Umdeildir ásatrúarmenn deila við bændur í Minnesota Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 12:35 Meðlimir AFA telja sig afkomendur engla, víkinga og fornra ættbálka Norður-Evrópu. Vísir/Getty Söfnuður bandarískra ásatrúarmanna deilir nú við fámennt samfélag bænda í Minnesota eftir að bæjaryfirvöld í Murdock samþykktu beiðni safnaðarins um að leyfa bænahald í gamalli kirkju sem söfnuðurinn hefur keypt þar. Kirkjan yrði eingöngu aðgengileg fyrir hvítt fólk af norður-evrópskum uppruna. Þó bæjaryfirvöld hafi samþykkt beiði safnaðarins, af ótta við lögsóknir, eru bæjarbúar ekki sáttir og hafa rúmlega 150 þúsund manns sett nafn sitt við undirskriftalista þar sem opnun kirkjunnar er mótmælt. Skráðir íbúar Murdock eru þó eingöngu 280 en samfélagið byggir á landbúnaði. Margir íbúa Murdock eru af rómönskum uppruna frá Mexíkó og Mið-Ameríku og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Í frétt Minneapolis Star Tribune frá því fyrr í mánuðinum segir að meðlimir bæjarráðs Murdock hafi óttast að ef umsókn söfnuðarins yrði hafnað gætu forsvarsmenn hans höfðað mál gegn bænum á grundvelli stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir trúfrelsi. Fyrir fundinn lýsti Craig Kavanagh, bæjarstjóri, því yfir að ráðið fordæmdi allar birtingarmyndir rasisma. Einn íbúi Murdock sagðist í samtali við NBC News fyrir jól, vera viss um að forsvarsmenn safnaðarins hefðu talið að þeir gætu laumast með veggjum í svo smáu samfélagi en það muni ekki ganga eftir. „Rasismi er ekki velkominn hér,“ sagði Peter Kennedy. Söfnuðurinn sem um ræðir kallast Asatru Folk Assembly og er með höfuðstöðvar í Kaliforníu. Samkvæmt reglum AFA mega eingöngu hvítir aðilar ef norður-evrópskum uppruna vera meðlimir í kirkjunni. Söfnuðurinn er skilgreindur sem haturssamtök af Southern Poverty Law Center, sem vaktar slík samtök. Meðlimir safnaðarins þvertaka þó fyrir það að vera rasistar. Í samtali við NBC News sagði einn stjórnarmeðlima söfnuðarins að þó að meðlimir safnaðarins hylltu eigin menningu, þýddi það ekki að þau níddu aðra. Á vefsvæði safnaðarins segir þó að söfnuðurinn styðji hvítar fjölskyldur og að börn séu alin upp til að verða mæður og feður hvítra barna. Að nauðsynlegt sé að styðja við hvítar fjölskyldur. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Þó bæjaryfirvöld hafi samþykkt beiði safnaðarins, af ótta við lögsóknir, eru bæjarbúar ekki sáttir og hafa rúmlega 150 þúsund manns sett nafn sitt við undirskriftalista þar sem opnun kirkjunnar er mótmælt. Skráðir íbúar Murdock eru þó eingöngu 280 en samfélagið byggir á landbúnaði. Margir íbúa Murdock eru af rómönskum uppruna frá Mexíkó og Mið-Ameríku og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Í frétt Minneapolis Star Tribune frá því fyrr í mánuðinum segir að meðlimir bæjarráðs Murdock hafi óttast að ef umsókn söfnuðarins yrði hafnað gætu forsvarsmenn hans höfðað mál gegn bænum á grundvelli stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir trúfrelsi. Fyrir fundinn lýsti Craig Kavanagh, bæjarstjóri, því yfir að ráðið fordæmdi allar birtingarmyndir rasisma. Einn íbúi Murdock sagðist í samtali við NBC News fyrir jól, vera viss um að forsvarsmenn safnaðarins hefðu talið að þeir gætu laumast með veggjum í svo smáu samfélagi en það muni ekki ganga eftir. „Rasismi er ekki velkominn hér,“ sagði Peter Kennedy. Söfnuðurinn sem um ræðir kallast Asatru Folk Assembly og er með höfuðstöðvar í Kaliforníu. Samkvæmt reglum AFA mega eingöngu hvítir aðilar ef norður-evrópskum uppruna vera meðlimir í kirkjunni. Söfnuðurinn er skilgreindur sem haturssamtök af Southern Poverty Law Center, sem vaktar slík samtök. Meðlimir safnaðarins þvertaka þó fyrir það að vera rasistar. Í samtali við NBC News sagði einn stjórnarmeðlima söfnuðarins að þó að meðlimir safnaðarins hylltu eigin menningu, þýddi það ekki að þau níddu aðra. Á vefsvæði safnaðarins segir þó að söfnuðurinn styðji hvítar fjölskyldur og að börn séu alin upp til að verða mæður og feður hvítra barna. Að nauðsynlegt sé að styðja við hvítar fjölskyldur.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira