Dregur úr hvassviðri en gert ráð fyrir éljum í öllum landshlutum Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2020 07:17 Við Reykjavíkurtjörn. Vísir/Vilhelm Smám saman dregur nú úr hvassviðri og snjókomu á norðanverðu landinu, en þó er gert ráð fyrir éljum í öllum landshlutum í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að eftir hádegi sé einnig útlit fyrir að snjói nokkuð drjúgt með suður og suðausturströndinni. Í kvöld lægi, létti til og herði talsvert á frosti. Gular viðvaranir eru í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi til hádegis í dag. „Við strönd Nýfundnalands myndast lægð í dag sem gengur allhratt upp á Íslandi á morgun. Það hvessir úr suðri annað kvöld og þykknar upp og má búast við snjókomu og síðan slyddu, en ekki er útilokað að hláni við ströndina, einkum suðvestanlands. Á laugardag er yfirleitt þokkalegasta veður en á sunnudag er útlit fyrir sunnan storm með talsverðri eða mikilli rigningu og hlýindum um allt land. Þá er viðbúið að snjór og klaki bráðni hratt og mikilvægt að nýta næstu daga til að moka rásir í snjó svo vatn komist rétta leið að niðurföllum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Víða léttskýjað, en stöku él á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og einnig við suðurströndina um kvöldið. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Á föstudag: Gengur í sunnan 13-20 með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands og síðar rigningu við ströndina. Þurrt um landið norðaustanvert. Hlýnar í veðri, hiti 0 til 4 stig eftir hádegi. Hægari suðvestanátt vestanlands um kvöldið með éljum og kólnar aftur. Á laugardag: Suðvestan 8-15 og él. Snjókoma eða slydda austanlands framan af degi, en léttir til þar síðdegis. Víða vægt frost. Á sunnudag: Gengur í sunnan storm með snjókomu eða slyddu, en síðar hláka um allt land með talsverðri rigningu sunnan og vestantil. Úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hlýnar í veðri, hiti 3 til 8 stig seinnipartinn. Á mánudag: Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með éljum eða slydduéljum, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á þriðjudag: Minnkandi suðvestanátt. Dálítil snjókoma vestantil á landinu en bajrtviðri austantil. Hiti 0 til 4 stig við suðurströndina annars yfirleitt vægt frost. Veður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Smám saman dregur nú úr hvassviðri og snjókomu á norðanverðu landinu, en þó er gert ráð fyrir éljum í öllum landshlutum í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að eftir hádegi sé einnig útlit fyrir að snjói nokkuð drjúgt með suður og suðausturströndinni. Í kvöld lægi, létti til og herði talsvert á frosti. Gular viðvaranir eru í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi til hádegis í dag. „Við strönd Nýfundnalands myndast lægð í dag sem gengur allhratt upp á Íslandi á morgun. Það hvessir úr suðri annað kvöld og þykknar upp og má búast við snjókomu og síðan slyddu, en ekki er útilokað að hláni við ströndina, einkum suðvestanlands. Á laugardag er yfirleitt þokkalegasta veður en á sunnudag er útlit fyrir sunnan storm með talsverðri eða mikilli rigningu og hlýindum um allt land. Þá er viðbúið að snjór og klaki bráðni hratt og mikilvægt að nýta næstu daga til að moka rásir í snjó svo vatn komist rétta leið að niðurföllum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Víða léttskýjað, en stöku él á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og einnig við suðurströndina um kvöldið. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Á föstudag: Gengur í sunnan 13-20 með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands og síðar rigningu við ströndina. Þurrt um landið norðaustanvert. Hlýnar í veðri, hiti 0 til 4 stig eftir hádegi. Hægari suðvestanátt vestanlands um kvöldið með éljum og kólnar aftur. Á laugardag: Suðvestan 8-15 og él. Snjókoma eða slydda austanlands framan af degi, en léttir til þar síðdegis. Víða vægt frost. Á sunnudag: Gengur í sunnan storm með snjókomu eða slyddu, en síðar hláka um allt land með talsverðri rigningu sunnan og vestantil. Úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hlýnar í veðri, hiti 3 til 8 stig seinnipartinn. Á mánudag: Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með éljum eða slydduéljum, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á þriðjudag: Minnkandi suðvestanátt. Dálítil snjókoma vestantil á landinu en bajrtviðri austantil. Hiti 0 til 4 stig við suðurströndina annars yfirleitt vægt frost.
Veður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira