið sjálfsvörn Maðurinn sem var skotinn, var 25 ára gamall og tveggja barna faðir. Þegar nágrannar hans kvörtuðu yfir því að hann hafði verið skotinn til bana leiddi rannsókn hersins í ljós að hermaðurinn hafi skotið manninn í sjálfsvörn. Myndbandið sýnir svo sannarlega að svo var ekki. Hér að neðan má sjá þátt Four Corners í heild sinni. Umrætt atvik er sýnt eftir 36 mínútur en atvikið gæti vakið óhug. Þátturinn byggir að miklu leyti á frásögn Braden Chapman, sem var áður í SAS, og heldur hann því fram að hermenn hafi reglulega skotið óvopnaða menn til bana og eyðilagt eigur þeirra. Umfangsmikil og langvarandi rannsókn á meintum ódæðum ástralskra hermanna í Afganistan er að ljúka. Í kjölfar sýningar þáttarins sendu forsvarsmenn hersins út yfirlýsingu og sagði að umræddum hermanni hafi verið vikið úr hernum. Ekki kom fram í tilkynningunni af hverju ekki var notast við myndbandið í upprunalegri rannsókn hersins. Ástralía Afganistan Tengdar fréttir ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. 5. mars 2020 10:42 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Stjórnendur hers Ástralíu hafa vikið sérsveitarmanni úr hernum og varnarmálaráðherra hefur vísað máli hans til lögreglu eftir að myndband af hermanninum skjóta óvopnaðan mann til bana í Afganistan var gert opinbert. Hermaðurinn gæti verið ákærður fyrir stríðsglæp. Myndband úr hjálmi eins hermanns sýnir atvikið en það var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu í vikunni og hefur það vakið mikla hneykslun. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki útskýrt af hverju ekki var gripið til aðgerða fyrr og af hverju umræddur hermaður var í hernum þar til í vikunni. Málið á rætur að rekja til ársins 2012 þegar sérsveitarmenn úr hinum áströlsku SAS-sérsveitum voru að leita sprengjugerðarmanns í þorpi í Oruzganhéraði. Á einum tímapunkti komu hermennirnir að manni út á akri og var hann að verjast hundi hermannanna sem hafði ráðist á hann. Þegar hermennirnir kölluðu hundinn til þeirra, lagðist maðurinn niður og á myndbandinu virðist sem hann sé alfarið óvopnaður og hlýði hermönnunum. „Viltu að ég felli þennan aumingja?“ spyr hermaðurinn er hann stendur yfir manninum. Hermaðurinn með myndavélina segist ekki viss. Hinn hermaðurinn kallar því á yfirmann þeirra. Svarið heyrist ekki en hermaðurinn skýtur óvopnaða manninn þrisvar sinnum. Sögðu banaskotið sjálfsvörn Maðurinn sem var skotinn, var 25 ára gamall og tveggja barna faðir. Þegar nágrannar hans kvörtuðu yfir því að hann hafði verið skotinn til bana leiddi rannsókn hersins í ljós að hermaðurinn hafi skotið manninn í sjálfsvörn. Myndbandið sýnir svo sannarlega að svo var ekki. Hér að neðan má sjá þátt Four Corners í heild sinni. Umrætt atvik er sýnt eftir 36 mínútur en atvikið gæti vakið óhug. Þátturinn byggir að miklu leyti á frásögn Braden Chapman, sem var áður í SAS, og heldur hann því fram að hermenn hafi reglulega skotið óvopnaða menn til bana og eyðilagt eigur þeirra. Umfangsmikil og langvarandi rannsókn á meintum ódæðum ástralskra hermanna í Afganistan er að ljúka. Í kjölfar sýningar þáttarins sendu forsvarsmenn hersins út yfirlýsingu og sagði að umræddum hermanni hafi verið vikið úr hernum. Ekki kom fram í tilkynningunni af hverju ekki var notast við myndbandið í upprunalegri rannsókn hersins.
Ástralía Afganistan Tengdar fréttir ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. 5. mars 2020 10:42 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. 5. mars 2020 10:42