Fullkomin óreiða Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 28. desember 2020 06:00 Við þingmenn Miðflokksins fórum fram á að Alþingi væri kallað saman milli jóla- og nýárs til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við vegna bólusetningar gegn Covid 19. Forsætisráðherra hefur talað mikið gegn upplýsingaóreiðu en enginn hefur skotið sig jafn oft í fótinn en hennar eigin ráðherra undanfarið. Forsætisráðherra neyddist til að yfirtaka forræði bóluefnasamnings, örugglega að kröfu Sjálfstæðisflokksins, sem líður afar illa í eigin skinni. Óþolinmæði sjálfstæðismanna er orðin áþreifanleg. Þjóðin á það skilið að fá réttar upplýsingar, góðar eða slæmar. Hnökrarnir Það er rétt að vekja athygli á því að fyrstu fréttir um hnökra í ferlinu komu fram þann 15. desember. Þá sagði heilbrigðisráðherra skort vera á hráefnum hjá framleiðanda Pfizer. Þann 17. desember staðfesti sóttvarnarlæknir að mun minna af bóluefni kæmi til landsins á næstunni en búist hafði verið við og jók við það óvissu um hvenær hjarðónæmi yrði náð. Búið var að auka væntingar verulega, væntingar sem urðu að engu. Tilkynnt var að áfram yrðu kórónuveiruaðgerðir í gildi fram á mitt ár 2021 að minnsta kosti. Næstu daga fengum við fréttir um að þetta væri ekki svona óljóst, að allt væri á áætlun en mikilvægast væri að ná að bólusetja forgangshópana, framlínufólkið og viðkvæmu hópana. Á þriðja degi jóla var það svo sagt að við þyrftum að bíða eftir bóluefni fram eftir ári, vissulega væri búið að tryggja okkur nægt bóluefni en aldrei var tryggt að það kæmi fljótt og örugglega. Að auki var sagt að fylgjast þurfi með verkun bóluefnisins en vissulega hefði verið betra að hafa tryggt bóluefni til landsins fyrr en útlit er fyrir núna. Fullkomin upplýsingaóreiða. Engar áhyggjur Óreiðan er svo mikil að til þess að lægja öldur hafa tveir menn lagt í þann leiðangur að tryggja kaup á meira bóluefni fyrir landsmenn. Þeir funda með lyfjaframleiðendum á næstu dögum með það í huga að Íslendingar verði hluti af rannsókn lyfjaframleiðandans. Ef allt gengur eftir væri hægt að bólusetja fyrr, aflétta takmörkunum og fylgjast með hugsanlegum aukaverkunum. Engar áhyggjur þurfi að hafa, allt miði að því sama – nema hraðar. Þetta skal ákveða án umræðu og út frá þeirri forsendu að allflestir muni taka þátt í rannsókninni til þess að eiga kost á nokkuð eðlilegu lífi sem fyrst. Biðin langa Það er ljóst að mikið er í húfi, auðvitað heilsa landsmanna, samvera með ættingjum og ástvinum, líðan fjölskyldna, framfærsla einstaklinga, rekstur fyrirtækja, ferðaþjónustan eins og hún leggur sig, heilbrigðiskerfið, efnahagur landsins og margt fleira. Mikið er undir. Ef viðræður bera ekki árangur þá þarf fólk að bíða fram á mitt næsta sumar með að heimsækja ástvini og ættingja á hjúkrunarheimili landsins. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, bæði ungir og aldnir þurfa áfram einangrun, sama fólk og hefur nánast lokað sig af síðustu níu mánuði. Enn verður að kveðja ástvini í gegnum tölvubúnað, engin snerting engin nánd. Engin áætlun hefur komið fram um hvernig eigi að halda áfram ef landsmenn þurfa að bíða fram á mitt næsta ár eftir hjarðónæmi, hvernig og hvenær á að aflétta takmörkunum og hvort sama fyrirkomulag verði um land allt. Atvinnulífið verður áfram í óvissu og mun sæta takmörkunum. Ferðaþjónustan sem riðar til falls er við það að missa þolinmæðina, enda voru gefin fyrirheit um að nú fari senn að birta og að ferðamenn komi til landsins á ný eins og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í fréttum „fólk er aftur farið að láta sig dreyma um ferðalög eftir að fréttir um bóluefnið bárust fyrir um tveimur mánuðum síðan“. En það var jú áður en óreiðan komst upp á yfirborðið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Við þingmenn Miðflokksins fórum fram á að Alþingi væri kallað saman milli jóla- og nýárs til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við vegna bólusetningar gegn Covid 19. Forsætisráðherra hefur talað mikið gegn upplýsingaóreiðu en enginn hefur skotið sig jafn oft í fótinn en hennar eigin ráðherra undanfarið. Forsætisráðherra neyddist til að yfirtaka forræði bóluefnasamnings, örugglega að kröfu Sjálfstæðisflokksins, sem líður afar illa í eigin skinni. Óþolinmæði sjálfstæðismanna er orðin áþreifanleg. Þjóðin á það skilið að fá réttar upplýsingar, góðar eða slæmar. Hnökrarnir Það er rétt að vekja athygli á því að fyrstu fréttir um hnökra í ferlinu komu fram þann 15. desember. Þá sagði heilbrigðisráðherra skort vera á hráefnum hjá framleiðanda Pfizer. Þann 17. desember staðfesti sóttvarnarlæknir að mun minna af bóluefni kæmi til landsins á næstunni en búist hafði verið við og jók við það óvissu um hvenær hjarðónæmi yrði náð. Búið var að auka væntingar verulega, væntingar sem urðu að engu. Tilkynnt var að áfram yrðu kórónuveiruaðgerðir í gildi fram á mitt ár 2021 að minnsta kosti. Næstu daga fengum við fréttir um að þetta væri ekki svona óljóst, að allt væri á áætlun en mikilvægast væri að ná að bólusetja forgangshópana, framlínufólkið og viðkvæmu hópana. Á þriðja degi jóla var það svo sagt að við þyrftum að bíða eftir bóluefni fram eftir ári, vissulega væri búið að tryggja okkur nægt bóluefni en aldrei var tryggt að það kæmi fljótt og örugglega. Að auki var sagt að fylgjast þurfi með verkun bóluefnisins en vissulega hefði verið betra að hafa tryggt bóluefni til landsins fyrr en útlit er fyrir núna. Fullkomin upplýsingaóreiða. Engar áhyggjur Óreiðan er svo mikil að til þess að lægja öldur hafa tveir menn lagt í þann leiðangur að tryggja kaup á meira bóluefni fyrir landsmenn. Þeir funda með lyfjaframleiðendum á næstu dögum með það í huga að Íslendingar verði hluti af rannsókn lyfjaframleiðandans. Ef allt gengur eftir væri hægt að bólusetja fyrr, aflétta takmörkunum og fylgjast með hugsanlegum aukaverkunum. Engar áhyggjur þurfi að hafa, allt miði að því sama – nema hraðar. Þetta skal ákveða án umræðu og út frá þeirri forsendu að allflestir muni taka þátt í rannsókninni til þess að eiga kost á nokkuð eðlilegu lífi sem fyrst. Biðin langa Það er ljóst að mikið er í húfi, auðvitað heilsa landsmanna, samvera með ættingjum og ástvinum, líðan fjölskyldna, framfærsla einstaklinga, rekstur fyrirtækja, ferðaþjónustan eins og hún leggur sig, heilbrigðiskerfið, efnahagur landsins og margt fleira. Mikið er undir. Ef viðræður bera ekki árangur þá þarf fólk að bíða fram á mitt næsta sumar með að heimsækja ástvini og ættingja á hjúkrunarheimili landsins. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, bæði ungir og aldnir þurfa áfram einangrun, sama fólk og hefur nánast lokað sig af síðustu níu mánuði. Enn verður að kveðja ástvini í gegnum tölvubúnað, engin snerting engin nánd. Engin áætlun hefur komið fram um hvernig eigi að halda áfram ef landsmenn þurfa að bíða fram á mitt næsta ár eftir hjarðónæmi, hvernig og hvenær á að aflétta takmörkunum og hvort sama fyrirkomulag verði um land allt. Atvinnulífið verður áfram í óvissu og mun sæta takmörkunum. Ferðaþjónustan sem riðar til falls er við það að missa þolinmæðina, enda voru gefin fyrirheit um að nú fari senn að birta og að ferðamenn komi til landsins á ný eins og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í fréttum „fólk er aftur farið að láta sig dreyma um ferðalög eftir að fréttir um bóluefnið bárust fyrir um tveimur mánuðum síðan“. En það var jú áður en óreiðan komst upp á yfirborðið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun