Gerbreyttar aðstæður í framhaldsskólum Guðjón H. Hauksson skrifar 20. mars 2020 15:15 Alla þessa viku hafa kennarar lagt nótt við dag við að útfæra kennslu sína með það fyrir augum að nám nemenda raskist eins lítið og hægt er vegna þess viðbúnaðar sem COVID-19 kallar á. Ekkert okkar hefur upplifað svona ástand áður. Ég hef fylgst með stétt framhaldsskólakennara mæta þessum áskorunum af gríðarlegum dugnaði og sveigjanleika. Aðstæður þeirra eru afar ólíkar og margir hafa þurft að gerbreyta kennslu og fyrirkomulagi samskipta, endurgera námsefni og verkefni og taka upp nýjar aðferðir við námsmat. Vinnan hefur í mörgum tilfellum staðið langt fram á kvöld og hafist snemma að morgni. Það hefur verið mjög uppörvandi að fylgjast með kennurum á hinum ýmsu stöðum internetsins þar sem fagmennskan, vinnugleðin og atorkan hefur ríkt, allir eru að læra af öllum með það að markmiði að halda eins vel utan um nemendur og aðstæður leyfa. Fjölmargir foreldrar hafa séð ástæðu til að þakka kennurum sérstaklega fyrir að halda vel utan um nemendurna á þessum viðsjárverðu tímum. Það er ekki laust við að maður fyllist auðmýkt og stolti yfir því sem kennarar afreka þessa dagana. Eins og aðrir fylltist ég miklum vonbrigðum þegar ég horfði á Kastljósið í gær þar sem ítrekað var látið að því liggja af hálfu þáttarstjórnandans að engin kennsla færi fram í framhaldsskólum og jafnvel ýjað að því að ekki ætti að borga verklausu fólki laun. Að vísu skal það talið Ríkissjónvarpinu til tekna að hafa beðist afsökunar á þeim ummælum sem þar féllu. Þau bera vott um vanþekkingu á því mikla starfi sem kennarar, stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar vinna nú um stundir. Félag framhaldsskólakennara vill koma því skýrt á framfæri að allt starfsfólk í skólum landsins leggur nú ofurkapp á að halda uppi menntun í landinu eins og framast er unnt. Allt tal um að fólk sé verklaust og vinni ekki fyrir launum sínum er forkastanlegt hvernig sem á það er litið. Nú þarf samfélagið að passa upp sitt skólafólk, bæði það sem kennir og það sem lærir, því fram undan er áframhaldandi álag og þetta var aðeins fyrsta vikan af mörgum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Guðjón H. Hauksson Fjölmiðlar Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Alla þessa viku hafa kennarar lagt nótt við dag við að útfæra kennslu sína með það fyrir augum að nám nemenda raskist eins lítið og hægt er vegna þess viðbúnaðar sem COVID-19 kallar á. Ekkert okkar hefur upplifað svona ástand áður. Ég hef fylgst með stétt framhaldsskólakennara mæta þessum áskorunum af gríðarlegum dugnaði og sveigjanleika. Aðstæður þeirra eru afar ólíkar og margir hafa þurft að gerbreyta kennslu og fyrirkomulagi samskipta, endurgera námsefni og verkefni og taka upp nýjar aðferðir við námsmat. Vinnan hefur í mörgum tilfellum staðið langt fram á kvöld og hafist snemma að morgni. Það hefur verið mjög uppörvandi að fylgjast með kennurum á hinum ýmsu stöðum internetsins þar sem fagmennskan, vinnugleðin og atorkan hefur ríkt, allir eru að læra af öllum með það að markmiði að halda eins vel utan um nemendur og aðstæður leyfa. Fjölmargir foreldrar hafa séð ástæðu til að þakka kennurum sérstaklega fyrir að halda vel utan um nemendurna á þessum viðsjárverðu tímum. Það er ekki laust við að maður fyllist auðmýkt og stolti yfir því sem kennarar afreka þessa dagana. Eins og aðrir fylltist ég miklum vonbrigðum þegar ég horfði á Kastljósið í gær þar sem ítrekað var látið að því liggja af hálfu þáttarstjórnandans að engin kennsla færi fram í framhaldsskólum og jafnvel ýjað að því að ekki ætti að borga verklausu fólki laun. Að vísu skal það talið Ríkissjónvarpinu til tekna að hafa beðist afsökunar á þeim ummælum sem þar féllu. Þau bera vott um vanþekkingu á því mikla starfi sem kennarar, stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar vinna nú um stundir. Félag framhaldsskólakennara vill koma því skýrt á framfæri að allt starfsfólk í skólum landsins leggur nú ofurkapp á að halda uppi menntun í landinu eins og framast er unnt. Allt tal um að fólk sé verklaust og vinni ekki fyrir launum sínum er forkastanlegt hvernig sem á það er litið. Nú þarf samfélagið að passa upp sitt skólafólk, bæði það sem kennir og það sem lærir, því fram undan er áframhaldandi álag og þetta var aðeins fyrsta vikan af mörgum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun