Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir fyrirsæta eiga von á barni september. Albert og Guðlaug Elísa greina frá þessu Instagram.
Albert og Guðlaug eru bæði á 23. aldursári og er um að ræða þeirra fyrsta barn. Þau eru búsett í borginni Alkmaar í Hollandi þar sem Albert spilar sem atvinnumaður í knattspyrnu.
Faðir Alberts er knattspyrnulýsandinn Guðmundur Benediktsson sem verður því í afahlutverki frá og með september.
Hamingjuóskum rignir yfir parið á Instagram.