Ástin (og neyðin) á tímum kórónuveirunnar Atli Viðar Thorstensen skrifar 20. mars 2020 16:00 Miðað við fréttaflutning undanfarinna vikna mætti halda að það sé kominn á heimsfriður, fátækt hafi verið útrýmt og allir hafi aðeins það eina hlutverk að kveða COVID-19 í kútinn. Enda þótt seinni hlutinn sé réttur, eða ætti að vera réttur, er sá fyrri það ekki. Því miður búa enn í dag milljónir barna, kvenna og karla við mikið fæðuóöryggi og sjá jafnvel fram á hungur næstu mánuði. Stríð geysa enn, fólk flýr umvörpum heimili sín og mikill fjöldi fólks býr enn við sárafátækt. Við hjá Rauða krossinum höfum oft bent á að Ísland sé ekki eyland að því leyti að það sem gerist út í heimi hefur með einum eða öðrum hætti áhrif hér heima. Skýrt merki um það er gosið í Eyjafjallajökli sem og ástandið sem við upplifum nú í tengslum við COVID-19. Veiran sem á sér uppruna hinum megin á hnettinum er nú svo útbreidd að það er víða ferðabann, landamærum lokað og r samkomubann á Íslandi. Allt þetta gerir það að verkum að fréttir rúma vart annað. Í þess konar ástandi er brýnt að sýna náungakærleika og ást því leiðin út úr neyðarástandi liggur fyrst og fremst í samstöðunni og samtakamættinum. Við erum sannarlega öll almannavarnir og við erum öll mannvinir. Þrátt fyrir að við á Íslandi búum við ákveðið neyðarástand eru verslanir enn opnar, það er friður og hér er heilbrigðiskerfið sterkt og öflugt. Því miður er ekki sömu sögu að segja um fátækustu ríkin og það má alveg fullyrða að COVID-19 hefur enn verri og neikvæðari áhrif á þau en okkur sem fæddumst á Íslandi eða í öðrum ríkum löndum. Við sem sú þjóð sem býr við hvað mestu hagsæld og öryggi í heiminum verðum hins vegar að átta okkur betur á heildarmyndinni og gera mikið meira og betur í að aðstoða fátækustu ríkin til bjargálna. Framlag Íslands til þróunarsamvinnu hefur alla tíð verið langt undir þeim markmiðum Sameinuðu þjóðanna sem stjórnvöld hafa stefnt að og stutt í hartnær hálfa öld. Það er ekki til eftirbreytni. Íslensk stjórnvöld hafa, fyrir það takmarkaða fé sem sett er í þróunarsamvinnu, staðið sig vel í að leggja áherslu á valdeflingu kvenna og menntun stúlkna, jafnrétti yfir höfuð og sjálfbærni. Það hefur ekki aðeins góð áhrif á baráttuna gegn loftslagsvánni heldur er líka besta leiðin til sjálfbærrar framþróunar fyrir fátæk ríki. Á tímum kórónuveirunnar er svo mikilvægt að gleyma ekki náunganum. Líka náunganum sem býr við sult annars staðar því öll deilum við þessari litlu plánetu. þar sem skakkaföll hér hafa áhrif þar og öfugt. Það er rétt að Ísland eitt og sér mun aldrei bjarga heiminum. En við getum sannarlega haft góð áhrif og ef við erum góð fyrirmynd og stöndum okkar vakt erum við einnig í betri aðstöðu til að hvetja önnur ríki til að fylgja fordæmi okkar. Þar hefur Ísland stórt hlutverk sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í því liggur líka ástin á náunganum og þannig getum við svarað neyð á tímum kórónaveirunnar þar sem þörfin er brýnust. Það hafa Mannvinir Rauða krossins sannarlega gert með framlögum sínum sem nýtast bæði til alþjóðlegra mannúðarverkefna en ekki síður til mikilvægra samfélagsverkefna hér heima, ekki síst á tímum sem þessum. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Miðað við fréttaflutning undanfarinna vikna mætti halda að það sé kominn á heimsfriður, fátækt hafi verið útrýmt og allir hafi aðeins það eina hlutverk að kveða COVID-19 í kútinn. Enda þótt seinni hlutinn sé réttur, eða ætti að vera réttur, er sá fyrri það ekki. Því miður búa enn í dag milljónir barna, kvenna og karla við mikið fæðuóöryggi og sjá jafnvel fram á hungur næstu mánuði. Stríð geysa enn, fólk flýr umvörpum heimili sín og mikill fjöldi fólks býr enn við sárafátækt. Við hjá Rauða krossinum höfum oft bent á að Ísland sé ekki eyland að því leyti að það sem gerist út í heimi hefur með einum eða öðrum hætti áhrif hér heima. Skýrt merki um það er gosið í Eyjafjallajökli sem og ástandið sem við upplifum nú í tengslum við COVID-19. Veiran sem á sér uppruna hinum megin á hnettinum er nú svo útbreidd að það er víða ferðabann, landamærum lokað og r samkomubann á Íslandi. Allt þetta gerir það að verkum að fréttir rúma vart annað. Í þess konar ástandi er brýnt að sýna náungakærleika og ást því leiðin út úr neyðarástandi liggur fyrst og fremst í samstöðunni og samtakamættinum. Við erum sannarlega öll almannavarnir og við erum öll mannvinir. Þrátt fyrir að við á Íslandi búum við ákveðið neyðarástand eru verslanir enn opnar, það er friður og hér er heilbrigðiskerfið sterkt og öflugt. Því miður er ekki sömu sögu að segja um fátækustu ríkin og það má alveg fullyrða að COVID-19 hefur enn verri og neikvæðari áhrif á þau en okkur sem fæddumst á Íslandi eða í öðrum ríkum löndum. Við sem sú þjóð sem býr við hvað mestu hagsæld og öryggi í heiminum verðum hins vegar að átta okkur betur á heildarmyndinni og gera mikið meira og betur í að aðstoða fátækustu ríkin til bjargálna. Framlag Íslands til þróunarsamvinnu hefur alla tíð verið langt undir þeim markmiðum Sameinuðu þjóðanna sem stjórnvöld hafa stefnt að og stutt í hartnær hálfa öld. Það er ekki til eftirbreytni. Íslensk stjórnvöld hafa, fyrir það takmarkaða fé sem sett er í þróunarsamvinnu, staðið sig vel í að leggja áherslu á valdeflingu kvenna og menntun stúlkna, jafnrétti yfir höfuð og sjálfbærni. Það hefur ekki aðeins góð áhrif á baráttuna gegn loftslagsvánni heldur er líka besta leiðin til sjálfbærrar framþróunar fyrir fátæk ríki. Á tímum kórónuveirunnar er svo mikilvægt að gleyma ekki náunganum. Líka náunganum sem býr við sult annars staðar því öll deilum við þessari litlu plánetu. þar sem skakkaföll hér hafa áhrif þar og öfugt. Það er rétt að Ísland eitt og sér mun aldrei bjarga heiminum. En við getum sannarlega haft góð áhrif og ef við erum góð fyrirmynd og stöndum okkar vakt erum við einnig í betri aðstöðu til að hvetja önnur ríki til að fylgja fordæmi okkar. Þar hefur Ísland stórt hlutverk sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í því liggur líka ástin á náunganum og þannig getum við svarað neyð á tímum kórónaveirunnar þar sem þörfin er brýnust. Það hafa Mannvinir Rauða krossins sannarlega gert með framlögum sínum sem nýtast bæði til alþjóðlegra mannúðarverkefna en ekki síður til mikilvægra samfélagsverkefna hér heima, ekki síst á tímum sem þessum. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar