Glæsilegt jólaþorp á Selfossi og sextíu Múmínbollar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. desember 2020 20:08 Jólabörnin á Selfossi, Oddný Sigríður og Arnór Breki, sem eiga heiðurinn af jólaþorpinu á heimilinu og uppsetningu þess. Magnús Hlynur Hreiðarsson Margir setja upp jólaþorp inni hjá sér yfir hátíðirnar en stærð þeirra getur verið æði mismunandi. Á Selfossi er eitt risa jólaþorp sem móðirin á heimilinu og yngsta barnið sjá alltaf um að setja upp. Húsmóðirin á einnig sextíu Múmínbolla. Oddný Sigríður og Arnór Breki sem búa í Lóurima 11 með fjölskyldu sinni á Selfossi eiga heiðurinn af glæsilega jólaþorpinu á heimilinu en það er alltaf sett upp í byrjun nóvember. Oddný er mikið jólabarn. „Já, allavega í seinni tíð þegar krakkarnir komu og yngsti er algjör jólagemsi, hann peppar mig upp þessu. Við erum með lest, hestvagn, myllu, nokkrar kirkjur og fullt af öðru skemmtilegu í jólaþorpinu,“ segir Oddný. Hún segist hafa verið um viku að setja þorpið upp með aðstoð Arnórs Breka, sem er líka mikið jólabarn. Jólaþorpið er glæsilegt og nýtur sér vel í húsinu í Lóurima 11 á Selfossi hjá Oddnýju Sigríði Gísladóttur og fjölskyldu hennar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er mjög flott og stórt. Þegar vinir mínir koma hingað þá eru þeir mjög mikið að horfa á þetta. Síðan er mjög gaman að kveikja á lestinni,“ segir Arnó Breki. En það eru ekki bara jólaþorp í Lóurima 11, þar er líka fullt af Múmínbollum, sem Oddný safnar. „Já, maður þarf að drekka kaffi úr einhverju. Þetta eru tæplega sextíu bollar en ég hef ekki keypt brot af þessu því mágkonan og ég erum erum með góðan díl, ef það kemur nýr bolli, sem okkur finnst flottur þá gefur hún mér og ég henni til baka svo við þurfum ekki að kaupa þá sjálfar,“ segir Oddný og hlær. Oddný Sigríður á tæplega sextíu Múmínbolla, sem hún hefur safnað í gegnum árin og er enn að safna slíkum bollum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Jól Jólaskraut Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Oddný Sigríður og Arnór Breki sem búa í Lóurima 11 með fjölskyldu sinni á Selfossi eiga heiðurinn af glæsilega jólaþorpinu á heimilinu en það er alltaf sett upp í byrjun nóvember. Oddný er mikið jólabarn. „Já, allavega í seinni tíð þegar krakkarnir komu og yngsti er algjör jólagemsi, hann peppar mig upp þessu. Við erum með lest, hestvagn, myllu, nokkrar kirkjur og fullt af öðru skemmtilegu í jólaþorpinu,“ segir Oddný. Hún segist hafa verið um viku að setja þorpið upp með aðstoð Arnórs Breka, sem er líka mikið jólabarn. Jólaþorpið er glæsilegt og nýtur sér vel í húsinu í Lóurima 11 á Selfossi hjá Oddnýju Sigríði Gísladóttur og fjölskyldu hennar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er mjög flott og stórt. Þegar vinir mínir koma hingað þá eru þeir mjög mikið að horfa á þetta. Síðan er mjög gaman að kveikja á lestinni,“ segir Arnó Breki. En það eru ekki bara jólaþorp í Lóurima 11, þar er líka fullt af Múmínbollum, sem Oddný safnar. „Já, maður þarf að drekka kaffi úr einhverju. Þetta eru tæplega sextíu bollar en ég hef ekki keypt brot af þessu því mágkonan og ég erum erum með góðan díl, ef það kemur nýr bolli, sem okkur finnst flottur þá gefur hún mér og ég henni til baka svo við þurfum ekki að kaupa þá sjálfar,“ segir Oddný og hlær. Oddný Sigríður á tæplega sextíu Múmínbolla, sem hún hefur safnað í gegnum árin og er enn að safna slíkum bollum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Jól Jólaskraut Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira