Danir kynna enn harðari aðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 18:31 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA/LUDOVIC MARIN Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og alls kyns staðir og fyrirtæki þar sem fólk safnast saman þurfa að loka tímabundið samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. Bannið tekur gildi klukkan tíu að dönskum tíma í fyrramálið, klukkan níu að íslenskum tíma. Danska ríkisútvarpið segir að samkomubannið gildi um samkomur jafnt innan- sem utandyra til 30. mars. Matvöruverslanir og apótek verða áfram opin en reglur um starfsemi verslana verða einnig hertar til að tryggja að viðskiptavinir séu ekki í of miklu návígi. Viðskiptavinir þurfa einnig að geta þvegið sér um hendur og sprittað sig í búðunum. Bannið nær til veitingastaða, kaffihúsa, verslunarmiðstöðva, hárgreiðslustofa, sólbaðsstofa og íþróttamiðstöðva, þar á meðal líkamsræktarstöðva. Skemmtistaðir og knæpur þurfa einnig að loka dyrum sínum. Frederiksen hvatti landsmenn til að grípa til aðgerða heima fyrir.. „Þetta er ekki tíminn til að bjóða í afmæli eða að safna mörgu fólki saman,“ sagði hún á fréttamannafundi. Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að ávarpa þjóðina klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Danskur þjóðhöfðingi hefur ekki flutt slíkt ávarp frá því að afi drottningar gerði það við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og alls kyns staðir og fyrirtæki þar sem fólk safnast saman þurfa að loka tímabundið samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. Bannið tekur gildi klukkan tíu að dönskum tíma í fyrramálið, klukkan níu að íslenskum tíma. Danska ríkisútvarpið segir að samkomubannið gildi um samkomur jafnt innan- sem utandyra til 30. mars. Matvöruverslanir og apótek verða áfram opin en reglur um starfsemi verslana verða einnig hertar til að tryggja að viðskiptavinir séu ekki í of miklu návígi. Viðskiptavinir þurfa einnig að geta þvegið sér um hendur og sprittað sig í búðunum. Bannið nær til veitingastaða, kaffihúsa, verslunarmiðstöðva, hárgreiðslustofa, sólbaðsstofa og íþróttamiðstöðva, þar á meðal líkamsræktarstöðva. Skemmtistaðir og knæpur þurfa einnig að loka dyrum sínum. Frederiksen hvatti landsmenn til að grípa til aðgerða heima fyrir.. „Þetta er ekki tíminn til að bjóða í afmæli eða að safna mörgu fólki saman,“ sagði hún á fréttamannafundi. Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að ávarpa þjóðina klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Danskur þjóðhöfðingi hefur ekki flutt slíkt ávarp frá því að afi drottningar gerði það við lok síðari heimsstyrjaldarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira