Óttast að aðeins „pínulítill hundraðshluti þjóðarinnar“ verði bólusettur fyrir lok næsta árs Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. desember 2020 10:44 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Í baksýn sést Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur hættu á að aðeins „pínulítill hundraðshluti þjóðarinnar“ verði bólusettur fyrir kórónuveirunni fyrir lok næsta árs. Samningar stjórnvalda um kaup á bóluefni feli aðeins í sér magn en ekki afhendingartíma. Þetta segir Kári í samtali við Fréttablaðið í dag. „Það eru engar dagsetningar í þessu. Þetta byggir náttúrulega á samningum Evrópusambandsins og enn einu sinni virðist Evrópusambandið vera að klúðra málum. Ef svo heldur fram sem horfir, þá er hætta á því að við verðum ekki búin að bólusetja nema pínulítinn hundraðshluta af þjóðinni í lok næsta árs,“ segir Kári. Fyrstu bóluefnisskammtarnir frá lyfjaframleiðandanum Pfizer komu til landsins í fyrradag og fyrri umferð bólusetninga með skömmtunum tíu þúsund kláraðist í gær. Þá var einnig undirritaðir samningur um kaup á bóluefni við lyfjaframleiðandann Moderna í gær, auk viðbótarsamnings við Pfizer. Með samningunum eru Íslandi tryggðir skammtar af bóluefni fyrir 189 þúsund manns. Alls hafa stjórnvöld tryggt skammta fyrir rúmlega 500 þúsund manns frá fjórum framleiðendum, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. „Klúður“ Evrópusambandsins Kári hefur áður gagnrýnt það að Ísland skuli hafa samið við lyfjaframleiðendur í gegnum Evrópusambandið. Þetta ítrekar hann í samtali við Fréttablaðið í dag. „[…] en við erum bara því miður á þeim stað að Evrópusambandið klúðraði þessu. Við verðum að horfast í augu við það og ekki reyna að sannfæra okkur og aðra um að þetta sé allt í lagi, því þetta er ekki í lagi.“ Hann segir mikilvægt að kenna ekki stjórnvöldum um heldur beina spjótunum að Evrópusambandinu. Einnig sé mikilvægt að tryggja landsmönnum bóluefni með öðrum leiðum. Fram hefur komið að Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi fundað með Pfizer með það fyrir augum að tryggja allri þjóðinni bóluefni í gegnum rannsóknarverkefni. Uppfært klukkan 12:43: Eftirfarandi tilkynning barst frá heilbrigðisráðuneytinu nú eftir hádegi „í ljósi umræðu síðustu daga um samninga um bóluefni og afhendingu efnanna.“ Það er styrkur Íslands að hafa átt þess kost að vera með í breiðu og öflugu samstarfi Evrópuþjóða um samninga og kaup á bóluefni. Við höfum þegar tryggt okkur með þeim samningum bóluefni sem er mun meira en við þurfum á að halda. Ísland er samferða Evrópusambandinu og hinum Norðurlöndum og reiknað er með því að stór hluti Íslendinga verði bólusettur fyrir sumarið. Frá bóluefnaframleiðandanum Pfixer fær Ísland um 250.000 skammta sem duga fyrir um 125.000 einstaklinga. Fyrsta sending barst 28. desember og var 10.000 skammtar og fram í mars 2021 munu okkur berast að lágmarki 50.000 skammtar af bóluefni Pfizer. Samningur Íslands við Moderna var undirritaður 30. desember. Mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) er forsenda markaðsleyfis og áætlað er EMA haldi matsfund vegna Moderna 6. janúar 2021 en til vara 12. janúar 2021. Ísland fær um 128.000 skammta sem duga fyrir um 64.000 einstaklinga og áætlað er að afhending hefjist á fyrsta ársfjórðungi. Ísland fær einnig um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga af bóluefni frá Aztra Zeneca og fyrirtækið stefnir að því að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi. Ísland fær bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga frá Janssen og áætlað að byrja afhendingu á þriðja ársfjórðungi. Upplýsingar um fjölda skammta frá fyrirtækjunum Sanofi og Curavac liggja ekki fyrir. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt. 31. desember 2020 09:00 Samningar við Moderna og Pfizer tryggja rúmlega 200 þúsund skammta Íslensk yfirvöld skrifuðu í dag undir samninga við lyfjafyrirtækin Moderna og Pfizer sem tryggja alls 208 þúsund skammta af bóluefnum fyrirtækjanna tveggja vegna Covid-19. 30. desember 2020 13:57 Þrír greindust innanlands og þar af tveir í sóttkví Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 31. desember 2020 10:25 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Þetta segir Kári í samtali við Fréttablaðið í dag. „Það eru engar dagsetningar í þessu. Þetta byggir náttúrulega á samningum Evrópusambandsins og enn einu sinni virðist Evrópusambandið vera að klúðra málum. Ef svo heldur fram sem horfir, þá er hætta á því að við verðum ekki búin að bólusetja nema pínulítinn hundraðshluta af þjóðinni í lok næsta árs,“ segir Kári. Fyrstu bóluefnisskammtarnir frá lyfjaframleiðandanum Pfizer komu til landsins í fyrradag og fyrri umferð bólusetninga með skömmtunum tíu þúsund kláraðist í gær. Þá var einnig undirritaðir samningur um kaup á bóluefni við lyfjaframleiðandann Moderna í gær, auk viðbótarsamnings við Pfizer. Með samningunum eru Íslandi tryggðir skammtar af bóluefni fyrir 189 þúsund manns. Alls hafa stjórnvöld tryggt skammta fyrir rúmlega 500 þúsund manns frá fjórum framleiðendum, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. „Klúður“ Evrópusambandsins Kári hefur áður gagnrýnt það að Ísland skuli hafa samið við lyfjaframleiðendur í gegnum Evrópusambandið. Þetta ítrekar hann í samtali við Fréttablaðið í dag. „[…] en við erum bara því miður á þeim stað að Evrópusambandið klúðraði þessu. Við verðum að horfast í augu við það og ekki reyna að sannfæra okkur og aðra um að þetta sé allt í lagi, því þetta er ekki í lagi.“ Hann segir mikilvægt að kenna ekki stjórnvöldum um heldur beina spjótunum að Evrópusambandinu. Einnig sé mikilvægt að tryggja landsmönnum bóluefni með öðrum leiðum. Fram hefur komið að Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi fundað með Pfizer með það fyrir augum að tryggja allri þjóðinni bóluefni í gegnum rannsóknarverkefni. Uppfært klukkan 12:43: Eftirfarandi tilkynning barst frá heilbrigðisráðuneytinu nú eftir hádegi „í ljósi umræðu síðustu daga um samninga um bóluefni og afhendingu efnanna.“ Það er styrkur Íslands að hafa átt þess kost að vera með í breiðu og öflugu samstarfi Evrópuþjóða um samninga og kaup á bóluefni. Við höfum þegar tryggt okkur með þeim samningum bóluefni sem er mun meira en við þurfum á að halda. Ísland er samferða Evrópusambandinu og hinum Norðurlöndum og reiknað er með því að stór hluti Íslendinga verði bólusettur fyrir sumarið. Frá bóluefnaframleiðandanum Pfixer fær Ísland um 250.000 skammta sem duga fyrir um 125.000 einstaklinga. Fyrsta sending barst 28. desember og var 10.000 skammtar og fram í mars 2021 munu okkur berast að lágmarki 50.000 skammtar af bóluefni Pfizer. Samningur Íslands við Moderna var undirritaður 30. desember. Mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) er forsenda markaðsleyfis og áætlað er EMA haldi matsfund vegna Moderna 6. janúar 2021 en til vara 12. janúar 2021. Ísland fær um 128.000 skammta sem duga fyrir um 64.000 einstaklinga og áætlað er að afhending hefjist á fyrsta ársfjórðungi. Ísland fær einnig um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga af bóluefni frá Aztra Zeneca og fyrirtækið stefnir að því að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi. Ísland fær bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga frá Janssen og áætlað að byrja afhendingu á þriðja ársfjórðungi. Upplýsingar um fjölda skammta frá fyrirtækjunum Sanofi og Curavac liggja ekki fyrir.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt. 31. desember 2020 09:00 Samningar við Moderna og Pfizer tryggja rúmlega 200 þúsund skammta Íslensk yfirvöld skrifuðu í dag undir samninga við lyfjafyrirtækin Moderna og Pfizer sem tryggja alls 208 þúsund skammta af bóluefnum fyrirtækjanna tveggja vegna Covid-19. 30. desember 2020 13:57 Þrír greindust innanlands og þar af tveir í sóttkví Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 31. desember 2020 10:25 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt. 31. desember 2020 09:00
Samningar við Moderna og Pfizer tryggja rúmlega 200 þúsund skammta Íslensk yfirvöld skrifuðu í dag undir samninga við lyfjafyrirtækin Moderna og Pfizer sem tryggja alls 208 þúsund skammta af bóluefnum fyrirtækjanna tveggja vegna Covid-19. 30. desember 2020 13:57
Þrír greindust innanlands og þar af tveir í sóttkví Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 31. desember 2020 10:25