Hvetur fólk til þess að klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki annað kvöld Sylvía Hall skrifar 19. mars 2020 18:17 Kamilla Ósk Heimisdóttir fékk hugmyndina eftir að hafa séð sambærilegt framtak í Portúgal. Hún vonar að sem flestir taki þátt. Vísir/Getty Yfir 4.500 manns hafa boðað þátttöku sína í svokölluðu hópklappi fyrir heilbrigðisstarfsfólk annað kvöld klukkan 19 og rúmlega tvö þúsund lýst yfir áhuga. Á viðburðinum „Ísland klappar fyrir heilbrigðisstarfsfólki“ getur fólk boðað þátttöku sína. „Heilbrigðisstarfsfólkið í landinu okkar á svo sannarlega hrós skilið fyrir alla þá óeigingjörnu vinnu sem það hefur unnið núna síðustu vikur. Því ætlum við öll að taka önnur lönd til fyrirmyndar að klappa og þakka þeim fyrir,“ segir í lýsingu viðburðarins. Fólk er hvatt til þess að klappa hvar sem það er statt á landinu og sýna þannig heilbrigðis- og öryggismálastarfsfólki þakklæti. Sambærilegur viðburður fór fram á Tenerife í vikunni og sagði Íslendingur á svæðinu að augnablikið hafi verið afar fallegt. Sjá einnig: Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi Kamilla Ósk Heimisdóttir, skipuleggjandi viðburðarins, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina hafa komið eftir að sambærilegur viðburður fór fram í Portúgal. „Ég sá þetta fyrst hjá frænda mínum sem býr úti í Portúgal, þar sem þau voru að gera þetta. Mér fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að mig langaði að prófa að athuga hvernig væri tekið í þetta hér, og þetta gekk bara svona ótrúlega vel.“ Hún segist vona að sem flestir taki þátt. Það skipti engu máli hvar fólk sé á landinu. „Ég vona bara að sem flestir taki þátt og fari út á svalir hjá sér eða hvar sem það er statt og klappi þannig allt heilbrigðisstarfsfólk heyri það, hvar sem það er,“ segir Kamilla en áætlaður tími er um það bil mínúta. „Mínútu eða tvær mínútur, eins lengi og fólk nennir.“ Hér að neðan má hlusta á viðtal við Kamillu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi 16. mars 2020 17:08 Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20 Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Yfir 4.500 manns hafa boðað þátttöku sína í svokölluðu hópklappi fyrir heilbrigðisstarfsfólk annað kvöld klukkan 19 og rúmlega tvö þúsund lýst yfir áhuga. Á viðburðinum „Ísland klappar fyrir heilbrigðisstarfsfólki“ getur fólk boðað þátttöku sína. „Heilbrigðisstarfsfólkið í landinu okkar á svo sannarlega hrós skilið fyrir alla þá óeigingjörnu vinnu sem það hefur unnið núna síðustu vikur. Því ætlum við öll að taka önnur lönd til fyrirmyndar að klappa og þakka þeim fyrir,“ segir í lýsingu viðburðarins. Fólk er hvatt til þess að klappa hvar sem það er statt á landinu og sýna þannig heilbrigðis- og öryggismálastarfsfólki þakklæti. Sambærilegur viðburður fór fram á Tenerife í vikunni og sagði Íslendingur á svæðinu að augnablikið hafi verið afar fallegt. Sjá einnig: Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi Kamilla Ósk Heimisdóttir, skipuleggjandi viðburðarins, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina hafa komið eftir að sambærilegur viðburður fór fram í Portúgal. „Ég sá þetta fyrst hjá frænda mínum sem býr úti í Portúgal, þar sem þau voru að gera þetta. Mér fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að mig langaði að prófa að athuga hvernig væri tekið í þetta hér, og þetta gekk bara svona ótrúlega vel.“ Hún segist vona að sem flestir taki þátt. Það skipti engu máli hvar fólk sé á landinu. „Ég vona bara að sem flestir taki þátt og fari út á svalir hjá sér eða hvar sem það er statt og klappi þannig allt heilbrigðisstarfsfólk heyri það, hvar sem það er,“ segir Kamilla en áætlaður tími er um það bil mínúta. „Mínútu eða tvær mínútur, eins lengi og fólk nennir.“ Hér að neðan má hlusta á viðtal við Kamillu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi 16. mars 2020 17:08 Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20 Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20
Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00