Kurr í sjúkraflutningamönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 21:34 Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Vísir/vilhelm Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu við kórónuveirunni. Sjúkraflutningamenn eru samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra í fjórða forgangshóp en ættu „í fullkomnum heimi“ að vera í fyrsta eða öðrum, að mati formannsins. Bólusetningar með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófust á Íslandi í dag. Starfsmenn á gjörgæsludeild og bráðamóttöku fengu fyrstu sprauturnar og því næst var hafist handa við að bólusetja heimilismenn á hjúkrunarheimilum, auk annarra heilbrigðisstarfsmanna í framlínu. Sinna veikum og slösuðum í allskyns aðstæðum Sigurjón Bergsson sjúkraflutningamaður furðaði sig á því í færslu á Facebook í dag að sjúkraflutningamenn væru ekki flokkaðir sem framlínustétt í reglugerð heilbrigðisráðherra. Sjúkraflutningamenn, sem sinni bráðaþjónustu utan spítala, séu í fjórða flokki samkvæmt reglugerðinni. Hana má nálgast hér. „Sjúkraflutningamenn eru að mínu viti framlínustarfsmenn. Við sinnum veikum og slösuðum í allskyns aðstæðum, oft á tíðum eru þær langt frá því að vera öruggar. Atvikin þar sem við erum boðuð í veikindi þar sem einkenni líkjast einkennum Covid-19 eru óteljandi síðastliðna mánuði,“ skrifaði Sigurjón, sem kvað stéttina ekki reikna með að fá bóluefni fyrr en mögulega í lok janúar – eða seinna. „Við gefum fólki vökva, við tökum sýni og mælum lífsmörk og metum fólk og getu þess til að vera áfram heima í samráði við lækni. Þegar fólk er orðið of lasið til þess að vera heima, þá flytjum við sjúklinga á sjúkrahús, í bíl þar sem engan veginn er hægt að halda 2 metra bili. Ferðin yfir Hellisheiðina tekur í góðri færð um 40 mínútur. Við reynum eins og við getum að halda sóttvarnarbúnaðinum okkar heilum og góðum. Það getur þó verið erfitt í 10-25 metrum á sekúndu, þar sem búnaðurinn er viðkvæmur og ekki endilega ætlaður íslenskri veðráttu, þegar sinna þarf sjúklingum utandyra.“ Hæ ! Mig langar að kasta fram smá pælingum sem hafa brunnið á mér undanfarna daga og vikur... Þið ráðið hvað þið nennið...Posted by Sigurjón Bergsson on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Fleiri hafa furðað sig á þessari forgangsröðun á samfélagsmiðlum. Að sjúkraflutningamenn skuli vera í hópi fjögur til bólusetninga er eitthvað dæmi sem ég skil ekki. Hópurinn sem fer einna mest inn í ótryggar aðstæður og hefur borið þungan af flutningum smitaðra. Framlínustarfsmenn þegar hentar..— kvendýr (@assajons) December 29, 2020 Magnús Smári Smárason formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hann hefði orðið var við kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunarinnar. „Við erum í forgangshóp fjögur þannig að við erum nú ofarlega á lista en sá hópur er mjög fjölmennur og okkur hefur þótt ástæða til að benda á mikilvægi þess að starfsmenn sem starfa í bráðaþjónustu utan spítala séu mjög framarlega í þeim hópi í það minnsta,“ sagði Magnús. „Í fullkomnum heimi ættum við að vera með starfsfólki bráðamóttökunnar. Þangað flytjum við flesta okkar sjúklinga og erum í mestri nánd við. Og í sama hópi og starfsfólk hjúkrunarheimila og dvalarheimila því þar eru hóparnir sem eru viðkvæmastir fyrir ef þeir veikjast.“ Umræddar stéttir eru í fyrsta og öðrum forgangshópi samkvæmt reglugerð. Mikilvægt að tryggja að þau smiti ekki Hann benti þó á að fyrstu áætlanir hefðu gert ráð fyrir að meira bóluefni kæmi til landsins um þetta leyti en raunin varð – og verður. Upphaflega hefði mátt gera ráð fyrir bólusetningu fyrir hópinn í lok desember eða byrjun janúar en nú væri engin dagsetning í hendi. „Við erum búnir að senda fyrirspurn um stöðu mála af því að við höfum áhyggjur af þessu og okkar félagsmenn hafa áhyggjur af þessu, af því að okkar starfsstéttir eru sérstakar að því leyti að við erum að fara inn á mjög mörg heimili og sjúkrastofnanir og dvalarheimili þar sem eru einstaklingar í viðkvæmum hópum. Þess vegna er mjög mikilvægt að tryggja það með öllum leiðum að við séum ekki smitberar,“ sagði Magnús. Þá kvaðst hann hafa fulla trú á því að svör berist frá ráðuneytinu. Hann teldi blasa við að breyta þurfi forgangslistanum eins og staðan er núna. „Allavega miðað við það ef tíðni eða magn bóluefnis verður miklu minna en lagt er upp með.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. 29. desember 2020 18:44 Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Bólusetningar með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófust á Íslandi í dag. Starfsmenn á gjörgæsludeild og bráðamóttöku fengu fyrstu sprauturnar og því næst var hafist handa við að bólusetja heimilismenn á hjúkrunarheimilum, auk annarra heilbrigðisstarfsmanna í framlínu. Sinna veikum og slösuðum í allskyns aðstæðum Sigurjón Bergsson sjúkraflutningamaður furðaði sig á því í færslu á Facebook í dag að sjúkraflutningamenn væru ekki flokkaðir sem framlínustétt í reglugerð heilbrigðisráðherra. Sjúkraflutningamenn, sem sinni bráðaþjónustu utan spítala, séu í fjórða flokki samkvæmt reglugerðinni. Hana má nálgast hér. „Sjúkraflutningamenn eru að mínu viti framlínustarfsmenn. Við sinnum veikum og slösuðum í allskyns aðstæðum, oft á tíðum eru þær langt frá því að vera öruggar. Atvikin þar sem við erum boðuð í veikindi þar sem einkenni líkjast einkennum Covid-19 eru óteljandi síðastliðna mánuði,“ skrifaði Sigurjón, sem kvað stéttina ekki reikna með að fá bóluefni fyrr en mögulega í lok janúar – eða seinna. „Við gefum fólki vökva, við tökum sýni og mælum lífsmörk og metum fólk og getu þess til að vera áfram heima í samráði við lækni. Þegar fólk er orðið of lasið til þess að vera heima, þá flytjum við sjúklinga á sjúkrahús, í bíl þar sem engan veginn er hægt að halda 2 metra bili. Ferðin yfir Hellisheiðina tekur í góðri færð um 40 mínútur. Við reynum eins og við getum að halda sóttvarnarbúnaðinum okkar heilum og góðum. Það getur þó verið erfitt í 10-25 metrum á sekúndu, þar sem búnaðurinn er viðkvæmur og ekki endilega ætlaður íslenskri veðráttu, þegar sinna þarf sjúklingum utandyra.“ Hæ ! Mig langar að kasta fram smá pælingum sem hafa brunnið á mér undanfarna daga og vikur... Þið ráðið hvað þið nennið...Posted by Sigurjón Bergsson on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Fleiri hafa furðað sig á þessari forgangsröðun á samfélagsmiðlum. Að sjúkraflutningamenn skuli vera í hópi fjögur til bólusetninga er eitthvað dæmi sem ég skil ekki. Hópurinn sem fer einna mest inn í ótryggar aðstæður og hefur borið þungan af flutningum smitaðra. Framlínustarfsmenn þegar hentar..— kvendýr (@assajons) December 29, 2020 Magnús Smári Smárason formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hann hefði orðið var við kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunarinnar. „Við erum í forgangshóp fjögur þannig að við erum nú ofarlega á lista en sá hópur er mjög fjölmennur og okkur hefur þótt ástæða til að benda á mikilvægi þess að starfsmenn sem starfa í bráðaþjónustu utan spítala séu mjög framarlega í þeim hópi í það minnsta,“ sagði Magnús. „Í fullkomnum heimi ættum við að vera með starfsfólki bráðamóttökunnar. Þangað flytjum við flesta okkar sjúklinga og erum í mestri nánd við. Og í sama hópi og starfsfólk hjúkrunarheimila og dvalarheimila því þar eru hóparnir sem eru viðkvæmastir fyrir ef þeir veikjast.“ Umræddar stéttir eru í fyrsta og öðrum forgangshópi samkvæmt reglugerð. Mikilvægt að tryggja að þau smiti ekki Hann benti þó á að fyrstu áætlanir hefðu gert ráð fyrir að meira bóluefni kæmi til landsins um þetta leyti en raunin varð – og verður. Upphaflega hefði mátt gera ráð fyrir bólusetningu fyrir hópinn í lok desember eða byrjun janúar en nú væri engin dagsetning í hendi. „Við erum búnir að senda fyrirspurn um stöðu mála af því að við höfum áhyggjur af þessu og okkar félagsmenn hafa áhyggjur af þessu, af því að okkar starfsstéttir eru sérstakar að því leyti að við erum að fara inn á mjög mörg heimili og sjúkrastofnanir og dvalarheimili þar sem eru einstaklingar í viðkvæmum hópum. Þess vegna er mjög mikilvægt að tryggja það með öllum leiðum að við séum ekki smitberar,“ sagði Magnús. Þá kvaðst hann hafa fulla trú á því að svör berist frá ráðuneytinu. Hann teldi blasa við að breyta þurfi forgangslistanum eins og staðan er núna. „Allavega miðað við það ef tíðni eða magn bóluefnis verður miklu minna en lagt er upp með.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. 29. desember 2020 18:44 Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. 29. desember 2020 18:44
Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08
„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28