Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að Eimskip, sem rekur Lagarfoss, hafi haft sambandi við gæsluna um hádegisbil í gær. Þá hafi bilunin verið tilkynnt og spurt hvort mögulegt væri að Þór gæti dregið skipið til hafnar.
Þegar ljóst varð að viðgerð um borð í Lagarfossi hafi ekki borið árangur vað áhöfn varðskipsins kölluð út í gærkvöldi. Léti skipið úr höfn í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt.
Gott veður er á svæðinu og er áhöfn Lagarfoss ekki talin í neinni hættu.
Búist er við því að varðskipið verði komið að Lagarfossi í fyrramálið. þar að auki er búist við að það muni taka allt að tvo sólarhringa að draga skipið til hafnar.
Í yfirlýsingunni segir að ætla megi að skipin verði komin til Reykjavíkur á gamlársdag.
Varðskipið Þór er nú á leið í átt að flutningaskipinu Lagarfossi sem varð vélarvana um 230 sjómílur suðvestur af...
Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Monday, 28 December 2020