Löðrungur framan í almenning Birgir Olgeirsson skrifar 25. desember 2020 18:24 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. „Þetta veldur mér miklum vonbrigðum ég hélt að hún væri meiri prinsippmanneskja en þetta. Hún lá undir feldi í þrjátíu og sex tíma og komst að því að salur hefði brotið sóttvarnalög. Fjármálaráðherra þyrfti ekki að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðherra úr hennar eigin flokki setur fyrir okkur,“ segir Helga Vala um viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Helga telur ljóst að Katrín meti samstarf við Bjarna meira virði en samstöðu þjóðarinnar í gegnum þennan heimsfaraldur. „Mér finnst það mjög alvarlegt. Persóna Bjarna skiptir engu þegar kemur að þessum verkefnum sem við þurfum að vera í. Traust almennings á þeim reglum sem settar eru, og stjórnmálum almennt, því er kastað til hliðar. Það skiptir hana engu máli virðist vera.“ Hún telur þetta grafa undan tiltrú almennings á sóttvarnaaðgerðum. „Ef ráðherrar í ríkisstjórn þurfa ekki að fara eftir þessum reglum og geta bara sagt sorrí, hvað eigum við þá að gera? Við megum ekki hitta fjölskylduvini, fólk er búið að missa vinnuna. Það eru mjög strangar reglur í gildi en svo gilda aðrar reglur fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“ Píratar íhuga að leggja fram vantraustsyfirlýsingu á fjármálaráðherra. Helga Vala telur ljóst að þeir sem sitja á Alþingi hljóti að skoða það. Þá eigi einnig eftir að koma í ljós hvað Framsóknarflokknum, sem myndar ríkisstjórn Íslands ásamt Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum, finnst um málið. „Hafa þeir einhver prinsipp? Eða skiptir það þau líka meira máli að ríghalda í þessa ríkisstjórn heldur en að standa með þjóðinni?“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
„Þetta veldur mér miklum vonbrigðum ég hélt að hún væri meiri prinsippmanneskja en þetta. Hún lá undir feldi í þrjátíu og sex tíma og komst að því að salur hefði brotið sóttvarnalög. Fjármálaráðherra þyrfti ekki að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðherra úr hennar eigin flokki setur fyrir okkur,“ segir Helga Vala um viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Helga telur ljóst að Katrín meti samstarf við Bjarna meira virði en samstöðu þjóðarinnar í gegnum þennan heimsfaraldur. „Mér finnst það mjög alvarlegt. Persóna Bjarna skiptir engu þegar kemur að þessum verkefnum sem við þurfum að vera í. Traust almennings á þeim reglum sem settar eru, og stjórnmálum almennt, því er kastað til hliðar. Það skiptir hana engu máli virðist vera.“ Hún telur þetta grafa undan tiltrú almennings á sóttvarnaaðgerðum. „Ef ráðherrar í ríkisstjórn þurfa ekki að fara eftir þessum reglum og geta bara sagt sorrí, hvað eigum við þá að gera? Við megum ekki hitta fjölskylduvini, fólk er búið að missa vinnuna. Það eru mjög strangar reglur í gildi en svo gilda aðrar reglur fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“ Píratar íhuga að leggja fram vantraustsyfirlýsingu á fjármálaráðherra. Helga Vala telur ljóst að þeir sem sitja á Alþingi hljóti að skoða það. Þá eigi einnig eftir að koma í ljós hvað Framsóknarflokknum, sem myndar ríkisstjórn Íslands ásamt Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum, finnst um málið. „Hafa þeir einhver prinsipp? Eða skiptir það þau líka meira máli að ríghalda í þessa ríkisstjórn heldur en að standa með þjóðinni?“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17
Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01