Umdeildir ásatrúarmenn deila við bændur í Minnesota Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 12:35 Meðlimir AFA telja sig afkomendur engla, víkinga og fornra ættbálka Norður-Evrópu. Vísir/Getty Söfnuður bandarískra ásatrúarmanna deilir nú við fámennt samfélag bænda í Minnesota eftir að bæjaryfirvöld í Murdock samþykktu beiðni safnaðarins um að leyfa bænahald í gamalli kirkju sem söfnuðurinn hefur keypt þar. Kirkjan yrði eingöngu aðgengileg fyrir hvítt fólk af norður-evrópskum uppruna. Þó bæjaryfirvöld hafi samþykkt beiði safnaðarins, af ótta við lögsóknir, eru bæjarbúar ekki sáttir og hafa rúmlega 150 þúsund manns sett nafn sitt við undirskriftalista þar sem opnun kirkjunnar er mótmælt. Skráðir íbúar Murdock eru þó eingöngu 280 en samfélagið byggir á landbúnaði. Margir íbúa Murdock eru af rómönskum uppruna frá Mexíkó og Mið-Ameríku og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Í frétt Minneapolis Star Tribune frá því fyrr í mánuðinum segir að meðlimir bæjarráðs Murdock hafi óttast að ef umsókn söfnuðarins yrði hafnað gætu forsvarsmenn hans höfðað mál gegn bænum á grundvelli stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir trúfrelsi. Fyrir fundinn lýsti Craig Kavanagh, bæjarstjóri, því yfir að ráðið fordæmdi allar birtingarmyndir rasisma. Einn íbúi Murdock sagðist í samtali við NBC News fyrir jól, vera viss um að forsvarsmenn safnaðarins hefðu talið að þeir gætu laumast með veggjum í svo smáu samfélagi en það muni ekki ganga eftir. „Rasismi er ekki velkominn hér,“ sagði Peter Kennedy. Söfnuðurinn sem um ræðir kallast Asatru Folk Assembly og er með höfuðstöðvar í Kaliforníu. Samkvæmt reglum AFA mega eingöngu hvítir aðilar ef norður-evrópskum uppruna vera meðlimir í kirkjunni. Söfnuðurinn er skilgreindur sem haturssamtök af Southern Poverty Law Center, sem vaktar slík samtök. Meðlimir safnaðarins þvertaka þó fyrir það að vera rasistar. Í samtali við NBC News sagði einn stjórnarmeðlima söfnuðarins að þó að meðlimir safnaðarins hylltu eigin menningu, þýddi það ekki að þau níddu aðra. Á vefsvæði safnaðarins segir þó að söfnuðurinn styðji hvítar fjölskyldur og að börn séu alin upp til að verða mæður og feður hvítra barna. Að nauðsynlegt sé að styðja við hvítar fjölskyldur. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Þó bæjaryfirvöld hafi samþykkt beiði safnaðarins, af ótta við lögsóknir, eru bæjarbúar ekki sáttir og hafa rúmlega 150 þúsund manns sett nafn sitt við undirskriftalista þar sem opnun kirkjunnar er mótmælt. Skráðir íbúar Murdock eru þó eingöngu 280 en samfélagið byggir á landbúnaði. Margir íbúa Murdock eru af rómönskum uppruna frá Mexíkó og Mið-Ameríku og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Í frétt Minneapolis Star Tribune frá því fyrr í mánuðinum segir að meðlimir bæjarráðs Murdock hafi óttast að ef umsókn söfnuðarins yrði hafnað gætu forsvarsmenn hans höfðað mál gegn bænum á grundvelli stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir trúfrelsi. Fyrir fundinn lýsti Craig Kavanagh, bæjarstjóri, því yfir að ráðið fordæmdi allar birtingarmyndir rasisma. Einn íbúi Murdock sagðist í samtali við NBC News fyrir jól, vera viss um að forsvarsmenn safnaðarins hefðu talið að þeir gætu laumast með veggjum í svo smáu samfélagi en það muni ekki ganga eftir. „Rasismi er ekki velkominn hér,“ sagði Peter Kennedy. Söfnuðurinn sem um ræðir kallast Asatru Folk Assembly og er með höfuðstöðvar í Kaliforníu. Samkvæmt reglum AFA mega eingöngu hvítir aðilar ef norður-evrópskum uppruna vera meðlimir í kirkjunni. Söfnuðurinn er skilgreindur sem haturssamtök af Southern Poverty Law Center, sem vaktar slík samtök. Meðlimir safnaðarins þvertaka þó fyrir það að vera rasistar. Í samtali við NBC News sagði einn stjórnarmeðlima söfnuðarins að þó að meðlimir safnaðarins hylltu eigin menningu, þýddi það ekki að þau níddu aðra. Á vefsvæði safnaðarins segir þó að söfnuðurinn styðji hvítar fjölskyldur og að börn séu alin upp til að verða mæður og feður hvítra barna. Að nauðsynlegt sé að styðja við hvítar fjölskyldur.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira