Lægstu laun ekkert skert við skert starfshlutfall Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 18:32 Ríkisstjórnin hefur breytt upprunalegum hugmyndum sínum um greiðslu atvinnuleysisbóta til fólks sem fer úr fullu starfi í lægra starfshlutfall vegna ástandsins á vinnumarkaði til þannig að þeir lægst launuðu verði ekkert skertir. Allir þeir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund eða minna í laun á mánuði munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum samkvæmt aðgerðum stjórnvalda, en samanlagt geta greiðslurnar aldrei verið hærri en 700 þúsund. Færa má starfshlutfallið allt niður í 25 prósnet af fullu starfi. Sá sem nú er með 600 þúsund kónur á mánuði fengi 82 prósent samanlagt í bætur og laun og maður með milljón á mánuði fengi 59% af launum sínum samanlagt í launum og bótum. „Við boðuðum það þegar mælt var fyrir málinu að hlutirnir væru að breytast hratt og við þyrftum að stíga inn af meiri krafti heldur en þar var boðað, sem þó var myndarlegt. Þessi aðgerð að meðal annars fara upp í sjötíu og fimm prósent hlutabætur og tryggja sérstaklega tekjulægsta hópinn,“ sagði Ásmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við teljum að þetta geri úrræðið miklu víðtækara, miklu víðfeðmara en vissulega fer þar af leiðandi það fjármagn sem fer í þetta mjög mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bilinu tólf til tuttugu milljarðar, eftir því hversu margir nýta sér úrræðið,“ segir Ásmundur og bætir við að heildarupphæðin sé meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Upphaflega hafi verið áætlað um að einn og hálfur milljarður færi í aðgerðirnar. „Ég held það sé orðið mjög aðkallandi að við klárum þetta. Við höfum unnið þetta í góðu samstarfi við nefndina og mikilvægt að klára þetta á morgun. Ég veit að nefndin er núna að vinna í nefndaráliti og öðru. Þetta stóra verkefni getur komist af stað strax á morgun.“ Breytingarnar gilda út maímánuð og segir Ásmundur mikilvægt að skoða hvað muni svo taka við. „Það er það sem við þurfum að ræða í framhaldinu. Hlutirnir eru að breytast mjög hratt í okkar samfélagi og við vitum það að það mun þurfa að taka eitthvað við. Það er það sem á að forma á þessum tíma. Þetta skref er orðið gríðarlega myndarlegt og verður líklega eitt af stærstu útspilum stjórnvalda núna í þessum pakka“ segir Ásmundur sem vonar að samstaða náist um málið. Vísir Vísir Vísir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur breytt upprunalegum hugmyndum sínum um greiðslu atvinnuleysisbóta til fólks sem fer úr fullu starfi í lægra starfshlutfall vegna ástandsins á vinnumarkaði til þannig að þeir lægst launuðu verði ekkert skertir. Allir þeir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund eða minna í laun á mánuði munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum samkvæmt aðgerðum stjórnvalda, en samanlagt geta greiðslurnar aldrei verið hærri en 700 þúsund. Færa má starfshlutfallið allt niður í 25 prósnet af fullu starfi. Sá sem nú er með 600 þúsund kónur á mánuði fengi 82 prósent samanlagt í bætur og laun og maður með milljón á mánuði fengi 59% af launum sínum samanlagt í launum og bótum. „Við boðuðum það þegar mælt var fyrir málinu að hlutirnir væru að breytast hratt og við þyrftum að stíga inn af meiri krafti heldur en þar var boðað, sem þó var myndarlegt. Þessi aðgerð að meðal annars fara upp í sjötíu og fimm prósent hlutabætur og tryggja sérstaklega tekjulægsta hópinn,“ sagði Ásmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við teljum að þetta geri úrræðið miklu víðtækara, miklu víðfeðmara en vissulega fer þar af leiðandi það fjármagn sem fer í þetta mjög mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bilinu tólf til tuttugu milljarðar, eftir því hversu margir nýta sér úrræðið,“ segir Ásmundur og bætir við að heildarupphæðin sé meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Upphaflega hafi verið áætlað um að einn og hálfur milljarður færi í aðgerðirnar. „Ég held það sé orðið mjög aðkallandi að við klárum þetta. Við höfum unnið þetta í góðu samstarfi við nefndina og mikilvægt að klára þetta á morgun. Ég veit að nefndin er núna að vinna í nefndaráliti og öðru. Þetta stóra verkefni getur komist af stað strax á morgun.“ Breytingarnar gilda út maímánuð og segir Ásmundur mikilvægt að skoða hvað muni svo taka við. „Það er það sem við þurfum að ræða í framhaldinu. Hlutirnir eru að breytast mjög hratt í okkar samfélagi og við vitum það að það mun þurfa að taka eitthvað við. Það er það sem á að forma á þessum tíma. Þetta skref er orðið gríðarlega myndarlegt og verður líklega eitt af stærstu útspilum stjórnvalda núna í þessum pakka“ segir Ásmundur sem vonar að samstaða náist um málið. Vísir Vísir Vísir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira