Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. desember 2020 08:13 Trump vill að Bandaríkjaþing breyti frumvarpi sem snýst um neyðaraðgerðir í efnahagsmálum vegna kórónuveirufaraldursins. Getty/Al Drago Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. Um er að ræða efnahagsaðgerðir til að bregðast við þrengingum vegna faraldursins upp á 900 milljarða Bandaríkjadala. Bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem og öldungadeildin náðu saman um aðgerðirnar í vikunni eftir margra mánaða þref. Búist hafði verið við því að forsetinn myndi skrifa undir frumvarpið í gærkvöldi en nú krefst hann þess að breytingar verði gerðar á því og sú tala sem fara eigi til almennings verði hærri. Þá gagnrýnir hann ýmsa liði frumvarpsins sem hann segir ekki tengjast faraldrinum með nokkrum hætti. Í ræðu sem hann flutti í gærkvöldi sagði Trump björgunarpakkann vera til skammar og að hann væri fullur af bruðli. „Þetta kallast Covid-björgunarpakkinn en þetta hefur nánast ekkert með Covid að gera,“ sagði Trump. pic.twitter.com/v9Rdjz6DNu— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 „Fullt af pening“ í útlönd, lobbíista og sérhagsmuni Á meðal þess sem kveðið er á í pakkanum er 600 dollara eingreiðsla til flestra Bandaríkjamanna en Trump vill hækka þá greiðslu í 2000 dollara og tryggja að hún verði þá 4000 dollarar fyrir pör. „Þetta frumvarp kveður á um 85,5 milljónir dollara í aðstoð við Kambódíu, 134 milljónir dollara til Búrma, 1,3 milljarða dollara til Egyptalands og egypska hersins, sem mun fara og kaupa nánast bara rússneskan herbúnað, 25 milljónir dollara í lýðræðis- og jafnréttisverkefni í Pakistan og samtals 505 milljónir dollara til Belize, Kosta Ríka, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Níkaragva og Panama,“ sagði Trump. Hann sagði þingið þannig hafa fundið „fullt af pening fyrir útlönd, lobbíista og sérhagsmuni á meðan minnsta mögulega pening er varið í Bandaríkjamenn sem þurfa á fjármununum að halda. Þetta var ekki þeim að kenna heldur Kína.“ Kvaðst Trump ætla að biðja þingið um að breyta frumvarpinu og „henda út bruðli og öðru ónauðsynlegu.“ „Annars mun næsta ríkisstjórn þurfa að koma með Covid-björgunarpakka,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Um er að ræða efnahagsaðgerðir til að bregðast við þrengingum vegna faraldursins upp á 900 milljarða Bandaríkjadala. Bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem og öldungadeildin náðu saman um aðgerðirnar í vikunni eftir margra mánaða þref. Búist hafði verið við því að forsetinn myndi skrifa undir frumvarpið í gærkvöldi en nú krefst hann þess að breytingar verði gerðar á því og sú tala sem fara eigi til almennings verði hærri. Þá gagnrýnir hann ýmsa liði frumvarpsins sem hann segir ekki tengjast faraldrinum með nokkrum hætti. Í ræðu sem hann flutti í gærkvöldi sagði Trump björgunarpakkann vera til skammar og að hann væri fullur af bruðli. „Þetta kallast Covid-björgunarpakkinn en þetta hefur nánast ekkert með Covid að gera,“ sagði Trump. pic.twitter.com/v9Rdjz6DNu— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 „Fullt af pening“ í útlönd, lobbíista og sérhagsmuni Á meðal þess sem kveðið er á í pakkanum er 600 dollara eingreiðsla til flestra Bandaríkjamanna en Trump vill hækka þá greiðslu í 2000 dollara og tryggja að hún verði þá 4000 dollarar fyrir pör. „Þetta frumvarp kveður á um 85,5 milljónir dollara í aðstoð við Kambódíu, 134 milljónir dollara til Búrma, 1,3 milljarða dollara til Egyptalands og egypska hersins, sem mun fara og kaupa nánast bara rússneskan herbúnað, 25 milljónir dollara í lýðræðis- og jafnréttisverkefni í Pakistan og samtals 505 milljónir dollara til Belize, Kosta Ríka, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Níkaragva og Panama,“ sagði Trump. Hann sagði þingið þannig hafa fundið „fullt af pening fyrir útlönd, lobbíista og sérhagsmuni á meðan minnsta mögulega pening er varið í Bandaríkjamenn sem þurfa á fjármununum að halda. Þetta var ekki þeim að kenna heldur Kína.“ Kvaðst Trump ætla að biðja þingið um að breyta frumvarpinu og „henda út bruðli og öðru ónauðsynlegu.“ „Annars mun næsta ríkisstjórn þurfa að koma með Covid-björgunarpakka,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira