Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2020 10:00 Valur er eitt af liðunum þremur sem varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari á síðasta áratug. Hin eru KR og FH. Vísir/Bára Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. Annar áratugur 21. aldarinnar rennur sitt skeið um næstu áramót og við það tilefni hefur Stöð 2 Sport ákveðið að setja saman úrvalslið áratugarins í efstu deild karla í knattspyrnu. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport en sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson munu síðan segja sitt álit á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Leikmennirnir sem hafa verið valdir í þetta úrvalslið mæta einnig í viðtal í þáttunum og fara þar yfir þennan áratug á fótboltaferli sínum. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum sem verða sex talsins en í hverjum þætti verða tveir meðlimir úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þetta eru ellefu byrjunarliðsmenn og einn þjálfari. Á árunum 2010 til 2020 urðu fimm félög Íslandsmeistarar. FH (20112, 2015, 2016), KR (2011, 2013, 2019) og Valur (2017, 2018, 2020) unnu öll þrjá meistaratitla en Breiðablik (2010) og Stjarnan (2014) náðu einnig að fagna Íslandsmeistaratitlinum. Blikar höfðu aldrei unnið titilinn þegar Breiðablik vann 2010 og sömu sögu er að segja af Stjörnumönnum fjórum árum síðar. KR var ekki búið að vinna í átta ár þegar Íslandsmeistaratitilinn kom aftur í Vesturbæinn árið 2011 og Valsmenn höfðu ekki unnið í heilan áratug þegar titilinn kom á Hlíðarenda árið 2017. FH hélt áfram góðu gengi sínum á fyrsta áratug nýrrar aldar. FH-ingar unnu ekki aðeins þrjá Íslandsmeistaratitla á þessum áratug heldur endaði Hafnarfjarðarliðið einnig fimm sinnum í öðru sætið, síðast í sumar. Blikar urðu líka fjórum sinnum í öðru sæti á þessum árum. Þættirnir um Lið áratugarins eru sex talsins og verða sýndir á hverju kvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti þátturinn er í kvöld, 25. desember, klukkan 19.30 en sá síðasti er að kvöldi 30. desember. Hér fyrir neðan má sjá stiklu þáttarins. Klippa: Lið áratugarsins - stikla Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Annar áratugur 21. aldarinnar rennur sitt skeið um næstu áramót og við það tilefni hefur Stöð 2 Sport ákveðið að setja saman úrvalslið áratugarins í efstu deild karla í knattspyrnu. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport en sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson munu síðan segja sitt álit á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Leikmennirnir sem hafa verið valdir í þetta úrvalslið mæta einnig í viðtal í þáttunum og fara þar yfir þennan áratug á fótboltaferli sínum. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum sem verða sex talsins en í hverjum þætti verða tveir meðlimir úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þetta eru ellefu byrjunarliðsmenn og einn þjálfari. Á árunum 2010 til 2020 urðu fimm félög Íslandsmeistarar. FH (20112, 2015, 2016), KR (2011, 2013, 2019) og Valur (2017, 2018, 2020) unnu öll þrjá meistaratitla en Breiðablik (2010) og Stjarnan (2014) náðu einnig að fagna Íslandsmeistaratitlinum. Blikar höfðu aldrei unnið titilinn þegar Breiðablik vann 2010 og sömu sögu er að segja af Stjörnumönnum fjórum árum síðar. KR var ekki búið að vinna í átta ár þegar Íslandsmeistaratitilinn kom aftur í Vesturbæinn árið 2011 og Valsmenn höfðu ekki unnið í heilan áratug þegar titilinn kom á Hlíðarenda árið 2017. FH hélt áfram góðu gengi sínum á fyrsta áratug nýrrar aldar. FH-ingar unnu ekki aðeins þrjá Íslandsmeistaratitla á þessum áratug heldur endaði Hafnarfjarðarliðið einnig fimm sinnum í öðru sætið, síðast í sumar. Blikar urðu líka fjórum sinnum í öðru sæti á þessum árum. Þættirnir um Lið áratugarins eru sex talsins og verða sýndir á hverju kvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti þátturinn er í kvöld, 25. desember, klukkan 19.30 en sá síðasti er að kvöldi 30. desember. Hér fyrir neðan má sjá stiklu þáttarins. Klippa: Lið áratugarsins - stikla
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira