Herða sóttvarnir í Sydney fyrir áramótin Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 11:19 Brimbrettakappar á stöndinni í Sydney fyrir jól. AP/Mark Baker Yfirvöld í Ástralíu hafa hert samkomutakmarkanir og sóttvarnir í Sydney, stærstu borg landsins, fyrir áramótin. Það var gert eftir að nýr klasi smitaðra greindist þar. Í heimahúsum mega fimm að hámarki koma saman og þrjátíu á almannafæri. Þá mega gestir ekki heimsækja íbúa dvalarheimila. Átján greindust smitaðir í borginni í gær en athyglin greinist mest að einum hópi smitaðra. Þar er um að ræða sex sem greindust smitaðir af Covid-19 í Croydon í Sidney og hefur ekki tekist að tengja þau smit við önnur. Óttast er að smituðum muni fjölga hratt á næstu dögum. Um er að ræða þrjú börn og þrjá fullorðna, sem tengjast fjölskylduböndum en búa í þremur húsnæðum. Samkvæmt frétt ABC í Ástralíu er talið að fólkið hafi smitast á samkomum fjölskyldunnar um jólin. Fjölskyldan er þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnarreglum. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa þó sagt frá því að þeir sem sóttu nokkur fyrirtæki á tilteknum tíma undanfarna daga eigi að fara í tveggja vikna sóttkví. Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales, héraðsins sem Sydney er í, sagðiá blaðamannafundi í morgun að áramótin ættu ekki að vera vettvangur til að dreifa nýju kórónuveirunni og þvío væri verið að grípa til þessara aðgerða. Þessar hertu aðgerðir hafa leitt til þess að búið er að aflýsa flugeldarsýningum í Sydney og stytta þá stóru sem fer fram á miðnætti. Í heildina hafa rúmlega 28.300 manns greinst smitaðir af Covid-19 í Ástralíu frá upphafi faraldursins og 909 hafa dáið, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Átján greindust smitaðir í borginni í gær en athyglin greinist mest að einum hópi smitaðra. Þar er um að ræða sex sem greindust smitaðir af Covid-19 í Croydon í Sidney og hefur ekki tekist að tengja þau smit við önnur. Óttast er að smituðum muni fjölga hratt á næstu dögum. Um er að ræða þrjú börn og þrjá fullorðna, sem tengjast fjölskylduböndum en búa í þremur húsnæðum. Samkvæmt frétt ABC í Ástralíu er talið að fólkið hafi smitast á samkomum fjölskyldunnar um jólin. Fjölskyldan er þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnarreglum. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa þó sagt frá því að þeir sem sóttu nokkur fyrirtæki á tilteknum tíma undanfarna daga eigi að fara í tveggja vikna sóttkví. Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales, héraðsins sem Sydney er í, sagðiá blaðamannafundi í morgun að áramótin ættu ekki að vera vettvangur til að dreifa nýju kórónuveirunni og þvío væri verið að grípa til þessara aðgerða. Þessar hertu aðgerðir hafa leitt til þess að búið er að aflýsa flugeldarsýningum í Sydney og stytta þá stóru sem fer fram á miðnætti. Í heildina hafa rúmlega 28.300 manns greinst smitaðir af Covid-19 í Ástralíu frá upphafi faraldursins og 909 hafa dáið, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira