Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 20:56 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. Þetta sagði Bjarni í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar ræddi hann umrædda samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur viðburðinn til skoðunar en lögregluþjónar stöðvuðu samkvæmið þegar klukkan var langt genginn ellefu á Þorláksmessukvöld. Ekki „samkvæmi“ heldur „sölusýning“ Inntur eftir því af hverju hann hefði mætt í samkvæmi þar sem væri á fimmta tug manns að „djamma á Þorláksmessu“ sagði Bjarni í Kastljósi að það væri ein leið til að horfa á þetta. Hann skildi að þessi mynd birtist við lestur dagbókarfærslu lögreglu. „En staðreynd málsins er sú að mér var aldrei boðið í neitt samkvæmi. Ég lít ekki þannig á að ég hafi verið staddur í samkvæmi,“ sagði Bjarni og kvað um „sölusýningu“ hafa verið að ræða. Hann hefði sótt slíka sýningu áður og þá hefði allt verið í lagi með tilliti til sóttvarna. Hann hefði áætlað að svo væri líka umrætt kvöld. Þáði léttvín og var á eigin bíl Bjarni sagðist ekki hafa verið á ráðherrabíl heldur hefðu hann og eiginkona hans mætt saman á einkabíl, hún akandi. Samkvæmt dagbók lögreglu var talsverð ölvun meðal gesta þetta kvöld og sagðist Bjarni hafa „þáð léttvín“. Ekki hefði verið bar í salnum. „Ég þáði léttvín þetta kvöld og hefði ekki verið í ökufæru ástandi þetta kvöld. En ég var aldrei staddur í neinu partíi.“ Einar Þorsteinsson stjórnandi Kastljóss benti á að miðað við frásögn konu sem var á staðnum og hringdi á lögreglu og lögregla komið hálftíma síðar hefði Bjarni verið í salnum um fjörutíu mínútur. Áttaðirðu þig aldrei á því að þarna værirðu í samkvæmi sem þú ættir ekkert að vera í? spurði Einar. „Þegar ég mætti á frumsýninguna var allt í hundrað prósent lagi. […] Þegar ég ákveð að koma þarna við á leiðinni heim í Garðabæinn, þá er það eðlilegasti hlutur í heimi fyrir mér, og enginn ásetningur í því að fara að fremja eitthvert brot á sóttvarnareglum. Alls ekki,“ sagði Bjarni. Ekki með grímuna á sér allan tímann Þá hefði „ekkert fjölmenni“ verið í húsinu þegar Bjarni mætti og tók hann fram að hann hefði verið með grímu. „Sem þó var ekki uppi allan tímann sem ég var þarna,“ sagði Bjarni, sem kvaðst jafnframt standa við fyrri yfirlýsingu sína um að hafa aðeins verið í salnum í um fimmtán mínútur. „Á þeim tíma hafi greinilega fjölgað svolítið í salnum,“ sagði Bjarni. Það hefðu þó verið mistök af hans hálfu að átta sig ekki á því að of margir væru þarna samankomnir. Þá kvaðst Bjarni ekki sammála um að salurinn væri lítið rými þar sem þröngt væri um fólk. „Þvert á móti. Það var tiltölulega fátt fólk í salnum. Bara rúmt og gott að standa þar. Og eins og gerist, maður er á tveggja manna tali. Ég er ekki dyravörður í þessu húsi. Það er annað fólk sem sér um þá hluti og maður er ekki að taka á sig þær áhyggjur og ég staldra stutt við og aðstæður breytast.“ Margir hafa kallað eftir afsögn Bjarna vegna málsins. Inntur eftir því hvernig hann gæti setið áfram í embætti með þetta á bakinu sagðist Bjarni ekki hafa brotið sóttvarnalög. „Ég brýt ekki sóttvarnalög með því að mæta á sölusýningu á Þorláksmessu, þar sem er opið.“ Eigendur Ásmundarsalar sögðu í yfirlýsingu í dag að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hefðu ekki verið brotnar á sýningunni. Fjöldi í húsinu hefði ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Ritari Framsóknarflokksins: „Erfitt að sjá Sjálfstæðisflokkinn fyrir sér í næstu ríkisstjórn“ Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og ritari Framsóknarflokksins, segir erfitt að sjá fyrir sér að Sjálfstæðisflokkurinn geti setið í næstu ríkisstjórn. Forystufólki flokksins „gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni,“ og kveðst Jón Björn hafa áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins og segir að augljósir brestir flokksins veiki hann til forystu í íslensku þjóðfélagi. 27. desember 2020 19:19 Ungliðahreyfingar bregðast við: UJ skorar á Framsókn og VG að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa í dag og undanfarna daga brugðist við vegna þeirrar gagnrýni sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sætt eftir að hann sótti fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 27. desember 2020 20:58 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Þetta sagði Bjarni í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar ræddi hann umrædda samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur viðburðinn til skoðunar en lögregluþjónar stöðvuðu samkvæmið þegar klukkan var langt genginn ellefu á Þorláksmessukvöld. Ekki „samkvæmi“ heldur „sölusýning“ Inntur eftir því af hverju hann hefði mætt í samkvæmi þar sem væri á fimmta tug manns að „djamma á Þorláksmessu“ sagði Bjarni í Kastljósi að það væri ein leið til að horfa á þetta. Hann skildi að þessi mynd birtist við lestur dagbókarfærslu lögreglu. „En staðreynd málsins er sú að mér var aldrei boðið í neitt samkvæmi. Ég lít ekki þannig á að ég hafi verið staddur í samkvæmi,“ sagði Bjarni og kvað um „sölusýningu“ hafa verið að ræða. Hann hefði sótt slíka sýningu áður og þá hefði allt verið í lagi með tilliti til sóttvarna. Hann hefði áætlað að svo væri líka umrætt kvöld. Þáði léttvín og var á eigin bíl Bjarni sagðist ekki hafa verið á ráðherrabíl heldur hefðu hann og eiginkona hans mætt saman á einkabíl, hún akandi. Samkvæmt dagbók lögreglu var talsverð ölvun meðal gesta þetta kvöld og sagðist Bjarni hafa „þáð léttvín“. Ekki hefði verið bar í salnum. „Ég þáði léttvín þetta kvöld og hefði ekki verið í ökufæru ástandi þetta kvöld. En ég var aldrei staddur í neinu partíi.“ Einar Þorsteinsson stjórnandi Kastljóss benti á að miðað við frásögn konu sem var á staðnum og hringdi á lögreglu og lögregla komið hálftíma síðar hefði Bjarni verið í salnum um fjörutíu mínútur. Áttaðirðu þig aldrei á því að þarna værirðu í samkvæmi sem þú ættir ekkert að vera í? spurði Einar. „Þegar ég mætti á frumsýninguna var allt í hundrað prósent lagi. […] Þegar ég ákveð að koma þarna við á leiðinni heim í Garðabæinn, þá er það eðlilegasti hlutur í heimi fyrir mér, og enginn ásetningur í því að fara að fremja eitthvert brot á sóttvarnareglum. Alls ekki,“ sagði Bjarni. Ekki með grímuna á sér allan tímann Þá hefði „ekkert fjölmenni“ verið í húsinu þegar Bjarni mætti og tók hann fram að hann hefði verið með grímu. „Sem þó var ekki uppi allan tímann sem ég var þarna,“ sagði Bjarni, sem kvaðst jafnframt standa við fyrri yfirlýsingu sína um að hafa aðeins verið í salnum í um fimmtán mínútur. „Á þeim tíma hafi greinilega fjölgað svolítið í salnum,“ sagði Bjarni. Það hefðu þó verið mistök af hans hálfu að átta sig ekki á því að of margir væru þarna samankomnir. Þá kvaðst Bjarni ekki sammála um að salurinn væri lítið rými þar sem þröngt væri um fólk. „Þvert á móti. Það var tiltölulega fátt fólk í salnum. Bara rúmt og gott að standa þar. Og eins og gerist, maður er á tveggja manna tali. Ég er ekki dyravörður í þessu húsi. Það er annað fólk sem sér um þá hluti og maður er ekki að taka á sig þær áhyggjur og ég staldra stutt við og aðstæður breytast.“ Margir hafa kallað eftir afsögn Bjarna vegna málsins. Inntur eftir því hvernig hann gæti setið áfram í embætti með þetta á bakinu sagðist Bjarni ekki hafa brotið sóttvarnalög. „Ég brýt ekki sóttvarnalög með því að mæta á sölusýningu á Þorláksmessu, þar sem er opið.“ Eigendur Ásmundarsalar sögðu í yfirlýsingu í dag að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hefðu ekki verið brotnar á sýningunni. Fjöldi í húsinu hefði ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Ritari Framsóknarflokksins: „Erfitt að sjá Sjálfstæðisflokkinn fyrir sér í næstu ríkisstjórn“ Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og ritari Framsóknarflokksins, segir erfitt að sjá fyrir sér að Sjálfstæðisflokkurinn geti setið í næstu ríkisstjórn. Forystufólki flokksins „gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni,“ og kveðst Jón Björn hafa áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins og segir að augljósir brestir flokksins veiki hann til forystu í íslensku þjóðfélagi. 27. desember 2020 19:19 Ungliðahreyfingar bregðast við: UJ skorar á Framsókn og VG að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa í dag og undanfarna daga brugðist við vegna þeirrar gagnrýni sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sætt eftir að hann sótti fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 27. desember 2020 20:58 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43
Ritari Framsóknarflokksins: „Erfitt að sjá Sjálfstæðisflokkinn fyrir sér í næstu ríkisstjórn“ Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og ritari Framsóknarflokksins, segir erfitt að sjá fyrir sér að Sjálfstæðisflokkurinn geti setið í næstu ríkisstjórn. Forystufólki flokksins „gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni,“ og kveðst Jón Björn hafa áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins og segir að augljósir brestir flokksins veiki hann til forystu í íslensku þjóðfélagi. 27. desember 2020 19:19
Ungliðahreyfingar bregðast við: UJ skorar á Framsókn og VG að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa í dag og undanfarna daga brugðist við vegna þeirrar gagnrýni sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sætt eftir að hann sótti fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 27. desember 2020 20:58