Varsjáin hefur „tekið“ mest af Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 11:31 Leikmenn Liverpool hópast að Craig Pawson dómara og eru allt annað en sáttir. Getty/Robbie Jay Barratt Staðreyndirnar tala sínu máli. Varsjáin hefur tekið mest að Englandsmeisturum Liverpool af öllum tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Varsjáin er auðvitað til taks til að leiðrétta mistök dómara en oftar en ekki hefur hún verið að dæma eftir millimetrum eða í mjög tæpum atvikum sem hefur pirrað margan knattspyrnuáhugamanninn. Stuðningsmenn Liverpool eru örugglega á taugum eftir þessa fyrstu mánuði tímabilsins enda hefur Varsjáin ekki verið liðinu hagstæð þar sem af er. Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa átta sinnum þurft að horfa upp á VAR taka eitthvað af liðinu á þessu tímabili. Aðeins þrisvar hefur VAR dómur fallið með Liverpool liðinu. Liverpool Echo sló upp samantekt frá ESPN þar sem má sjá lista yfir plús og mínus stöðu liðanna í deildinni út frá hagstæðum og óhagstæðum dómum myndbandadómaranna í Stockley Park. Liverpool have been the worst affected team in the Premier League when it comes to VAR this season. Figures published by ESPN show that no other side has suffered more in terms of decision overturned on video evidence. #awlfc [liverpool echo] pic.twitter.com/pRLrtGWj4G— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 29, 2020 Liverpooo er eina liðið sem er með fimm í mínus en er enn fremur í hópi sjö liða sem eru í mínus. Næstverst hefur Varsjáin bitnað á liði West Bromwich Albion. Wolverhampton Wanderers, Tottenham Hotspur, Arsenal, Leicester City og Fulham eru einnig í mínus. Frægustu afskpti Varsjárinnar af Liverpool eru auðvitað í 2-2 jafnteflinu á móti Everton þegar sigurmark Jordan Henderson var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu á Sadio Mane í aðdragandanum. Liverpool fékk líka þrjá dóma á móti sér í 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion þar sem mörk Mohamed Salah og Sadio Mane voru dæmt af og VAR dæmdi svo víti á Andrew Robertson í blálokin. Það lið sem kemur best út úr Varsjánni eru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru með þrjár fleiri hagstæða dóma en óhagstæða. Aðeins einu sinni á tímabilinu hefur VAR tekið eitthvað af Everton liðinu. Næst á eftir eru Brighton & Hove Albion, Burnley, Chelsea, Newcastle United, Sheffield United og Southampton sem eru öll með tvö atvik í plús. Svona er VAR-staðan á liðum ensku úrvalsdeildarinnar: Everton +3 Brighton & Hove Albion +2 Burnley +2 Chelsea +2 Newcastle +2 Sheffield United +2 Southampton +2 Leeds +1 West Ham +1 Aston Villa 0 Crystal Palace 0 Manchester City 0 Manchester United 0 Fulham -1 Leicester City -1 Arsenal -2 Tottenham Hotspur -2 Wolves -2 West Brom -4 Liverpool -5 Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Varsjáin er auðvitað til taks til að leiðrétta mistök dómara en oftar en ekki hefur hún verið að dæma eftir millimetrum eða í mjög tæpum atvikum sem hefur pirrað margan knattspyrnuáhugamanninn. Stuðningsmenn Liverpool eru örugglega á taugum eftir þessa fyrstu mánuði tímabilsins enda hefur Varsjáin ekki verið liðinu hagstæð þar sem af er. Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa átta sinnum þurft að horfa upp á VAR taka eitthvað af liðinu á þessu tímabili. Aðeins þrisvar hefur VAR dómur fallið með Liverpool liðinu. Liverpool Echo sló upp samantekt frá ESPN þar sem má sjá lista yfir plús og mínus stöðu liðanna í deildinni út frá hagstæðum og óhagstæðum dómum myndbandadómaranna í Stockley Park. Liverpool have been the worst affected team in the Premier League when it comes to VAR this season. Figures published by ESPN show that no other side has suffered more in terms of decision overturned on video evidence. #awlfc [liverpool echo] pic.twitter.com/pRLrtGWj4G— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 29, 2020 Liverpooo er eina liðið sem er með fimm í mínus en er enn fremur í hópi sjö liða sem eru í mínus. Næstverst hefur Varsjáin bitnað á liði West Bromwich Albion. Wolverhampton Wanderers, Tottenham Hotspur, Arsenal, Leicester City og Fulham eru einnig í mínus. Frægustu afskpti Varsjárinnar af Liverpool eru auðvitað í 2-2 jafnteflinu á móti Everton þegar sigurmark Jordan Henderson var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu á Sadio Mane í aðdragandanum. Liverpool fékk líka þrjá dóma á móti sér í 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion þar sem mörk Mohamed Salah og Sadio Mane voru dæmt af og VAR dæmdi svo víti á Andrew Robertson í blálokin. Það lið sem kemur best út úr Varsjánni eru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru með þrjár fleiri hagstæða dóma en óhagstæða. Aðeins einu sinni á tímabilinu hefur VAR tekið eitthvað af Everton liðinu. Næst á eftir eru Brighton & Hove Albion, Burnley, Chelsea, Newcastle United, Sheffield United og Southampton sem eru öll með tvö atvik í plús. Svona er VAR-staðan á liðum ensku úrvalsdeildarinnar: Everton +3 Brighton & Hove Albion +2 Burnley +2 Chelsea +2 Newcastle +2 Sheffield United +2 Southampton +2 Leeds +1 West Ham +1 Aston Villa 0 Crystal Palace 0 Manchester City 0 Manchester United 0 Fulham -1 Leicester City -1 Arsenal -2 Tottenham Hotspur -2 Wolves -2 West Brom -4 Liverpool -5
Svona er VAR-staðan á liðum ensku úrvalsdeildarinnar: Everton +3 Brighton & Hove Albion +2 Burnley +2 Chelsea +2 Newcastle +2 Sheffield United +2 Southampton +2 Leeds +1 West Ham +1 Aston Villa 0 Crystal Palace 0 Manchester City 0 Manchester United 0 Fulham -1 Leicester City -1 Arsenal -2 Tottenham Hotspur -2 Wolves -2 West Brom -4 Liverpool -5
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira