Úrvalsdeildarmeistarinn úr leik en Ísmaðurinn afgreiddi Kónginn Anton Ingi Leifsson skrifar 30. desember 2020 22:25 Ísmaðurinn, Gerwyn Price, hafði betur gegn Kóngnum, Mervyn King, í kvöld. Adam Davy/Getty Dirk van Duijvenbode, Gerwyn Price og Dave Chisnall eru komnir í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum. Fyrsti leikur kvöldsins var frábær. Dirk van Duijvenbode mætti þá meistaranum úr ensku úrvalsdeildinni, Glen Durrant, og Durrant vann fyrstu tvö settin áður en Dirk minnkaði muninn. Durrant komst svo í 3-1 en þá setti Hollendingurinn í fimmta gír og vann þrjú næstu settin og henti Durrant úr keppni. Mikill fögnuður braust út hjá Hollendingnum sem trúði varla sínum eigin augum. Gerwyn Price, sem margir telja einn þann líklegasta til þess að vinna mótið, rúllaði yfir Mervyn King. Þeir unnu sitt hvort settið í upphafi áður en Price hrökk í gang og henti Ísmaðurinn Kóngnum úr keppni en það er þeirra viðurnefni. Respect shown from Mervyn King as Gerwyn Price seals his spot in the Last 8 after closing out a dominant 4-1 victory! Last up Dimitri Van den Bergh v Dave Chisnall pic.twitter.com/dssZfUQDGa— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 Menn biðu spenntir eftir síðasta leik kvöldsins þar sem þeir Dave Chisnall og Dimitri Van den Bergh mættust. Dave er í áttunda sæti heimslistans en Dimitri í því níunda. Dave var frábær í útskotunum í fyrstu settunum og komst í 3-0 áður en Van den Bergh minnkaði muninn í 3-1. Hann minnkaði svo muninn í 3-2 en Chisnall var sterkari í sjötta settinu og skaut sér áfram í átta manna úrslitin þar sem Michael van Gerwen bíður. Dave Chisnall wins an absolute thriller as he closes out a 4-2 victory over Dimitri Van den Bergh with a sensational 102 finish! pic.twitter.com/HNje1bYvZg— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var frábær. Dirk van Duijvenbode mætti þá meistaranum úr ensku úrvalsdeildinni, Glen Durrant, og Durrant vann fyrstu tvö settin áður en Dirk minnkaði muninn. Durrant komst svo í 3-1 en þá setti Hollendingurinn í fimmta gír og vann þrjú næstu settin og henti Durrant úr keppni. Mikill fögnuður braust út hjá Hollendingnum sem trúði varla sínum eigin augum. Gerwyn Price, sem margir telja einn þann líklegasta til þess að vinna mótið, rúllaði yfir Mervyn King. Þeir unnu sitt hvort settið í upphafi áður en Price hrökk í gang og henti Ísmaðurinn Kóngnum úr keppni en það er þeirra viðurnefni. Respect shown from Mervyn King as Gerwyn Price seals his spot in the Last 8 after closing out a dominant 4-1 victory! Last up Dimitri Van den Bergh v Dave Chisnall pic.twitter.com/dssZfUQDGa— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 Menn biðu spenntir eftir síðasta leik kvöldsins þar sem þeir Dave Chisnall og Dimitri Van den Bergh mættust. Dave er í áttunda sæti heimslistans en Dimitri í því níunda. Dave var frábær í útskotunum í fyrstu settunum og komst í 3-0 áður en Van den Bergh minnkaði muninn í 3-1. Hann minnkaði svo muninn í 3-2 en Chisnall var sterkari í sjötta settinu og skaut sér áfram í átta manna úrslitin þar sem Michael van Gerwen bíður. Dave Chisnall wins an absolute thriller as he closes out a 4-2 victory over Dimitri Van den Bergh with a sensational 102 finish! pic.twitter.com/HNje1bYvZg— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira