„Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn“ Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2020 13:41 Daníel Jakobsson hefur verið ráðinn til Artic Fish. Hann telur það ekki tefla hæfi sínu sem bæjarfulltrúa og formanni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í neina hættu. vísir Formaður bæjarráðs Ísafjarðar ráðinn til Arctic Fish samhliða bæjarstjórnarstörfum sínum. Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Ísafjarðar, hefur verið ráðinn til Arctic Fish sem ráðgjafi í sérverkefni. Hann mun hefja störf um miðjan janúar. BB greindi frá þessu en í samtali við Vísi segir Daníel þetta ekki þýða neinar breytingar á störfum hans fyrir Ísafjarðarkaupstað. Þeim mun hann sinna eftir sem áður. „Það er bara aukastarf.“ Í BB segir að Daníels sé viðskiptafræðingur, reyndur úr viðskipalífinu og „fær því félagið öflugan liðsmann búsettan á starfssvæðinu til starfa hjá félaginu.“ Þá segir jafnframt að Arctic Fish sé í örum vexti með tilheyrandi fjölgun verkefna og stefnir á 25 þúsund tonna árlega framleiðslu og sölu á eldisfiski næstu 5 árum. Telur þetta ekki tefla hæfi sínu í hættu Í siðareglum Ísafjarðarbæjar eru ýmis ákvæði sem snúa að hagsmunaárekstrum og hæfi, svo sem 8. grein þar sem segir meðal annars að starfsmenn „skulu ekki taka þátt í málsmeðferð og ákvörðunum ef þeir eiga sjálfir aðild að málinu.“ Vísir innti Daníel eftir því hvort störf hans fyrir Arctic Fish tefldi ekki hæfi hans í hættu? Daníel telur svo ekki vera. „Það eru allir bæjarfulltrúar með önnur störf meðfram bæjarfulltrúastörfum sínum, sem litið er á sem aukavinnu. Í annan stað kemur sveitarfélagið lítið að málefnum fiskeldisins, það er aðallega á hendi ríkisins,“ segir Daníel og vísar í því sambandi til allskyns leyfisveitinga. Í þriðja lagi segir Daníel til staðar reglur og lög sem segi til um hvenær menn er vanhæfir og hvenær ekki. Hann segist hafa verið í erfiðari stöðu sem eigandi fyrirtækis í ferðaþjónustu, en þá voru leyfisveitingar á hendi bæjarins. „Ef þú lítur allan hringinn í kringum landið þá er fjöldi manna í svipaðri stöðu og ég. Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn. Þetta er lítið landi. Við gegnum öll tveimur hlutverkum sem erum í bæjarstjórn og verðum bara að passa uppá að fara eftir reglum í þeim efnum öllum.“ Aðalatriðið er að hagsmunir liggi fyrir og séu uppi á borðum, segir Daníel. Arctic Fish að hálfu í eigu aflandsfyrirtækis Nokkuð hefur verið fjallað um eignarhald á laxeldisfyrirtækja en starfsemi þeirra hefur verið í veldisvexti á Íslandi á undanförnum árum. Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Stundinni segir að eignarhaldsfélag á aflandssvæðinu Kýpur í Miðjarðarhafinu, sem stundum hefur sagt vera skattaskjól í gegnum tíðina vegna hagstæðs skattaumhverfis, eigi tæplega helmingshlut í Arctic Fish sem til stendur að skrá á hlutabréfamarkað í Noregi á fyrri helmingi næsta árs. „Eitt af því sem vekur athygli þegar eignarhald laxeldisfyrirtækja eins og Arctic Fish er skoðað er að nær allt hlutafé íslenskra laxeldisfyrirtækja er í eigu erlendra aðila. Einungis 2,5 prósent af hlutafé Arctic Fish er til dæmis í eigu íslensks fyrirtækis og íslenskra einstaklinga.“ Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Fiskeldi Tengdar fréttir Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Ísafjarðar, hefur verið ráðinn til Arctic Fish sem ráðgjafi í sérverkefni. Hann mun hefja störf um miðjan janúar. BB greindi frá þessu en í samtali við Vísi segir Daníel þetta ekki þýða neinar breytingar á störfum hans fyrir Ísafjarðarkaupstað. Þeim mun hann sinna eftir sem áður. „Það er bara aukastarf.“ Í BB segir að Daníels sé viðskiptafræðingur, reyndur úr viðskipalífinu og „fær því félagið öflugan liðsmann búsettan á starfssvæðinu til starfa hjá félaginu.“ Þá segir jafnframt að Arctic Fish sé í örum vexti með tilheyrandi fjölgun verkefna og stefnir á 25 þúsund tonna árlega framleiðslu og sölu á eldisfiski næstu 5 árum. Telur þetta ekki tefla hæfi sínu í hættu Í siðareglum Ísafjarðarbæjar eru ýmis ákvæði sem snúa að hagsmunaárekstrum og hæfi, svo sem 8. grein þar sem segir meðal annars að starfsmenn „skulu ekki taka þátt í málsmeðferð og ákvörðunum ef þeir eiga sjálfir aðild að málinu.“ Vísir innti Daníel eftir því hvort störf hans fyrir Arctic Fish tefldi ekki hæfi hans í hættu? Daníel telur svo ekki vera. „Það eru allir bæjarfulltrúar með önnur störf meðfram bæjarfulltrúastörfum sínum, sem litið er á sem aukavinnu. Í annan stað kemur sveitarfélagið lítið að málefnum fiskeldisins, það er aðallega á hendi ríkisins,“ segir Daníel og vísar í því sambandi til allskyns leyfisveitinga. Í þriðja lagi segir Daníel til staðar reglur og lög sem segi til um hvenær menn er vanhæfir og hvenær ekki. Hann segist hafa verið í erfiðari stöðu sem eigandi fyrirtækis í ferðaþjónustu, en þá voru leyfisveitingar á hendi bæjarins. „Ef þú lítur allan hringinn í kringum landið þá er fjöldi manna í svipaðri stöðu og ég. Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn. Þetta er lítið landi. Við gegnum öll tveimur hlutverkum sem erum í bæjarstjórn og verðum bara að passa uppá að fara eftir reglum í þeim efnum öllum.“ Aðalatriðið er að hagsmunir liggi fyrir og séu uppi á borðum, segir Daníel. Arctic Fish að hálfu í eigu aflandsfyrirtækis Nokkuð hefur verið fjallað um eignarhald á laxeldisfyrirtækja en starfsemi þeirra hefur verið í veldisvexti á Íslandi á undanförnum árum. Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Stundinni segir að eignarhaldsfélag á aflandssvæðinu Kýpur í Miðjarðarhafinu, sem stundum hefur sagt vera skattaskjól í gegnum tíðina vegna hagstæðs skattaumhverfis, eigi tæplega helmingshlut í Arctic Fish sem til stendur að skrá á hlutabréfamarkað í Noregi á fyrri helmingi næsta árs. „Eitt af því sem vekur athygli þegar eignarhald laxeldisfyrirtækja eins og Arctic Fish er skoðað er að nær allt hlutafé íslenskra laxeldisfyrirtækja er í eigu erlendra aðila. Einungis 2,5 prósent af hlutafé Arctic Fish er til dæmis í eigu íslensks fyrirtækis og íslenskra einstaklinga.“
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Fiskeldi Tengdar fréttir Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13