Real missteig sig á Alicante Anton Ingi Leifsson skrifar 30. desember 2020 22:22 Caravajal grípur um höfuð sér í kvöld og í bakgrunni er Benzema hissa. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Real Madrid náði einungis í eitt stig á Alicante er liðið gerði 1-1 jafntefli við Elche á útivelli í sextándu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta mark leiksins kom á tuttugu mínútu en markið gerði Króatinn Luka Modric. 1-0 í hálfleik en Fidel Chaves jafnaði metin fyrir Elche úr vítaspyrnu á 52. mínútu. Real Madrid hafði fyrir leik kvöldsins unnið fimm leiki í röð en þeir eru nú tveimur stigum á eftir Atletico Madrid sem á þó tvo leiki til góða. Elche er í fimmtánda sætinu en bæjarsvæðið er hluti af Alicante. Fótbolti Spænski boltinn
Real Madrid náði einungis í eitt stig á Alicante er liðið gerði 1-1 jafntefli við Elche á útivelli í sextándu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta mark leiksins kom á tuttugu mínútu en markið gerði Króatinn Luka Modric. 1-0 í hálfleik en Fidel Chaves jafnaði metin fyrir Elche úr vítaspyrnu á 52. mínútu. Real Madrid hafði fyrir leik kvöldsins unnið fimm leiki í röð en þeir eru nú tveimur stigum á eftir Atletico Madrid sem á þó tvo leiki til góða. Elche er í fimmtánda sætinu en bæjarsvæðið er hluti af Alicante.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti