Slorið á tímum Coronavírussins Arnar Atlason skrifar 17. mars 2020 15:30 Ég ætla ekki að flækja það sem ég þarf að segja. Við lifum á viðsjárverðum tímum, stöndum frammi fyrir einni stærstu efnahagslegu ógn sem að okkur hefur steðjað lengi. Ég legg áherslu á að hún er efnahagsleg. Hér á landi er ferðamannaiðnaðurinn við að hrynja, hvort það er til lengri eða skemmri tíma er of snemmt að segja. Hvað stendur þá eftir? Jú það er ekki síst græna gullið, þorskurinn og allar hinar tegundirnar sem synda í sjónum í kringum landið. Slorið er það sem við á Íslandi nennum ekki að tala um nema helst þegar við þurfum að pirra okkur á einhverjum ofsaríkum. En staðreyndin er sú að þegar efnahagsáföll ríða yfir og heilu greinarnar hrynja, fyrst bankakerfi og svo ferðaþjónusta, er það slorið sem stendur eftir sem efnahagsleg undirstaða. En erum við að fá það út úr þessari grundvallaratvinnugrein sem við getum? Á síðasta ári fluttum við út rúmlega 50 þúsund tonn af óunnum fiski. Ég hef bent á það áður í greinaskrifum mínum að það eru um það bil 5000 störf. Megnið af þessum fiski er aldrei boðið til sölu hér á Íslandi heldur ákveður handhafi veiðiheimildanna að hann muni hagnast meira á því að selja hann erlendis. Oft selur hann svo sjálfum sér aflann erlendis, það er staðreynd. Heiðrún Lind þú mátt hætta að biðja um dæmi þess, það er búið að nefna svo mörg. Þessa virðiskeðju verður að slíta í sundur ef við ætlum að auka virði afla okkar hér innanlands og um leið auka skatttekjur okkar af auðlindinni. Fordæmalausar aðstæður öskra á breytingar. Fyrir örfáum árum bar vörumerkið Ísland af við sölu á sjávarafurðum. Þessu forskoti höfum við tapað. Á mörkuðum okkar í Bretlandi til að mynda er nú norskur fiskur auglýstur dýrari en sá íslenski. Norðmenn hafa náð að markaðssetja vörumerkið „Skrei“ með frábærum árangri. Þeir hafa nýtt sér reynslu og þekkingu úr markaðssetningu og sölu lax í heiminum og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hvað gerum við ? Við höfum leyft handhöfum veiðiheimildanna að komast upp með það aftur og aftur að tala um mikilvægi þess að þeir haldi á allri virðiskeðjunni; veiðum, vinnslu, markaðssetningu og sölu. Þetta hafa þeir getað gert nánast gagnrýnislaust. Fjárfesting á undanförnum árum í markaðssetningu íslenskra sjávarafurða er nánast engin ef rýnt er með gagnrýnum augum. Við verðum að snúa vörn í sókn, fjárfesting í markaðssetningu er hverrar krónu virði. Kerfið okkar er aftur á móti þannig uppbyggt að handhafar veiðiheimildanna hafa ekki hag af fjárfestingu í markaðssetningu. Það er þeim mun mikilvægara í mörgum tilfellum að minnka virði afurðanna. Það er staðreynd sem ein og sér ætti að nægja til ákvörðunar um kollvörpun á kerfinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ) hafa byrjað samtal við þjóðina um sjávarútveg. Samtalið er reyndar svo kostulegt að ég hvet hvern, sem skoða vill, til að horfa á það á netinu gagnrýnum augum. Best er að setja það í samhengi við það ef einstaklingur hefur komið sér í ónáð við einhvern, eða gert á hlut hans. Nú ákveður sá í ónáðinni að eiga samtal við þá sem urðu fyrir barðinu á honum. Hann setur reglurnar og til að samtalið sé gott fær hann að tala lengi. Fulltrúar þeirra sem urðu fyrir barðinu á honum fá svo að koma sínum skoðunum á framfæri en hafa einungis eina mínútu til þess. Þetta er lykill að fullkomnu samtali fyrir þann sem í ónáðinni er, ekki satt? Tímasetningin segir jafnframt meira en mörg orð. Hvað er langt síðan Kveiks-þátturinn um Samherjaskjölin var sýndur, voruð þið búin að gleyma honum? Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Arnar Atlason Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að flækja það sem ég þarf að segja. Við lifum á viðsjárverðum tímum, stöndum frammi fyrir einni stærstu efnahagslegu ógn sem að okkur hefur steðjað lengi. Ég legg áherslu á að hún er efnahagsleg. Hér á landi er ferðamannaiðnaðurinn við að hrynja, hvort það er til lengri eða skemmri tíma er of snemmt að segja. Hvað stendur þá eftir? Jú það er ekki síst græna gullið, þorskurinn og allar hinar tegundirnar sem synda í sjónum í kringum landið. Slorið er það sem við á Íslandi nennum ekki að tala um nema helst þegar við þurfum að pirra okkur á einhverjum ofsaríkum. En staðreyndin er sú að þegar efnahagsáföll ríða yfir og heilu greinarnar hrynja, fyrst bankakerfi og svo ferðaþjónusta, er það slorið sem stendur eftir sem efnahagsleg undirstaða. En erum við að fá það út úr þessari grundvallaratvinnugrein sem við getum? Á síðasta ári fluttum við út rúmlega 50 þúsund tonn af óunnum fiski. Ég hef bent á það áður í greinaskrifum mínum að það eru um það bil 5000 störf. Megnið af þessum fiski er aldrei boðið til sölu hér á Íslandi heldur ákveður handhafi veiðiheimildanna að hann muni hagnast meira á því að selja hann erlendis. Oft selur hann svo sjálfum sér aflann erlendis, það er staðreynd. Heiðrún Lind þú mátt hætta að biðja um dæmi þess, það er búið að nefna svo mörg. Þessa virðiskeðju verður að slíta í sundur ef við ætlum að auka virði afla okkar hér innanlands og um leið auka skatttekjur okkar af auðlindinni. Fordæmalausar aðstæður öskra á breytingar. Fyrir örfáum árum bar vörumerkið Ísland af við sölu á sjávarafurðum. Þessu forskoti höfum við tapað. Á mörkuðum okkar í Bretlandi til að mynda er nú norskur fiskur auglýstur dýrari en sá íslenski. Norðmenn hafa náð að markaðssetja vörumerkið „Skrei“ með frábærum árangri. Þeir hafa nýtt sér reynslu og þekkingu úr markaðssetningu og sölu lax í heiminum og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hvað gerum við ? Við höfum leyft handhöfum veiðiheimildanna að komast upp með það aftur og aftur að tala um mikilvægi þess að þeir haldi á allri virðiskeðjunni; veiðum, vinnslu, markaðssetningu og sölu. Þetta hafa þeir getað gert nánast gagnrýnislaust. Fjárfesting á undanförnum árum í markaðssetningu íslenskra sjávarafurða er nánast engin ef rýnt er með gagnrýnum augum. Við verðum að snúa vörn í sókn, fjárfesting í markaðssetningu er hverrar krónu virði. Kerfið okkar er aftur á móti þannig uppbyggt að handhafar veiðiheimildanna hafa ekki hag af fjárfestingu í markaðssetningu. Það er þeim mun mikilvægara í mörgum tilfellum að minnka virði afurðanna. Það er staðreynd sem ein og sér ætti að nægja til ákvörðunar um kollvörpun á kerfinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ) hafa byrjað samtal við þjóðina um sjávarútveg. Samtalið er reyndar svo kostulegt að ég hvet hvern, sem skoða vill, til að horfa á það á netinu gagnrýnum augum. Best er að setja það í samhengi við það ef einstaklingur hefur komið sér í ónáð við einhvern, eða gert á hlut hans. Nú ákveður sá í ónáðinni að eiga samtal við þá sem urðu fyrir barðinu á honum. Hann setur reglurnar og til að samtalið sé gott fær hann að tala lengi. Fulltrúar þeirra sem urðu fyrir barðinu á honum fá svo að koma sínum skoðunum á framfæri en hafa einungis eina mínútu til þess. Þetta er lykill að fullkomnu samtali fyrir þann sem í ónáðinni er, ekki satt? Tímasetningin segir jafnframt meira en mörg orð. Hvað er langt síðan Kveiks-þátturinn um Samherjaskjölin var sýndur, voruð þið búin að gleyma honum? Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun