Tíu enn saknað eftir leit í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. desember 2020 09:34 Frá leit í Ask nú í morgunsárið á gamlársdag. Vísir/EPA Tíu er enn saknað í norska bænum Ask, þar sem gríðarlegar leirskriður féllu í fyrrinótt. Leitarhundur ásamt þjálfara, voru látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í nótt til að meta aðstæður og leita að fólki. Enginn fannst í aðgerðinni. Lögregla hefur enn ekki komist inn á skriðusvæðið og fer leit því fram með þyrlum, drónum og hitamyndavélum. Leit stóð yfir í alla nótt en ekkert fékkst upp úr krafsinu, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í morgun. Áfram verður leitað í dag. „Við erum enn vongóð um að finna fólk og bjarga lífum,“ segir Dag André Sylju, lögreglumaður sem stýrir aðgerðum í Ask í samtali við NRK í morgun. „Stærsta áskorunin er að við getum ekki farið inn á svæðið. Við myndum vilja það en getum það ekki. Það er einfaldlega of hættulegt.“ Líkt og áður segir voru leitarhundur, þjálfari hans og björgunarsveitarmaður látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í leit að fólki. Þeir voru einnig látnir meta aðstæður á svæðinu og hvort óhætt væri að senda leitarhópa af stað. Fleiri hús hrundu til grunna seint í gærkvöldi en að minnsta kosti sautján hús eru talin hafa orðið skriðunum að bráð. Í gærkvöldi lækkaði tala þeirra sem er saknað niður í tíu, eftir að nokkrir tilkynntu að þeir hefðu verið í burtu þegar hamfarirnar urðu. Þúsund íbúum hefur nú verið gert að yfirgefa heimili sín. Sérfræðingar telja að hætta sé á fleiri skriðum en þó ekki jafnstórri og féll í fyrrinótt. Noregur Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Fimmtán enn saknað í Ask Fimmtán er enn saknað eftir að stærðarinnar leirskriður féllu í nótt í bænum Ask í Noregi. 30. desember 2020 17:16 Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Lögregla hefur enn ekki komist inn á skriðusvæðið og fer leit því fram með þyrlum, drónum og hitamyndavélum. Leit stóð yfir í alla nótt en ekkert fékkst upp úr krafsinu, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í morgun. Áfram verður leitað í dag. „Við erum enn vongóð um að finna fólk og bjarga lífum,“ segir Dag André Sylju, lögreglumaður sem stýrir aðgerðum í Ask í samtali við NRK í morgun. „Stærsta áskorunin er að við getum ekki farið inn á svæðið. Við myndum vilja það en getum það ekki. Það er einfaldlega of hættulegt.“ Líkt og áður segir voru leitarhundur, þjálfari hans og björgunarsveitarmaður látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í leit að fólki. Þeir voru einnig látnir meta aðstæður á svæðinu og hvort óhætt væri að senda leitarhópa af stað. Fleiri hús hrundu til grunna seint í gærkvöldi en að minnsta kosti sautján hús eru talin hafa orðið skriðunum að bráð. Í gærkvöldi lækkaði tala þeirra sem er saknað niður í tíu, eftir að nokkrir tilkynntu að þeir hefðu verið í burtu þegar hamfarirnar urðu. Þúsund íbúum hefur nú verið gert að yfirgefa heimili sín. Sérfræðingar telja að hætta sé á fleiri skriðum en þó ekki jafnstórri og féll í fyrrinótt.
Noregur Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Fimmtán enn saknað í Ask Fimmtán er enn saknað eftir að stærðarinnar leirskriður féllu í nótt í bænum Ask í Noregi. 30. desember 2020 17:16 Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Fimmtán enn saknað í Ask Fimmtán er enn saknað eftir að stærðarinnar leirskriður féllu í nótt í bænum Ask í Noregi. 30. desember 2020 17:16
Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28
Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08