Heldur eru það hryssingslegar jólakveðjurnar sem berast frá OECD alla leið hingað á norðurhjara, í miðja jólahátíðina þegar landsmenn hafa verið að gera vel við sig í mat og drykk. Kannski svelgist einhverjum á hangikjetsbitanum eða Mackintosh's-molanum við þessi tíðindi? En súluritið setja þau hjá OECD fram í samhengi við þá staðhæfingu að þeir sem eru of þungir séu útsettari fyrir því að fá Covid-19.

Á daginn kemur að Íslendingar tróna á toppi OECD þjóða sem eru of þungar. Íslendingar eru feitastir en á hæla þeim koma Möltubúar. Af Norðurlandaþjóðum er Finnar feitastir, að okkur undanskyldum en þeir eru í 6. sæti listans.
Danir eru í meðallagi þungir en Norðmenn og Svíar virðast samkvæmt súluritinu meðal þeirra grennstu. Neðstir á lista eru Rúmenar, Ítalir og Svisslendingar.
[#Bestof2020] Obesity is one condition that puts people at higher risk of catching COVID-19. Compare self-reported...
Posted by OECD on Mánudagur, 28. desember 2020