„Ég er sár og ég er reiður“ Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2020 11:29 Viggó Haraldur Viggósson segir að nú sé verið að svipta sig og fjölskyldu sinni lífsviðurværinu. Golfhermastað hans var lokað en á meðan er fjöldi hliðstæðrar starfsemi opin. Hann telur sig mega sæta svívirðilegri mismunun. visir/vilhelm Viggó Haraldur Viggósson eigandi Golfklúbbsins telur sig mega sæta svívirðilegri mismunun. „Mér er nokkuð niðri fyrir, ég hef áhyggjur og líður ekki vel, ég er sár og ég er reiður.“ Svo hefst áhrifamikil ræða sem Viggó setti fram á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Nú eru rúmir fjórir sólahringar frá því að lögreglan lokaði Golfklúbbnum, fyrirtæki Viggós, með offorsi að sögn eigandans. Með aðgerðunum er hann sviptur lífsviðurværi sínu. Vísir greindi frá því fyrir fjórum dögum þegar lögreglan lokaði stað hans, þar sem hann býður upp á að gang að golfhermum. Síðan hefur ekkert gerst Viggó til mikillar gremju. Hann telur sig mega sæta valdníðslu af hálfu lögreglu og mismunun því sambærileg starfsemi er opin. Áhrifarík ræða Viggó ritaði harðorðan pistil auk þess sem hann birtir myndbandsbrot af sér í golfhermi þar sem hann fer yfir málin. Og sendir þeim sem hann telur standa að baki aðförinni á hendur sér jökulkalda jólakveðju. Óhætt er að segja að framsetningin sé áhrifarík því milli málsgreina slær hann föst golfhögg í einum herma sinna. Líklega er Golfklúbburinn eina fyrirtækið í landinu sem hefur fengið slíka meðferð, að sögn Viggós. Hann talar um aðför sem eigi sér enga stoð í lögum. „Lögreglu hefði verið í lófa lagið að beita öðrum aðferðum, en kaus að sparka á versta stað.“ Viggó Haraldur segir aðferðina eitt en hvernig þetta allt er til komið annað. „Samkvæmt dagbók lögreglu, en það er eina opinbera gagnið sem ég hef í málinu, er aðförin gerð að áeggjan ÍSÍ. Þar segir orðrétt „Fyrr í dag kom ábending frá ÍSÍ að umræddur staður væri með golfherma opna…“! Hvernig má það vera að ÍSÍ fari fram með þessum hætti?“ spyr Viggó en fær engin svör. Aðrir sambærilegir staðir opnir Viggó segir blasa við að hann megi sæta mismunun. Lokað hafi verið hjá sér með „leifturaðgerð“, fólk hafi ekki einu sinni fengið að gera upp, svo mikið lá á að loka. En hvað með aðra sambærilega starfsemi? Gildi sama hættumatið þar, spyr Viggó. „Keiluhöllin starfar áfram óáreitt; ég hefði átt von á því að sveitin sem lokaði hjá mér hefði farið rakleiðis yfir götuna til að skella í lás þar. Sama gildir um Minigarðinn (minigolf), Bullseye (pílustaður), Rush (trampólíngarður), Flyover Iceland (flughermir), Golfsvítan (golfhermar), Golffélagið (golfhermar), kvikmyndahús o.s.frv. Nú þá mega æfingasvæðin Básar og Hraunkot vera opin.“ Viggó segir ekki vera að benda á þessa staði svo rokið verði til og þeim lokað. „Þvert á móti þá er ég að kalla eftir því að fá að vera opinn eins og þeir.“ Viggó segist blasa við að hann eigi engra annarra úrkosta völ en leita réttar síns. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Mér er nokkuð niðri fyrir, ég hef áhyggjur og líður ekki vel, ég er sár og ég er reiður.“ Svo hefst áhrifamikil ræða sem Viggó setti fram á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Nú eru rúmir fjórir sólahringar frá því að lögreglan lokaði Golfklúbbnum, fyrirtæki Viggós, með offorsi að sögn eigandans. Með aðgerðunum er hann sviptur lífsviðurværi sínu. Vísir greindi frá því fyrir fjórum dögum þegar lögreglan lokaði stað hans, þar sem hann býður upp á að gang að golfhermum. Síðan hefur ekkert gerst Viggó til mikillar gremju. Hann telur sig mega sæta valdníðslu af hálfu lögreglu og mismunun því sambærileg starfsemi er opin. Áhrifarík ræða Viggó ritaði harðorðan pistil auk þess sem hann birtir myndbandsbrot af sér í golfhermi þar sem hann fer yfir málin. Og sendir þeim sem hann telur standa að baki aðförinni á hendur sér jökulkalda jólakveðju. Óhætt er að segja að framsetningin sé áhrifarík því milli málsgreina slær hann föst golfhögg í einum herma sinna. Líklega er Golfklúbburinn eina fyrirtækið í landinu sem hefur fengið slíka meðferð, að sögn Viggós. Hann talar um aðför sem eigi sér enga stoð í lögum. „Lögreglu hefði verið í lófa lagið að beita öðrum aðferðum, en kaus að sparka á versta stað.“ Viggó Haraldur segir aðferðina eitt en hvernig þetta allt er til komið annað. „Samkvæmt dagbók lögreglu, en það er eina opinbera gagnið sem ég hef í málinu, er aðförin gerð að áeggjan ÍSÍ. Þar segir orðrétt „Fyrr í dag kom ábending frá ÍSÍ að umræddur staður væri með golfherma opna…“! Hvernig má það vera að ÍSÍ fari fram með þessum hætti?“ spyr Viggó en fær engin svör. Aðrir sambærilegir staðir opnir Viggó segir blasa við að hann megi sæta mismunun. Lokað hafi verið hjá sér með „leifturaðgerð“, fólk hafi ekki einu sinni fengið að gera upp, svo mikið lá á að loka. En hvað með aðra sambærilega starfsemi? Gildi sama hættumatið þar, spyr Viggó. „Keiluhöllin starfar áfram óáreitt; ég hefði átt von á því að sveitin sem lokaði hjá mér hefði farið rakleiðis yfir götuna til að skella í lás þar. Sama gildir um Minigarðinn (minigolf), Bullseye (pílustaður), Rush (trampólíngarður), Flyover Iceland (flughermir), Golfsvítan (golfhermar), Golffélagið (golfhermar), kvikmyndahús o.s.frv. Nú þá mega æfingasvæðin Básar og Hraunkot vera opin.“ Viggó segir ekki vera að benda á þessa staði svo rokið verði til og þeim lokað. „Þvert á móti þá er ég að kalla eftir því að fá að vera opinn eins og þeir.“ Viggó segist blasa við að hann eigi engra annarra úrkosta völ en leita réttar síns.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira