Leiðrétta misskilning sem spratt upp vegna merkinga á spritti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2020 21:33 Sprittbrúsarnir sem um ræðir. Aðsend/Eyrún Arnardóttir Sprittbrúsar sem nú eru seldir í verslunum hér á landi hafa vakið athygli fyrir umbúðir sem taldar eru geta valdið misskilningi um að um drykk sé að ræða. Merkingar brúsanna þóttu ekki gefa nógu sterklega til kynna að um handspritt væri að ræða. Eins þykja tappar á brúsunum gefa til kynna að um drykk sé að ræða. Framleiðandi sprittsins segir að búið sé að finna lausn á vandanum. Um er að ræða brúsa af spritti sem framleiddir eru af íslenska áfengisframleiðandanum Volcanic Drinks. Eyrún Arnardóttir hjúkrunarfræðingur er meðal þeirra sem vakti athygli á málinu. Hún segist sjálf hafa meðhöndlað fullorðna einstaklinga sem hafi innbyrt skaðleg efni í þeirri trú að um drykk væri að ræða. Hún viti því hve miklu máli skilmerkilegar merkingar geta skipt og bendir sérstaklega á að gott væri ef merking brúsans væri á fleiri tungumálum, til að mynda ensku og pólsku. „Við lifum þá tíma þar sem við þurfum handspritt, en það þarf að passa upp á hvernig umbúðir það er sett í,“ segir Eyrún í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa haft samband við framleiðendur og komið ábendingu um umbúðirnar á framfæri. „Það er auðvitað mjög sniðugt að þau noti sína aðstöðu til að framleiða handspritt. Það er mikil eftirspurn eftir því og það hefur sárlega vantað það í landið. Nema kannski það að velja þessar umbúðir. Ég sagði þeim hvað væri svona varhugavert við þessar flöskur og þau sögðust ætla að skoða málið,“ segir Eyrún. Hún bætir þá við að ábendingunni hafi verið komið á framfæri síðastliðinn laugardag, en síðan þá hafi hún ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Vinna að því að taka af allan vafa um innihald Vísir hafði samband við Alfreð Pálsson, einn eigenda Volcanic Drinks, og spurðist fyrir um málið. Alfreð segir að unnið hafi verið úr ábendingum um merkingar á brúsunum og að nýir miðar séu á leið í prentun á næstunni. „Aðalmálið er að við erum að láta endurhanna miðana upp á nýtt. Hins vegar viljum við hafa þessa tappa áfram, en Umhverfisstofnun er búin að leggja blessun sína á þá. Það eru hvergi til pumpur, það er allt upp urið í Evrópu og hvar sem er. Þess vegna þykja þessir svokölluðu sporttappar hentugir til að skammta úr flöskunni,“ segir Alfreð. Ljóst er að pumpuskorturinn er ekki úr lausu lofti gripinn, en fyrir stuttu beindu Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis, að höfðu samráði við framleiðendur sótthreinsivara, þeim tilmælum til almennings, fyrirtækja og stofnana að henda ekki handpumpum af handsprittbrúsum, sápum eða öðrum sótthreinsivörum heldur endurnýta þær í ljósi þess að skortur er á slíkum pumpum í heiminum og fyrirsjáanlegt að framleiðendur geti einungis framleitt handspritt í áfyllingarbrúsum án pumpu. Sjá einnig: Fólk beðið að endurnýta pumpur af sótthreinsivörum Alfreð segist þá skilja að miðinn hafi valdið misskilningi, en nú sé verið að vinna bót á því. „Við látum fylgja með í hverjum kassa miða sem eru límdir aftan á kassana. Þeir eru bæði á pólsku og ensku og við breytum miðanum þannig að hann líti ekki út eins og um drykk sé að ræða, eða hvaða annar misskilningur sem gæti orðið. Það er markmiðið með breytingunni.“ Eins segir Alfreð að þess hafi verið farið á leit við verslanir sem selja sprittið, að uppstilling á vörunni verði með þeim hætti að ekki líti út fyrir að um drykk sé að ræða. „Þetta er það sem við erum að gera. Við erum í raun bara að svara eftirspurn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Tugprósenta afsláttur af mat sem er góður í dag en verri á morgun Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira
Sprittbrúsar sem nú eru seldir í verslunum hér á landi hafa vakið athygli fyrir umbúðir sem taldar eru geta valdið misskilningi um að um drykk sé að ræða. Merkingar brúsanna þóttu ekki gefa nógu sterklega til kynna að um handspritt væri að ræða. Eins þykja tappar á brúsunum gefa til kynna að um drykk sé að ræða. Framleiðandi sprittsins segir að búið sé að finna lausn á vandanum. Um er að ræða brúsa af spritti sem framleiddir eru af íslenska áfengisframleiðandanum Volcanic Drinks. Eyrún Arnardóttir hjúkrunarfræðingur er meðal þeirra sem vakti athygli á málinu. Hún segist sjálf hafa meðhöndlað fullorðna einstaklinga sem hafi innbyrt skaðleg efni í þeirri trú að um drykk væri að ræða. Hún viti því hve miklu máli skilmerkilegar merkingar geta skipt og bendir sérstaklega á að gott væri ef merking brúsans væri á fleiri tungumálum, til að mynda ensku og pólsku. „Við lifum þá tíma þar sem við þurfum handspritt, en það þarf að passa upp á hvernig umbúðir það er sett í,“ segir Eyrún í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa haft samband við framleiðendur og komið ábendingu um umbúðirnar á framfæri. „Það er auðvitað mjög sniðugt að þau noti sína aðstöðu til að framleiða handspritt. Það er mikil eftirspurn eftir því og það hefur sárlega vantað það í landið. Nema kannski það að velja þessar umbúðir. Ég sagði þeim hvað væri svona varhugavert við þessar flöskur og þau sögðust ætla að skoða málið,“ segir Eyrún. Hún bætir þá við að ábendingunni hafi verið komið á framfæri síðastliðinn laugardag, en síðan þá hafi hún ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Vinna að því að taka af allan vafa um innihald Vísir hafði samband við Alfreð Pálsson, einn eigenda Volcanic Drinks, og spurðist fyrir um málið. Alfreð segir að unnið hafi verið úr ábendingum um merkingar á brúsunum og að nýir miðar séu á leið í prentun á næstunni. „Aðalmálið er að við erum að láta endurhanna miðana upp á nýtt. Hins vegar viljum við hafa þessa tappa áfram, en Umhverfisstofnun er búin að leggja blessun sína á þá. Það eru hvergi til pumpur, það er allt upp urið í Evrópu og hvar sem er. Þess vegna þykja þessir svokölluðu sporttappar hentugir til að skammta úr flöskunni,“ segir Alfreð. Ljóst er að pumpuskorturinn er ekki úr lausu lofti gripinn, en fyrir stuttu beindu Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis, að höfðu samráði við framleiðendur sótthreinsivara, þeim tilmælum til almennings, fyrirtækja og stofnana að henda ekki handpumpum af handsprittbrúsum, sápum eða öðrum sótthreinsivörum heldur endurnýta þær í ljósi þess að skortur er á slíkum pumpum í heiminum og fyrirsjáanlegt að framleiðendur geti einungis framleitt handspritt í áfyllingarbrúsum án pumpu. Sjá einnig: Fólk beðið að endurnýta pumpur af sótthreinsivörum Alfreð segist þá skilja að miðinn hafi valdið misskilningi, en nú sé verið að vinna bót á því. „Við látum fylgja með í hverjum kassa miða sem eru límdir aftan á kassana. Þeir eru bæði á pólsku og ensku og við breytum miðanum þannig að hann líti ekki út eins og um drykk sé að ræða, eða hvaða annar misskilningur sem gæti orðið. Það er markmiðið með breytingunni.“ Eins segir Alfreð að þess hafi verið farið á leit við verslanir sem selja sprittið, að uppstilling á vörunni verði með þeim hætti að ekki líti út fyrir að um drykk sé að ræða. „Þetta er það sem við erum að gera. Við erum í raun bara að svara eftirspurn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Tugprósenta afsláttur af mat sem er góður í dag en verri á morgun Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira